Kröfu þrotabús WOW air um gjaldþrotaskipti Títan hafnað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. maí 2020 15:47 Skúli Mogensen og félag hans hafði betur gegn þrotabúi WOW air. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að hafna kröfu þrotabús WOW air um að Títan fjárfestingafélag, sem var móðurfélag flugfélagsins, verði tekið til gjaldþrotaskipta. Ágreiningurinn sem fór fyrir Landsrétt nú snerist um hvort að þrotabúið ætti lögvarða kröfu á hendur Títan, sem er í eigu Skúla Mogensen, fyrrverandi eiganda og forstjóra WOW air. Byggði krafa þrotabúsins í þessu máli á því að það hafi höfðað mál til riftunar og endurgreiðslu ráðstöfunar til Títan sem átti sér stað 6. febrúar 2019, nokkrum vikum fyrir fall WOW air. Því ætti þrotabúið fjárkröfu á hendur Títan. Umrædd ráðstöfun var rétt tæplega 108 milljón króna aðgreiðsla sem Cargo Express greiddi WOW air, sem aftur greiddi Títan. Töldu skiptastjórar að um væri að ræða riftanlega ráðstöfun. Þrotabúið hefur höfðað mál til riftunar greiðslunni en það mál hefur ekki verið til lykta leitt. Í úrskurði Landsréttar segir að samkvæmt gögnum málsins sé krafan umdeild og því varhugavert að telja að þrotabúið hefði leitt nægjanlega í ljós tilvist kröfu sinnar þannig að unnt væri að fallast á að taka bú Títan til gjaldþrotaskipta. Var úrskurður Héraðsdóms í málinu því staðfestur. WOW Air Dómsmál Mest lesið Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að hafna kröfu þrotabús WOW air um að Títan fjárfestingafélag, sem var móðurfélag flugfélagsins, verði tekið til gjaldþrotaskipta. Ágreiningurinn sem fór fyrir Landsrétt nú snerist um hvort að þrotabúið ætti lögvarða kröfu á hendur Títan, sem er í eigu Skúla Mogensen, fyrrverandi eiganda og forstjóra WOW air. Byggði krafa þrotabúsins í þessu máli á því að það hafi höfðað mál til riftunar og endurgreiðslu ráðstöfunar til Títan sem átti sér stað 6. febrúar 2019, nokkrum vikum fyrir fall WOW air. Því ætti þrotabúið fjárkröfu á hendur Títan. Umrædd ráðstöfun var rétt tæplega 108 milljón króna aðgreiðsla sem Cargo Express greiddi WOW air, sem aftur greiddi Títan. Töldu skiptastjórar að um væri að ræða riftanlega ráðstöfun. Þrotabúið hefur höfðað mál til riftunar greiðslunni en það mál hefur ekki verið til lykta leitt. Í úrskurði Landsréttar segir að samkvæmt gögnum málsins sé krafan umdeild og því varhugavert að telja að þrotabúið hefði leitt nægjanlega í ljós tilvist kröfu sinnar þannig að unnt væri að fallast á að taka bú Títan til gjaldþrotaskipta. Var úrskurður Héraðsdóms í málinu því staðfestur.
WOW Air Dómsmál Mest lesið Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira