Atkvæðagreiðslu flugmanna lýkur á sama tíma og fundur hluthafa hefst Birgir Olgeirsson skrifar 19. maí 2020 11:23 Flugvélar Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Viðræður samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélagsins eru á viðkvæmu stigi eftir langa fundatörn. Atkvæðagreiðsla um samninga flugmanna og flugvirkja stendur yfir. Atkvæðagreiðslu flugmanna lýkur á sama tíma og hluthafafundur Icelandair hefst á föstudag. Samninganefndirnar höfðu fundað í ellefu tíma þegar ríkissáttasemjari ákvað að slíta fundi klukkan eitt í nótt. Flugfreyjur hafa verið kjarasamningslausar í eitt og hálft ár og hafa á fjórða tug funda verið haldnir hjá sáttasemjara. Annar fundur hefur verið boðaður klukkan fimm í dag. Ríkissáttasemjari hefur sett samninganefndirnar í fjölmiðlabann. Icelandair hefur farið fram á að flugfreyjur skili meira vinnuframlagi fyrir sömu laun en fagfélagið hefur sagt það þýða tæplega fjörutíu prósenta kjaraskerðingu. Icelandair freistar þess að safna allt að 29 milljörðum króna í hlutafjárútboð. Fjárfestar eru þó sagðir gera kröfu um langtíma kjarasamninga við flugstéttir Icelandair. Flugvirkjar og flugmenn hafa skrifað undir samninga til fimm ára. Atkvæðagreiðsla stendur yfir á meðal félagsmanna Flugvirkjafélagsins sem lýkur á morgun. Formaður Flugvirkjafélagsins segir samninginn við flugvirkja á svipuðum nótum og þann sem flugmenn hafa skrifað undir, sem kveður á um kjaraskerðingu í formi auknu vinnuframlags. Flugmenn Icelandair hafa fengið kynningu á samningnum sem var undirritaður við Icelandair. Atkvæðagreiðsla um samninginn stendur yfir og lýkur klukkan fjögur á föstudag. Á sama tíma hefst hluthafafundur Icelandair þar sem ákveðið verður hvort ráðist verði í umrætt hlutafjárútboð. „Þeir sem ég hef heyrt í beint hafa tekið vel í þetta. Menn eru mjög meðvitaðir um ástandið og ætla að fylkja sér saman um þetta,“ segir Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Hann segir stærstu breytinguna hjá flugmönnum varða flugvaktir og hvíldartíma. „Okkar hagsmunir liggja fyrst og fremst í því að Icelandair komist vel í gegnum þetta og verði samkeppnishæfara en það var fyrir eftir þessa samninga. Í því felast okkar hagsmunir,“ segir Jón Þór. Icelandair Kjaramál Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Sjá meira
Viðræður samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélagsins eru á viðkvæmu stigi eftir langa fundatörn. Atkvæðagreiðsla um samninga flugmanna og flugvirkja stendur yfir. Atkvæðagreiðslu flugmanna lýkur á sama tíma og hluthafafundur Icelandair hefst á föstudag. Samninganefndirnar höfðu fundað í ellefu tíma þegar ríkissáttasemjari ákvað að slíta fundi klukkan eitt í nótt. Flugfreyjur hafa verið kjarasamningslausar í eitt og hálft ár og hafa á fjórða tug funda verið haldnir hjá sáttasemjara. Annar fundur hefur verið boðaður klukkan fimm í dag. Ríkissáttasemjari hefur sett samninganefndirnar í fjölmiðlabann. Icelandair hefur farið fram á að flugfreyjur skili meira vinnuframlagi fyrir sömu laun en fagfélagið hefur sagt það þýða tæplega fjörutíu prósenta kjaraskerðingu. Icelandair freistar þess að safna allt að 29 milljörðum króna í hlutafjárútboð. Fjárfestar eru þó sagðir gera kröfu um langtíma kjarasamninga við flugstéttir Icelandair. Flugvirkjar og flugmenn hafa skrifað undir samninga til fimm ára. Atkvæðagreiðsla stendur yfir á meðal félagsmanna Flugvirkjafélagsins sem lýkur á morgun. Formaður Flugvirkjafélagsins segir samninginn við flugvirkja á svipuðum nótum og þann sem flugmenn hafa skrifað undir, sem kveður á um kjaraskerðingu í formi auknu vinnuframlags. Flugmenn Icelandair hafa fengið kynningu á samningnum sem var undirritaður við Icelandair. Atkvæðagreiðsla um samninginn stendur yfir og lýkur klukkan fjögur á föstudag. Á sama tíma hefst hluthafafundur Icelandair þar sem ákveðið verður hvort ráðist verði í umrætt hlutafjárútboð. „Þeir sem ég hef heyrt í beint hafa tekið vel í þetta. Menn eru mjög meðvitaðir um ástandið og ætla að fylkja sér saman um þetta,“ segir Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Hann segir stærstu breytinguna hjá flugmönnum varða flugvaktir og hvíldartíma. „Okkar hagsmunir liggja fyrst og fremst í því að Icelandair komist vel í gegnum þetta og verði samkeppnishæfara en það var fyrir eftir þessa samninga. Í því felast okkar hagsmunir,“ segir Jón Þór.
Icelandair Kjaramál Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Sjá meira