„Róttækt frumvarp“ um neyslurými samþykkt á Alþingi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. maí 2020 18:20 Frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými var samþykkt á Alþingi í dag með 42 atkvæðum gegn tveimur. Sex greiddu ekki atkvæði. Með lögunum verður sveitarfélögum heimilt að koma á fót vernduðu umhverfi, svokölluðu neyslurými, þar sem einstaklingar 18 ára eða eldri geta neytt ávana- og fíkniefna í æð undir eftirliti fagfólks. Þeir Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Aðrir þingmenn Miðflokksins sátu hjá við atkvæðagreiðsluna auk Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Aðrir þingmenn sem viðstaddir voru atkvæðagreiðsluna studdu frumvarpið. Með lögunum er gert ráð fyrir að sveitarfélög geti stofnað og rekið neyslurými þar sem fyllsta hreinlætis sé gætt, án þess að þeim einstaklingum sem nýta neyslurýmin til að neyta fíkniefna í æð, verði refsað fyrir að vera með efnin á sér til eigin neyslu. Frumvarpið bjargi mannslífum „Ég vil nota þetta tækifæri hér til þess að fagna sérstaklega því að við séum að gera þetta frumvarp að lögum sem að er fyrsta raunverulega skrefið í áttina að því að sinna hér skaðaminnkun sem er studd af löggjöf,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra er hún gerði grein fyrir atkvæði sínu. „Þetta er skref sem er löngu tímabært að taka, þetta er róttækt skref það er vel undirbyggt, það sýnir kjark löggjafans í þessum efnum. Við erum með þessu móti að bjarga mannslífum. Við erum að sýna fólki virðingu sem er í sérstaklega erfiðri stöðu og er jaðarsettast af öllum íbúum samfélagsins og gríðarlega mikilvægt að við mætum því fólki þar sem það er statt,“ sagði Svandís um leið og hún þakkaði velferðarnefnd fyrir vinnu sína við málið og fyrir þverpólitískan stuðning við frumvarpið. Kalla eftir afglæpavæðingu Brynjar Níelsson kvaddi sér hljóðs í þriðju umræðu málsins þar sem hann lýsti nokkrum efasemdum um málið. „Ég verð þó að viðurkenna að ég er mjög hugsi yfir þessu frumvarpi. Ég hef líka velt því fyrir mér, hefði þetta frumvarp komið frá Sjálfstæðisflokknum, þá hefðu menn spurt sig: „Er þetta nú mikilvægasta málið í dag? Í miðju covid, í miðjum lífróðri?“ sagði Brynjar meðal annars. Sjálfur hafi hann aldrei verið hrifinn af því að beita neytendum fíkniefna eða annarra efna refsingum. Hann sé þeirrar skoðunar að menn eigi að bera ábyrgð á eigin hegðun. Velti hann einnig vöngum yfir því að margir af stuðningsmönnum frumvarpsins hafi lagst gegn öðrum „frelsismálum,“ á borð við að heimila sölu áfengis í netverslunum. „Það er auðvitað eitthvað bogið við það þegar mönnum finnst það sjálfsagt að heimila, og meira að segja að hluta til á kostnað skattgreiðenda, að heimila neyslu á ólöglegum efnum. Við verðum auðvitað að byrja bara á að gera þau lögleg. Það eru mjög miklar mótsagnir í þessu,“ sagði Brynjar. Aðrir þingmenn gripu til andsvara, þeirra á meðal Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. „Það vill nú svo til að það hefur frumvarp verið lagt fram af þingmönnum Pírata og Samfylkingar og háttvirts þingmanns Andrésar Inga Jónssonar, Vinstri grænum, Viðreisn og Flokki fólksins þar sem er farið út í þessa svokölluðu afglæpavæðingu. Þetta frumvarp hefur legið fyrir síðan í október á síðasta ári en háttvirtur þingmaður, miðað við ræðu hans, var ekki meðvitaður um að það frumvarp hafi verið lagt fram,“ sagði Helgi Hrafn. Sjálfstæðisflokknum hafi boðið að vera með en hafi ekki þegið