Kveikt í tveimur flóttamannamóttökum á Lesbos á viku Samúel Karl Ólason skrifar 8. mars 2020 22:58 Eldur var kveiktur í húsæði þar sem flóttafólk hélt til á eyjunni Lesbos. AP/Alexandros Michailidis Búið er að kveikja í tveimur flóttamannamóttökum á grísku eyjunni Lesbos á einni viku. Lesbos er skammt frá ströndum Tyrklands og þar halda nú rúmlega 21 þúsund flóttamenn til. Spenna hefur myndast á milli flóttafólksins og heimamanna. Spenna hefur einnig myndast á milli Grikklands og Tyrklands eftir að Tyrkir ákváðu að hætta að stöðva för flóttafólks til Evrópu. Yfirvöld Tyrklands hafa verið sökuð um að hvetja flóttafólk til að fara til Evrópu og jafnvel um að skutla þeim að landamærum Grikklands. Grikkir hafa sent fjölda lögregluþjóna til landamæranna og hafa þeir verið sakaðir um ofbeldi í garð flóttafólks en til átaka hefur komið á milli þeirra. Grikkir hafa þar að auki sakað tyrkneska lögregluþjóna um að skjóta táragasi yfir landamærin og að grískum lögregluþjónum. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, kallaði eftir því í gær að Grikkir opnuðu landamæri sín og leyfðu fólkinu að fara í gegnum landið. Þau ætluðu sér ekki að stoppa í Grikklandi. Tyrkir gerðu samkomulag við forsvarsmenn Evrópusambandsins árið 2016, sem fólst í því að Tyrkir héldu flóttafólki þar í landi í skiptum fyrir fúlgur fjár. Það samkomulag er ekki lengur virkt og báðar fylkingar saka hina um að brjóta gegn skilmálum þess. Viðhorf Grikkja til flóttafólks hefur gerbreyst frá árinu 2015 þegar milljónir flóttamanna reyndu að komast til Evrópu. Margir þeirra strönduðu í Grikklandi og hafa einhverjir haldið þar til í langan tíma. Íbúar bæja og borga við landamæri Grikklands og Tyrklands hafa myndað nokkurs konar varðsveitir og verja nóttum í að leita að flóttafólki sem reynir að lauma sér inn í landið. Eitthvað hefur verið um að heimamenn hafi ráðist á hjálparstarfsmenn og blaðamenn og sakað þá um að hjálpa flóttafólki að komast til grísku eyjanna í Eyjahafi, samkvæmt frétt New York Times. Grikkland Flóttamenn Tengdar fréttir Grikkir hættir að taka á móti hælisumsóknum Yfirvöld Grikklands hafa lokað landamærum ríkisins við Tyrkland og eru hætt að taka á mótti hælisumsóknum vegna mikils fjölda flóttafólks sem vill komast frá Tyrklandi til Grikklands. 2. mars 2020 11:13 Tyrkir standa ekki lengur í vegi fyrir flótta til ESB ríkja Tyrknesk yfirvöld segjast ekki ætla lengur að standa í vegi fyrir því að hópar sýrlenskra flóttamanna flýi til landa Evrópusambandsins. 29. febrúar 2020 09:21 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Búið er að kveikja í tveimur flóttamannamóttökum á grísku eyjunni Lesbos á einni viku. Lesbos er skammt frá ströndum Tyrklands og þar halda nú rúmlega 21 þúsund flóttamenn til. Spenna hefur myndast á milli flóttafólksins og heimamanna. Spenna hefur einnig myndast á milli Grikklands og Tyrklands eftir að Tyrkir ákváðu að hætta að stöðva för flóttafólks til Evrópu. Yfirvöld Tyrklands hafa verið sökuð um að hvetja flóttafólk til að fara til Evrópu og jafnvel um að skutla þeim að landamærum Grikklands. Grikkir hafa sent fjölda lögregluþjóna til landamæranna og hafa þeir verið sakaðir um ofbeldi í garð flóttafólks en til átaka hefur komið á milli þeirra. Grikkir hafa þar að auki sakað tyrkneska lögregluþjóna um að skjóta táragasi yfir landamærin og að grískum lögregluþjónum. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, kallaði eftir því í gær að Grikkir opnuðu landamæri sín og leyfðu fólkinu að fara í gegnum landið. Þau ætluðu sér ekki að stoppa í Grikklandi. Tyrkir gerðu samkomulag við forsvarsmenn Evrópusambandsins árið 2016, sem fólst í því að Tyrkir héldu flóttafólki þar í landi í skiptum fyrir fúlgur fjár. Það samkomulag er ekki lengur virkt og báðar fylkingar saka hina um að brjóta gegn skilmálum þess. Viðhorf Grikkja til flóttafólks hefur gerbreyst frá árinu 2015 þegar milljónir flóttamanna reyndu að komast til Evrópu. Margir þeirra strönduðu í Grikklandi og hafa einhverjir haldið þar til í langan tíma. Íbúar bæja og borga við landamæri Grikklands og Tyrklands hafa myndað nokkurs konar varðsveitir og verja nóttum í að leita að flóttafólki sem reynir að lauma sér inn í landið. Eitthvað hefur verið um að heimamenn hafi ráðist á hjálparstarfsmenn og blaðamenn og sakað þá um að hjálpa flóttafólki að komast til grísku eyjanna í Eyjahafi, samkvæmt frétt New York Times.
Grikkland Flóttamenn Tengdar fréttir Grikkir hættir að taka á móti hælisumsóknum Yfirvöld Grikklands hafa lokað landamærum ríkisins við Tyrkland og eru hætt að taka á mótti hælisumsóknum vegna mikils fjölda flóttafólks sem vill komast frá Tyrklandi til Grikklands. 2. mars 2020 11:13 Tyrkir standa ekki lengur í vegi fyrir flótta til ESB ríkja Tyrknesk yfirvöld segjast ekki ætla lengur að standa í vegi fyrir því að hópar sýrlenskra flóttamanna flýi til landa Evrópusambandsins. 29. febrúar 2020 09:21 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Grikkir hættir að taka á móti hælisumsóknum Yfirvöld Grikklands hafa lokað landamærum ríkisins við Tyrkland og eru hætt að taka á mótti hælisumsóknum vegna mikils fjölda flóttafólks sem vill komast frá Tyrklandi til Grikklands. 2. mars 2020 11:13
Tyrkir standa ekki lengur í vegi fyrir flótta til ESB ríkja Tyrknesk yfirvöld segjast ekki ætla lengur að standa í vegi fyrir því að hópar sýrlenskra flóttamanna flýi til landa Evrópusambandsins. 29. febrúar 2020 09:21