Óformlegir fundir í kjaraviðræðum Icelandair og FFÍ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. maí 2020 10:40 Flugvélar Icelandair við Leifsstöð. Vísir/Vilhelm Samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair funda í dag á óformlegum vinnufundum. Eins og stendur hefur formlegur fundur í kjaradeilu FFÍ og flugfélagsins ekki verið boðaður. Þetta staðfesti Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari í svari við fyrirspurn fréttastofu í dag. Síðasti fundur FFÍ og Icelandair fór fram síðastliðinn miðvikudag. Engin niðurstaða komst í mál deiluaðila og ekki var boðað til nýs fundar í kjaradeilunni. Sama dag sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, að hann teldi að lengra yrði ekki komist í samningaviðræðum við Flugfreyjufélagið. Degi síðar kvað þó við nýjan tón og sagðist Bogi vongóður um að fulltrúar FFÍ og Icelandair gætu sest að samningaborðinu á nýjan leik, þrátt fyrir að ekki hafi verið boðað til nýs fundar milli aðila. Fjárfestar geri kröfu um kjarasamninga Næsta föstudag fer fram hluthafafundur Icelandair. Þar kemur í ljós hvort hluthafar samþykki að ráðast í hlutafjárútboð, sem ætlað er að afla flugfélaginu allt að 29 milljörðum í nýtt hlutafé. Bogi hefur sagt að það sé krafa fjárfesta að Icelandair hafi náð samningum við flugstéttir, til að mynda Flugfreyjufélagið og Félag íslenskra atvinnuflugmanna. Aðfaranótt föstudags náðust samningar í kjaraviðræðum Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair. Samningurinn gildir til loka september árið 2025. Jón Þór Þorvaldsson, formaður FíA, hefur sagt að með samningnum taki félagsmenn á sig kjaraskerðingu til þess að koma til móts við það ástand sem nú er uppi í fluggeiranum. Hann segist vongóður um að samningurinn verði samþykktur af félagsmönnum. Icelandair Kjaramál Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Sjá meira
Samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair funda í dag á óformlegum vinnufundum. Eins og stendur hefur formlegur fundur í kjaradeilu FFÍ og flugfélagsins ekki verið boðaður. Þetta staðfesti Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari í svari við fyrirspurn fréttastofu í dag. Síðasti fundur FFÍ og Icelandair fór fram síðastliðinn miðvikudag. Engin niðurstaða komst í mál deiluaðila og ekki var boðað til nýs fundar í kjaradeilunni. Sama dag sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, að hann teldi að lengra yrði ekki komist í samningaviðræðum við Flugfreyjufélagið. Degi síðar kvað þó við nýjan tón og sagðist Bogi vongóður um að fulltrúar FFÍ og Icelandair gætu sest að samningaborðinu á nýjan leik, þrátt fyrir að ekki hafi verið boðað til nýs fundar milli aðila. Fjárfestar geri kröfu um kjarasamninga Næsta föstudag fer fram hluthafafundur Icelandair. Þar kemur í ljós hvort hluthafar samþykki að ráðast í hlutafjárútboð, sem ætlað er að afla flugfélaginu allt að 29 milljörðum í nýtt hlutafé. Bogi hefur sagt að það sé krafa fjárfesta að Icelandair hafi náð samningum við flugstéttir, til að mynda Flugfreyjufélagið og Félag íslenskra atvinnuflugmanna. Aðfaranótt föstudags náðust samningar í kjaraviðræðum Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair. Samningurinn gildir til loka september árið 2025. Jón Þór Þorvaldsson, formaður FíA, hefur sagt að með samningnum taki félagsmenn á sig kjaraskerðingu til þess að koma til móts við það ástand sem nú er uppi í fluggeiranum. Hann segist vongóður um að samningurinn verði samþykktur af félagsmönnum.
Icelandair Kjaramál Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Sjá meira