boðið. Alþingi Fíkn Heilbrigðismál Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými var samþykkt á Alþingi í dag með 42 atkvæðum gegn tveimur. Sex greiddu ekki atkvæði. Með lögunum verður sveitarfélögum heimilt að koma á fót vernduðu umhverfi, svokölluðu neyslurými, þar sem einstaklingar 18 ára eða eldri geta neytt ávana- og fíkniefna í æð undir eftirliti fagfólks. Þeir Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Aðrir þingmenn Miðflokksins sátu hjá við atkvæðagreiðsluna auk Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Aðrir þingmenn sem viðstaddir voru atkvæðagreiðsluna studdu frumvarpið. Með lögunum er gert ráð fyrir að sveitarfélög geti stofnað og rekið neyslurými þar sem fyllsta hreinlætis sé gætt, án þess að þeim einstaklingum sem nýta neyslurýmin til að neyta fíkniefna í æð, verði refsað fyrir að vera með efnin á sér til eigin neyslu. Frumvarpið bjargi mannslífum „Ég vil nota þetta tækifæri hér til þess að fagna sérstaklega því að við séum að gera þetta frumvarp að lögum sem að er fyrsta raunverulega skrefið í áttina að því að sinna hér skaðaminnkun sem er studd af löggjöf,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra er hún gerði grein fyrir atkvæði sínu. „Þetta er skref sem er löngu tímabært að taka, þetta er róttækt skref það er vel undirbyggt, það sýnir kjark löggjafans í þessum efnum. Við erum með þessu móti að bjarga mannslífum. Við erum að sýna fólki virðingu sem er í sérstaklega erfiðri stöðu og er jaðarsettast af öllum íbúum samfélagsins og gríðarlega mikilvægt að við mætum því fólki þar sem það er statt,“ sagði Svandís um leið og hún þakkaði velferðarnefnd fyrir vinnu sína við málið og fyrir þverpólitískan stuðning við frumvarpið. Kalla eftir afglæpavæðingu Brynjar Níelsson kvaddi sér hljóðs í þriðju umræðu málsins þar sem hann lýsti nokkrum efasemdum um málið. „Ég verð þó að viðurkenna að ég er mjög hugsi yfir þessu frumvarpi. Ég hef líka velt því fyrir mér, hefði þetta frumvarp komið frá Sjálfstæðisflokknum, þá hefðu menn spurt sig: „Er þetta nú mikilvægasta málið í dag? Í miðju covid, í miðjum lífróðri?“ sagði Brynjar meðal annars. Sjálfur hafi hann aldrei verið hrifinn af því að beita neytendum fíkniefna eða annarra efna refsingum. Hann sé þeirrar skoðunar að menn eigi að bera ábyrgð á eigin hegðun. Velti hann einnig vöngum yfir því að margir af stuðningsmönnum frumvarpsins hafi lagst gegn öðrum „frelsismálum,“ á borð við að heimila sölu áfengis í netverslunum. „Það er auðvitað eitthvað bogið við það þegar mönnum finnst það sjálfsagt að heimila, og meira að segja að hluta til á kostnað skattgreiðenda, að heimila neyslu á ólöglegum efnum. Við verðum auðvitað að byrja bara á að gera þau lögleg. Það eru mjög miklar mótsagnir í þessu,“ sagði Brynjar. Aðrir þingmenn gripu til andsvara, þeirra á meðal Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. „Það vill nú svo til að það hefur frumvarp verið lagt fram af þingmönnum Pírata og Samfylkingar og háttvirts þingmanns Andrésar Inga Jónssonar, Vinstri grænum, Viðreisn og Flokki fólksins þar sem er farið út í þessa svokölluðu afglæpavæðingu. Þetta frumvarp hefur legið fyrir síðan í október á síðasta ári en háttvirtur þingmaður, miðað við ræðu hans, var ekki meðvitaður um að það frumvarp hafi verið lagt fram,“ sagði Helgi Hrafn. Sjálfstæðisflokknum hafi boðið að vera með en hafi ekki þegið boðið.
Alþingi Fíkn Heilbrigðismál Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira