Perlur Íslands: „Einhver fallegasta dagleið sem Ísland hefur upp á að bjóða“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. maí 2020 07:01 Áslaug Arna ætlar sér að ganga Fimmvörðuháls í sumar. „Ég ætla að velja Fimmvörðuháls, enda einhver fallegasta dagleið sem Ísland hefur upp á að bjóða,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra en hún mun ferðast innanlands í sumar og hefur gert töluvert af því undanfarin ár. „Að hefja göngu við Skógarfoss og ganga fram hjá fjölda fossa í einstakri náttúru, að sjá jökla blasa við og nýtt hraun blandast við það eldra. Síðan er gangan niður í Þórsmörk algjörlega einstök.“ Áslaug sendir nokkrar myndir með greininni og segir hún að myndirnar tali sínu máli. Einstök íslensk náttúra. „En ég hef gengið nokkrum sinnum og ætla ganga Fimmvörðuháls aftur nú í sumar á blíðviðrisdegi í góðum hóp. Þetta er einstök dagsferð yfir magnað landslag og upplifunin er mögnuð hvort sem farið er í fyrsta skiptið, annað eða þriðja.“ Uppáhaldsstaður Áslaugar á Íslandi. Hún segir að það sé hægt að gista á miðri leið. „Fyrir þá sem vilja skipta leiðinni í tvennt og gista í fjallaskála. Svo hefur Þórsmörk uppá svo margt að bjóða þegar komið er niður. Það eru ekki margar gönguleiðir sem bjóða uppá fossa, einstaka fjallasýn, jökla, eldstöð og Þórsmörk allt á einum degi.“ Perlur leynast víða á Íslandi og það er ljóst að sumarið 2020 verða Íslendingar á ferð og flugi um alla landshluta. Vísir verður á flakki með landanum í sumar. Veist þú um perlu sem landsmenn ættu ekki að missa af á ferðalagi? Segðu okkur frá og sendu okkur myndir á netfangið ritstjorn@visir.is. Við birtum valdar frásagnir hér á Vísi. Perlur Íslands Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Rangárþing eystra Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir Fleiri fréttir „Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Sjá meira
„Ég ætla að velja Fimmvörðuháls, enda einhver fallegasta dagleið sem Ísland hefur upp á að bjóða,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra en hún mun ferðast innanlands í sumar og hefur gert töluvert af því undanfarin ár. „Að hefja göngu við Skógarfoss og ganga fram hjá fjölda fossa í einstakri náttúru, að sjá jökla blasa við og nýtt hraun blandast við það eldra. Síðan er gangan niður í Þórsmörk algjörlega einstök.“ Áslaug sendir nokkrar myndir með greininni og segir hún að myndirnar tali sínu máli. Einstök íslensk náttúra. „En ég hef gengið nokkrum sinnum og ætla ganga Fimmvörðuháls aftur nú í sumar á blíðviðrisdegi í góðum hóp. Þetta er einstök dagsferð yfir magnað landslag og upplifunin er mögnuð hvort sem farið er í fyrsta skiptið, annað eða þriðja.“ Uppáhaldsstaður Áslaugar á Íslandi. Hún segir að það sé hægt að gista á miðri leið. „Fyrir þá sem vilja skipta leiðinni í tvennt og gista í fjallaskála. Svo hefur Þórsmörk uppá svo margt að bjóða þegar komið er niður. Það eru ekki margar gönguleiðir sem bjóða uppá fossa, einstaka fjallasýn, jökla, eldstöð og Þórsmörk allt á einum degi.“ Perlur leynast víða á Íslandi og það er ljóst að sumarið 2020 verða Íslendingar á ferð og flugi um alla landshluta. Vísir verður á flakki með landanum í sumar. Veist þú um perlu sem landsmenn ættu ekki að missa af á ferðalagi? Segðu okkur frá og sendu okkur myndir á netfangið ritstjorn@visir.is. Við birtum valdar frásagnir hér á Vísi.
Perlur leynast víða á Íslandi og það er ljóst að sumarið 2020 verða Íslendingar á ferð og flugi um alla landshluta. Vísir verður á flakki með landanum í sumar. Veist þú um perlu sem landsmenn ættu ekki að missa af á ferðalagi? Segðu okkur frá og sendu okkur myndir á netfangið ritstjorn@visir.is. Við birtum valdar frásagnir hér á Vísi.
Perlur Íslands Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Rangárþing eystra Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir Fleiri fréttir „Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Sjá meira