Skoða hvort skilgreina eigi alla Alpana sem hættusvæði Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. mars 2020 12:33 Frá skíðasvæðinu Ischgl í Austurríki. Vísir/getty Almannavarnir skoða nú hvort skilgreina eigi alla Alpana sem hættusvæði. Þegar hafa skíðasvæði á Norður-Ítalíu og í Austurríki verið skilgreind sem slík. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum ríkislögreglustjóra í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar. Ekki er að vænta niðurstöðu úr sýnatökum fyrr en um eittleytið í dag en nú er verið að fara yfir 25 sýni, að sögn Víðis. Í gærkvöldi höfðu 58 smit verið staðfest á Íslandi, þar af tíu innanlandssmit. Þá segir Víðir að stóra verkefni dagsins sé nýtt áhættumat fyrir Alpana. Skoðað verði hvort nauðsynlegt sé að skilgreina Alpana í heild sem hættusvæði. Svo virðist sem kórónuveirutilfelli á öllum Norðurlöndum séu meira og minna upprunnin á skíðasvæðum í Ölpunum, mest á Norður-Ítalíu og í Austurríki. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, sést hér fremst á mynd.Vísir/vilhelm Þannig verði horft til Alpanna í heild og munu skilgreind hættusvæði því ná til fleiri landa en nú. Eins og staðan er núna ræður sóttvarnalæknir frá ónauðsynlegum ferðum til Kína, Suður-Kóreu, Írans og Ítalíu, auk skíðasvæðisins Ischgl í Austurríki. Þá munu almannavarnir fara yfir mögulegt samkomubann í dag en slíku banni hefur víða verið komið á í löndunum í kringum okkur, til að mynda Danmörku og Frakklandi. Bannið í þessum löndum nær yfir mannamót þar sem yfir þúsund koma saman. Víðir segir að reynt verði að ígrunda slíkt afar vel. Um sé að ræða harkalegt úrræði en þó mildari aðgerðir en þær sem nú hefur þurft að grípa til á Ítalíu, þar sem um sextán milljónir eru í raun í útgöngubanni. Boðað hefur verið til upplýsingafundar um kórónuveiruna klukkan 14 í dag. Þar munu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Alma D. Möller, landlæknir, auk Víðis, fara yfir stöðu mála. Jafnframt mun María Mjöll Jónsdóttir, deildarstjóri upplýsingadeildar utanríkisráðuneytisins, ræða stöðu þeirra Íslendinga sem eru staddir erlendis á skilgreindum hættusvæðum eða í sóttkví. Greint var frá því í morgun að fjórir Íslendingar væru í sóttkví í Víetnam. Wuhan-veiran Almannavarnir Tengdar fréttir Enginn veikur um borð í fyrsta skemmtiferðaskipi ársins Von er á fyrsta skemmtiferðaskipi ársins til Reykjavíkur í fyrramálið. Það er farþegaskipið Magellan sem tekur tæplega fimmtán hundruð farþega. 9. mars 2020 01:04 Þrjú ný smit úr Verónavélinni Þrjú ný smit greindust af kórónuveirunni Covid-19 seinni part dagsins í dag. Öll sýnin voru úr aðilum sem komu til landsins í flugvélinni frá Veróna á Ítalíu í gær. 8. mars 2020 20:30 Fjórir Íslendingar í sóttkví í Víetnam Fjórir Íslendingar eru nú í sóttkví í Víetnam vegna kórónuveirunnar, samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. 9. mars 2020 09:28 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Sjá meira
Almannavarnir skoða nú hvort skilgreina eigi alla Alpana sem hættusvæði. Þegar hafa skíðasvæði á Norður-Ítalíu og í Austurríki verið skilgreind sem slík. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum ríkislögreglustjóra í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar. Ekki er að vænta niðurstöðu úr sýnatökum fyrr en um eittleytið í dag en nú er verið að fara yfir 25 sýni, að sögn Víðis. Í gærkvöldi höfðu 58 smit verið staðfest á Íslandi, þar af tíu innanlandssmit. Þá segir Víðir að stóra verkefni dagsins sé nýtt áhættumat fyrir Alpana. Skoðað verði hvort nauðsynlegt sé að skilgreina Alpana í heild sem hættusvæði. Svo virðist sem kórónuveirutilfelli á öllum Norðurlöndum séu meira og minna upprunnin á skíðasvæðum í Ölpunum, mest á Norður-Ítalíu og í Austurríki. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, sést hér fremst á mynd.Vísir/vilhelm Þannig verði horft til Alpanna í heild og munu skilgreind hættusvæði því ná til fleiri landa en nú. Eins og staðan er núna ræður sóttvarnalæknir frá ónauðsynlegum ferðum til Kína, Suður-Kóreu, Írans og Ítalíu, auk skíðasvæðisins Ischgl í Austurríki. Þá munu almannavarnir fara yfir mögulegt samkomubann í dag en slíku banni hefur víða verið komið á í löndunum í kringum okkur, til að mynda Danmörku og Frakklandi. Bannið í þessum löndum nær yfir mannamót þar sem yfir þúsund koma saman. Víðir segir að reynt verði að ígrunda slíkt afar vel. Um sé að ræða harkalegt úrræði en þó mildari aðgerðir en þær sem nú hefur þurft að grípa til á Ítalíu, þar sem um sextán milljónir eru í raun í útgöngubanni. Boðað hefur verið til upplýsingafundar um kórónuveiruna klukkan 14 í dag. Þar munu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Alma D. Möller, landlæknir, auk Víðis, fara yfir stöðu mála. Jafnframt mun María Mjöll Jónsdóttir, deildarstjóri upplýsingadeildar utanríkisráðuneytisins, ræða stöðu þeirra Íslendinga sem eru staddir erlendis á skilgreindum hættusvæðum eða í sóttkví. Greint var frá því í morgun að fjórir Íslendingar væru í sóttkví í Víetnam.
Wuhan-veiran Almannavarnir Tengdar fréttir Enginn veikur um borð í fyrsta skemmtiferðaskipi ársins Von er á fyrsta skemmtiferðaskipi ársins til Reykjavíkur í fyrramálið. Það er farþegaskipið Magellan sem tekur tæplega fimmtán hundruð farþega. 9. mars 2020 01:04 Þrjú ný smit úr Verónavélinni Þrjú ný smit greindust af kórónuveirunni Covid-19 seinni part dagsins í dag. Öll sýnin voru úr aðilum sem komu til landsins í flugvélinni frá Veróna á Ítalíu í gær. 8. mars 2020 20:30 Fjórir Íslendingar í sóttkví í Víetnam Fjórir Íslendingar eru nú í sóttkví í Víetnam vegna kórónuveirunnar, samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. 9. mars 2020 09:28 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Sjá meira
Enginn veikur um borð í fyrsta skemmtiferðaskipi ársins Von er á fyrsta skemmtiferðaskipi ársins til Reykjavíkur í fyrramálið. Það er farþegaskipið Magellan sem tekur tæplega fimmtán hundruð farþega. 9. mars 2020 01:04
Þrjú ný smit úr Verónavélinni Þrjú ný smit greindust af kórónuveirunni Covid-19 seinni part dagsins í dag. Öll sýnin voru úr aðilum sem komu til landsins í flugvélinni frá Veróna á Ítalíu í gær. 8. mars 2020 20:30
Fjórir Íslendingar í sóttkví í Víetnam Fjórir Íslendingar eru nú í sóttkví í Víetnam vegna kórónuveirunnar, samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. 9. mars 2020 09:28