Árangur laga um fæðingar- og foreldraorlof Ingólfur V. Gíslason skrifar 9. mars 2020 14:00 Á vordögum 2000 samþykkti Alþingi mótatkvæðalaust lög um fæðingar- og foreldraorlof. Í lögunum fólust nokkrar róttækar breytingar. Orlofið var lengt í áföngum úr þremur mánuðum í sex. Greiðslur sem áður höfðu verið flatar og lágar voru nú 80% af launum. Sveigjanleiki var innleiddur þannig að mögulegt var að vera í hlutaorlofi og hlutavinnu. Þrír mánuðir voru bundnir hvoru foreldri en þrír voru skiptanlegir. Markmið laganna var annars vegar að tryggja börnum umhyggju beggja foreldra og hins vegar að auðvelda konum og körlum samþættingu fjölskyldulífs og atvinnuþátttöku. Nú stendur yfir heildarendurskoðun þessara laga og því við hæfi að líta yfir hverju þau hafa áorkað. Augljósasta breytingin er að 85-90% feðra taka orlof til að vera með börnum sínum í stað 0,2-0,3% fyrir breytinguna. Þeir taka að meðaltali þann tíma sem einungis þeir geta nýtt. Það er í fullu samræmi við það sem sjá má hjá öðrum þjóðum. Umhyggju barna er miklu jafnar skipt milli foreldra en áður og ekki aðeins meðan á orlofinu stendur. Byggt á mati foreldra (mæðra) sjálfra var umhyggju barna sem fæddust 1997, þremur árum fyrir setningu laganna, jafnt skipt í um 40% fjölskyldna þegar börnin náðu þriggja ára aldri. Umhyggju barna sem fæddust 2014 var jafnt skipt í 75% fjölskyldna þegar þau voru þriggja ára. Rannsóknir á hinum Norðurlöndunum sýna það sama, feður sem nýta fæðingarorlof sitt eru virkari við umönnun barna sinna en þeir sem ekki gera það, alla tíð. Þetta hefur meðal annars skilað sér í því að íslensk ungmenni meta samskipti sín við feður jákvæðari en ungmenni 43 samanburðarlanda samkvæmt alþjóðlegu rannsókninni Health and behaviour in school-aged children. Það hefur ekki grafið undan stöðu íslenskra mæðra, þær eru eftir sem áður með alþjóðlega forystu á þessu sviði. Tvær íslenskar rannsóknir hafa komist að svipuðum niðurstöðum varðandi samspil fæðingarorlofs og skilnaða. Fæðingarorlof feðra dregur úr skilnuðum. Það ætti ekki að koma á óvart, sameiginleg reynsla styrkir sambönd. Einnig þetta atriði er í fullu samræmi við erlendar rannsóknir. Þátttaka feðra í umönnun barna sinna frá upphafi vegferðar þeirra hefur sýnt sig hafa mikilvægar afleiðingar fyrir börnin. Virkni feðranna dregur úr hegðunarvandkvæðum hjá drengjum og sálfræðilegum vanda stúlkna. Hún ýtir undir vitsmunalegan þroska, dregur úr afbrotum og styrkir stöðu fjölskyldna sem standa höllum fæti, félagslega og efnahagslega. Það er hafið yfir allan skynsamlegan vafa að þessi lög hafa haft þau áhrif sem þeim var ætlað. Alþingi hefur ekkert betur gert síðustu áratugi til að jafna stöðu kynja á vinnumarkaði og í fjölskyldulífi en að samþykkja þessi lög. Það sem meira er, líklega hefur Alþingi heldur ekkert betur gert síðustu áratugi til að styrkja samheldni fjölskyldna og bæta stöðu og lífshamingju íslenskra barna. Höfundur er dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fæðingarorlof Fjölskyldumál Börn og uppeldi Mest lesið Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Á vordögum 2000 samþykkti Alþingi mótatkvæðalaust lög um fæðingar- og foreldraorlof. Í lögunum fólust nokkrar róttækar breytingar. Orlofið var lengt í áföngum úr þremur mánuðum í sex. Greiðslur sem áður höfðu verið flatar og lágar voru nú 80% af launum. Sveigjanleiki var innleiddur þannig að mögulegt var að vera í hlutaorlofi og hlutavinnu. Þrír mánuðir voru bundnir hvoru foreldri en þrír voru skiptanlegir. Markmið laganna var annars vegar að tryggja börnum umhyggju beggja foreldra og hins vegar að auðvelda konum og körlum samþættingu fjölskyldulífs og atvinnuþátttöku. Nú stendur yfir heildarendurskoðun þessara laga og því við hæfi að líta yfir hverju þau hafa áorkað. Augljósasta breytingin er að 85-90% feðra taka orlof til að vera með börnum sínum í stað 0,2-0,3% fyrir breytinguna. Þeir taka að meðaltali þann tíma sem einungis þeir geta nýtt. Það er í fullu samræmi við það sem sjá má hjá öðrum þjóðum. Umhyggju barna er miklu jafnar skipt milli foreldra en áður og ekki aðeins meðan á orlofinu stendur. Byggt á mati foreldra (mæðra) sjálfra var umhyggju barna sem fæddust 1997, þremur árum fyrir setningu laganna, jafnt skipt í um 40% fjölskyldna þegar börnin náðu þriggja ára aldri. Umhyggju barna sem fæddust 2014 var jafnt skipt í 75% fjölskyldna þegar þau voru þriggja ára. Rannsóknir á hinum Norðurlöndunum sýna það sama, feður sem nýta fæðingarorlof sitt eru virkari við umönnun barna sinna en þeir sem ekki gera það, alla tíð. Þetta hefur meðal annars skilað sér í því að íslensk ungmenni meta samskipti sín við feður jákvæðari en ungmenni 43 samanburðarlanda samkvæmt alþjóðlegu rannsókninni Health and behaviour in school-aged children. Það hefur ekki grafið undan stöðu íslenskra mæðra, þær eru eftir sem áður með alþjóðlega forystu á þessu sviði. Tvær íslenskar rannsóknir hafa komist að svipuðum niðurstöðum varðandi samspil fæðingarorlofs og skilnaða. Fæðingarorlof feðra dregur úr skilnuðum. Það ætti ekki að koma á óvart, sameiginleg reynsla styrkir sambönd. Einnig þetta atriði er í fullu samræmi við erlendar rannsóknir. Þátttaka feðra í umönnun barna sinna frá upphafi vegferðar þeirra hefur sýnt sig hafa mikilvægar afleiðingar fyrir börnin. Virkni feðranna dregur úr hegðunarvandkvæðum hjá drengjum og sálfræðilegum vanda stúlkna. Hún ýtir undir vitsmunalegan þroska, dregur úr afbrotum og styrkir stöðu fjölskyldna sem standa höllum fæti, félagslega og efnahagslega. Það er hafið yfir allan skynsamlegan vafa að þessi lög hafa haft þau áhrif sem þeim var ætlað. Alþingi hefur ekkert betur gert síðustu áratugi til að jafna stöðu kynja á vinnumarkaði og í fjölskyldulífi en að samþykkja þessi lög. Það sem meira er, líklega hefur Alþingi heldur ekkert betur gert síðustu áratugi til að styrkja samheldni fjölskyldna og bæta stöðu og lífshamingju íslenskra barna. Höfundur er dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun