12,5 milljarða varnaruppbygging þegar í pípunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. maí 2020 17:16 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í pontu Alþingis. vísir/vilhelm Í umræðunni um mögulega varnaruppbyggingu í Helguvík telur utanríkisráðherra mikilvægt að halda því til haga að NATO sé nú þegar í framkvæmdum á Íslandi. Þar að auki sé frekari varnaruppbygging væntanleg, samtals sé um að ræða verkefni fyrir 12,5 milljarða sem ýmist séu hafin eða handan við hornið. Nokkuð lengi hefur verið talað um að ráðast þurfi í viðhald og uppfærslu á hluta þeirrar aðstöðu í Keflavík sem Ísland veitir vegna þátttöku í Atlandshafsbandalaginu og á grundvelli varnarsamnings við Bandaríkin. Lítið hafi í raun gerst í þessum málum frá árinu 2002 að mati Guðlaugar Þórs Þórðarson utanríkisráðherra. Hann lagði til í ráðherranefnd um ríkisfjármál nýverið að ráðist yrði í þau verkefni sem fyrir liggja sem liður í auknum framkvæmdum hins opinbera á Suðurnesjum vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Má þar meðal annars nefna uppbyggingu fyrir Atlantshafsbandalagið í Helguvíkurhöfn. Umfang framkvæmdanna er sagt geta hlaupið á tólf til átján milljörðum króna sem að langmestu leyti myndi koma frá Bandaríkjunum. Guðlaugur segir í samtali við Reykjavík síðdegis að þessi hugmynd hans hafi ekki hlotið brautargengi í ráðherranefndinni, eins og fjölmargar tillögur annarra ráðuneyta um innviðafjárfestingu á tímum kórónuveirunnar. Hann var ekki reiðubúinn að segja hvort uppbygging í Helguvík hefði alveg verið slegin út af borðinu, bara að málið myndi fá þinglega meðferð ef ákveðið yrði að róa á þessi mið - sem gæti þess vegna orðið í haust. Guðlaugur leggur hins vegar áherslu á það að uppbygging NATO á Íslandi sé nú þegar hafin og frekari framkvæmdir handan við hornið. Þannig sé varnaruppbygging hafin á Miðnesheiði; breytingar á flugskýli, bygging þvottastöðvar, endurbætur á flugvélastæðum, lagning akstursbrauta o.sfrv. Framkvæmdakostnaðurinn við þessi verkefni er áætlaður 4,2 milljarðar krónar sem greiddur verður af NATO og bandarískum stjórnvöldum. Þar að auki verður opnað í júní fyrir tilboð í þrjú verkefni sem eru í útboðsferli. Þar er um að ræða tvöföldun núverandi flughlaðs á öryggissvæðinu, lagning nýs flughlaðs auk byggingar gruns og sökkla fyrir gámagistiaðstöðu. Áætlað er að þær framkvæmdir muni kosta 8,3 milljarða, verði greiddar af NATO og Bandaríkjnum og aðeins bandarískir og íslenskir verktakar geta boðið í. Betra að gera þetta núna en í uppsveiflunni Samanlagður kostnaður þessara verkefna sem Guðlaugur nefnir er því um 12,5 milljarðar króna. Hann telur að flest sé sammála um að betra sé að ráðast í þessi verkefni núna þegar hagkerfið er í niðursveiflu en fyrir tveimur árum þegar það var þensla. „Sem betur fer á þessum tíma erum við með verkefni í gangi og fleiri á leiðinni,“ segir Guðlaugur. Viðhaldsþörfin fari ekkert „Það hefur ekkert gerst í þessum málum hvað varðar viðhald og framkvæmdir fyrr en í minni ráðherratíð,“ segir Guðlaugur sem minnir á skuldbindingar Íslands. „Við erum í Atlantshafsbandalaginug og í tvíhliða varnarsambandi við Bandaríkin, það hefur reynst okkur mjög vel.“ segir Guðlaugur. Hann telur þó rétt það sem forsætisáðherra hélt fram á Alþingi í gær; það eigi ekki að blanda saman efnahagsmálunum og öryggis- og varnarmálunum. Viðtalið við Guðlaug Þór má heyra í heild hér að neðan. Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur NATO Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Varnarmál Reykjanesbær Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Sjá meira
