Tveir frambjóðendur hafa skilað meðmælum í öllum kjördæmum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. maí 2020 18:37 Guðmundur Franklín Jónsson og Guðni Th. Jóhannesson. Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Guðmundur Franklín Jónsson forsetaframbjóðandi eru sem stendur þeir einu sem hafa lýst yfir framboði til embættis forseta Íslands og skilað meðmælalistum í öllum kjördæmum landsins. Þetta kemur fram á vef RÚV. Þar er haft eftir Gesti Jónassyni, formanni yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi, að búið sé að yfirfara lista beggja frambjóðenda. Ekkert sé við þá að athuga. Þá sagði hann að enginn annar en þeir Guðni og Guðmundur hefðu skilað listum áður en frestur til þess rann út. Samkvæmt stjórnarskrá Íslands þarf forsetaefni að afla 1500 til 3000 undirskrifta kosningabærra manna. Meðmæli úr hverjum landsfjórðungi eiga þá að vera í réttu hlutfalli við kjósendatölu hvers fjórðungs, samkvæmt lögum um framboð og kjör forseta Íslands. Framboðsfrestur rennur út fyrir helgi Nú þegar frambjóðendur hafa skilað inn meðmælalistum er það hlutverk yfirkjörstjórna að fara yfir listana. Í kjölfarið gefa þær svo út vottorð sem frambjóðendur skila inn með framboði sínu, en framboðsfrestur rennur út á miðnætti á föstudaginn. Athygli vakti að Guðni Th. Jóhannesson, núverandi forseti, safnaði undirskriftum fyrir framboð sitt á um það bil klukkustund. Í hádeginu 8. maí síðastliðinn tilkynnti hann að söfnun væri hafin. Jóhannes Jóhannesson, bróðir forsetans sem er hluti af framboðsteyminu, sagði á Facebook sama dag að lágmarksfjöldi hefði náðst um klukkustund eftir að söfnun hófst. Sjá einnig: Guðni náði lágmarkinu á klukkustund Í gær sagði Guðmundur Franklín, í samtali við Vísi, að hann væri nokkuð bjartsýnn á sigur í kosningunum. Þær fara fram þann 27. júní næstkomandi. „Ég er mjög vongóður. Finn fyrir gríðarlegum byr.“ Forseti Íslands Stjórnsýsla Forsetakosningar 2020 Tengdar fréttir Hættur við forsetaframboð Magnús Ingberg Jónsson, verktaki og forsetaframbjóðandi, er hættur við forsetaframboð sitt. 16. maí 2020 14:49 Karlarnir fimm sem vilja taka slaginn við Guðna Arngrímur Friðrik Pálmason, Axel Pétur Axelsson, Guðmundur Franklín Jónsson Kristján Örn Elíasson og Magnús Ingiberg Jónsson. Þetta eru þeir fimm sem standa nú í undirskriftasöfnun til að geta boðið fram krafta sína til embættis forseta Íslands næstu fjögur árin. 15. maí 2020 09:00 Ekki á forsetastóli setið þótt í framboð sé komið Allt stefnir í forsetakosningar hinn 27. júní næst komandi eftir að Guðmundur Franklín Jónsson tilkynnti um framboð sitt á sumardaginn fyrsta í gær. 24. apríl 2020 14:11 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Guðmundur Franklín Jónsson forsetaframbjóðandi eru sem stendur þeir einu sem hafa lýst yfir framboði til embættis forseta Íslands og skilað meðmælalistum í öllum kjördæmum landsins. Þetta kemur fram á vef RÚV. Þar er haft eftir Gesti Jónassyni, formanni yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi, að búið sé að yfirfara lista beggja frambjóðenda. Ekkert sé við þá að athuga. Þá sagði hann að enginn annar en þeir Guðni og Guðmundur hefðu skilað listum áður en frestur til þess rann út. Samkvæmt stjórnarskrá Íslands þarf forsetaefni að afla 1500 til 3000 undirskrifta kosningabærra manna. Meðmæli úr hverjum landsfjórðungi eiga þá að vera í réttu hlutfalli við kjósendatölu hvers fjórðungs, samkvæmt lögum um framboð og kjör forseta Íslands. Framboðsfrestur rennur út fyrir helgi Nú þegar frambjóðendur hafa skilað inn meðmælalistum er það hlutverk yfirkjörstjórna að fara yfir listana. Í kjölfarið gefa þær svo út vottorð sem frambjóðendur skila inn með framboði sínu, en framboðsfrestur rennur út á miðnætti á föstudaginn. Athygli vakti að Guðni Th. Jóhannesson, núverandi forseti, safnaði undirskriftum fyrir framboð sitt á um það bil klukkustund. Í hádeginu 8. maí síðastliðinn tilkynnti hann að söfnun væri hafin. Jóhannes Jóhannesson, bróðir forsetans sem er hluti af framboðsteyminu, sagði á Facebook sama dag að lágmarksfjöldi hefði náðst um klukkustund eftir að söfnun hófst. Sjá einnig: Guðni náði lágmarkinu á klukkustund Í gær sagði Guðmundur Franklín, í samtali við Vísi, að hann væri nokkuð bjartsýnn á sigur í kosningunum. Þær fara fram þann 27. júní næstkomandi. „Ég er mjög vongóður. Finn fyrir gríðarlegum byr.“
Forseti Íslands Stjórnsýsla Forsetakosningar 2020 Tengdar fréttir Hættur við forsetaframboð Magnús Ingberg Jónsson, verktaki og forsetaframbjóðandi, er hættur við forsetaframboð sitt. 16. maí 2020 14:49 Karlarnir fimm sem vilja taka slaginn við Guðna Arngrímur Friðrik Pálmason, Axel Pétur Axelsson, Guðmundur Franklín Jónsson Kristján Örn Elíasson og Magnús Ingiberg Jónsson. Þetta eru þeir fimm sem standa nú í undirskriftasöfnun til að geta boðið fram krafta sína til embættis forseta Íslands næstu fjögur árin. 15. maí 2020 09:00 Ekki á forsetastóli setið þótt í framboð sé komið Allt stefnir í forsetakosningar hinn 27. júní næst komandi eftir að Guðmundur Franklín Jónsson tilkynnti um framboð sitt á sumardaginn fyrsta í gær. 24. apríl 2020 14:11 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Hættur við forsetaframboð Magnús Ingberg Jónsson, verktaki og forsetaframbjóðandi, er hættur við forsetaframboð sitt. 16. maí 2020 14:49
Karlarnir fimm sem vilja taka slaginn við Guðna Arngrímur Friðrik Pálmason, Axel Pétur Axelsson, Guðmundur Franklín Jónsson Kristján Örn Elíasson og Magnús Ingiberg Jónsson. Þetta eru þeir fimm sem standa nú í undirskriftasöfnun til að geta boðið fram krafta sína til embættis forseta Íslands næstu fjögur árin. 15. maí 2020 09:00
Ekki á forsetastóli setið þótt í framboð sé komið Allt stefnir í forsetakosningar hinn 27. júní næst komandi eftir að Guðmundur Franklín Jónsson tilkynnti um framboð sitt á sumardaginn fyrsta í gær. 24. apríl 2020 14:11