Í umræðunni um mögulega varnaruppbyggingu í Helguvík telur utanríkisráðherra mikilvægt að halda því til haga að NATO sé nú þegar í framkvæmdum á Íslandi. Þar að auki sé frekari varnaruppbygging væntanleg, samtals sé um að ræða verkefni fyrir 12,5 milljarða sem ýmist séu hafin eða handan við hornið. Nokkuð lengi hefur verið talað um að ráðast þurfi í viðhald og uppfærslu á hluta þeirrar aðstöðu í Keflavík sem Ísland veitir vegna þátttöku í Atlandshafsbandalaginu og á grundvelli varnarsamnings við Bandaríkin. Lítið hafi í raun gerst í þessum málum frá árinu 2002 að mati Guðlaugar Þórs Þórðarson utanríkisráðherra. Hann lagði til í ráðherranefnd um ríkisfjármál nýverið að ráðist yrði í þau verkefni sem fyrir liggja sem liður í auknum framkvæmdum hins opinbera á Suðurnesjum vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Má þar meðal annars nefna uppbyggingu fyrir Atlantshafsbandalagið í Helguvíkurhöfn. Umfang framkvæmdanna er sagt geta hlaupið á tólf til átján milljörðum króna sem að langmestu leyti myndi koma frá Bandaríkjunum. Guðlaugur segir í samtali við Reykjavík síðdegis að þessi hugmynd hans hafi ekki hlotið brautargengi í ráðherranefndinni, eins og fjölmargar tillögur annarra ráðuneyta um innviðafjárfestingu á tímum kórónuveirunnar. Hann var ekki reiðubúinn að segja hvort uppbygging í Helguvík hefði alveg verið slegin út af borðinu, bara að málið myndi fá þinglega meðferð ef ákveðið yrði að róa á þessi mið - sem gæti þess vegna orðið í haust. Guðlaugur leggur hins vegar áherslu á það að uppbygging NATO á Íslandi sé nú þegar hafin og frekari framkvæmdir handan við hornið. Þannig sé varnaruppbygging hafin á Miðnesheiði; breytingar á flugskýli, bygging þvottastöðvar, endurbætur á flugvélastæðum, lagning akstursbrauta o.sfrv. Framkvæmdakostnaðurinn við þessi verkefni er áætlaður 4,2 milljarðar krónar sem greiddur verður af NATO og bandarískum stjórnvöldum. Þar að auki verður opnað í júní fyrir tilboð í þrjú verkefni sem eru í útboðsferli. Þar er um að ræða tvöföldun núverandi flughlaðs á öryggissvæðinu, lagning nýs flughlaðs auk byggingar gruns og sökkla fyrir gámagistiaðstöðu. Áætlað er að þær framkvæmdir muni kosta 8,3 milljarða, verði greiddar af NATO og Bandaríkjnum og aðeins bandarískir og íslenskir verktakar geta boðið í. Betra að gera þetta núna en í uppsveiflunni Samanlagður kostnaður þessara verkefna sem Guðlaugur nefnir er því um 12,5 milljarðar króna. Hann telur að flest sé sammála um að betra sé að ráðast í þessi verkefni núna þegar hagkerfið er í niðursveiflu en fyrir tveimur árum þegar það var þensla. „Sem betur fer á þessum tíma erum við með verkefni í gangi og fleiri á leiðinni,“ segir Guðlaugur. Viðhaldsþörfin fari ekkert „Það hefur ekkert gerst í þessum málum hvað varðar viðhald og framkvæmdir fyrr en í minni ráðherratíð,“ segir Guðlaugur sem minnir á skuldbindingar Íslands. „Við erum í Atlantshafsbandalaginug og í tvíhliða varnarsambandi við Bandaríkin, það hefur reynst okkur mjög vel.“ segir Guðlaugur. Hann telur þó rétt það sem forsætisáðherra hélt fram á Alþingi í gær; það eigi ekki að blanda saman efnahagsmálunum og öryggis- og varnarmálunum. Viðtalið við Guðlaug Þór má heyra í heild hér að neðan.
Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur NATO Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Varnarmál Reykjanesbær Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu