Óformlegir fundir í kjaraviðræðum Icelandair og FFÍ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. maí 2020 10:40 Flugvélar Icelandair við Leifsstöð. Vísir/Vilhelm Samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair funda í dag á óformlegum vinnufundum. Eins og stendur hefur formlegur fundur í kjaradeilu FFÍ og flugfélagsins ekki verið boðaður. Þetta staðfesti Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari í svari við fyrirspurn fréttastofu í dag. Síðasti fundur FFÍ og Icelandair fór fram síðastliðinn miðvikudag. Engin niðurstaða komst í mál deiluaðila og ekki var boðað til nýs fundar í kjaradeilunni. Sama dag sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, að hann teldi að lengra yrði ekki komist í samningaviðræðum við Flugfreyjufélagið. Degi síðar kvað þó við nýjan tón og sagðist Bogi vongóður um að fulltrúar FFÍ og Icelandair gætu sest að samningaborðinu á nýjan leik, þrátt fyrir að ekki hafi verið boðað til nýs fundar milli aðila. Fjárfestar geri kröfu um kjarasamninga Næsta föstudag fer fram hluthafafundur Icelandair. Þar kemur í ljós hvort hluthafar samþykki að ráðast í hlutafjárútboð, sem ætlað er að afla flugfélaginu allt að 29 milljörðum í nýtt hlutafé. Bogi hefur sagt að það sé krafa fjárfesta að Icelandair hafi náð samningum við flugstéttir, til að mynda Flugfreyjufélagið og Félag íslenskra atvinnuflugmanna. Aðfaranótt föstudags náðust samningar í kjaraviðræðum Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair. Samningurinn gildir til loka september árið 2025. Jón Þór Þorvaldsson, formaður FíA, hefur sagt að með samningnum taki félagsmenn á sig kjaraskerðingu til þess að koma til móts við það ástand sem nú er uppi í fluggeiranum. Hann segist vongóður um að samningurinn verði samþykktur af félagsmönnum. Icelandair Kjaramál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Sjá meira
Samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair funda í dag á óformlegum vinnufundum. Eins og stendur hefur formlegur fundur í kjaradeilu FFÍ og flugfélagsins ekki verið boðaður. Þetta staðfesti Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari í svari við fyrirspurn fréttastofu í dag. Síðasti fundur FFÍ og Icelandair fór fram síðastliðinn miðvikudag. Engin niðurstaða komst í mál deiluaðila og ekki var boðað til nýs fundar í kjaradeilunni. Sama dag sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, að hann teldi að lengra yrði ekki komist í samningaviðræðum við Flugfreyjufélagið. Degi síðar kvað þó við nýjan tón og sagðist Bogi vongóður um að fulltrúar FFÍ og Icelandair gætu sest að samningaborðinu á nýjan leik, þrátt fyrir að ekki hafi verið boðað til nýs fundar milli aðila. Fjárfestar geri kröfu um kjarasamninga Næsta föstudag fer fram hluthafafundur Icelandair. Þar kemur í ljós hvort hluthafar samþykki að ráðast í hlutafjárútboð, sem ætlað er að afla flugfélaginu allt að 29 milljörðum í nýtt hlutafé. Bogi hefur sagt að það sé krafa fjárfesta að Icelandair hafi náð samningum við flugstéttir, til að mynda Flugfreyjufélagið og Félag íslenskra atvinnuflugmanna. Aðfaranótt föstudags náðust samningar í kjaraviðræðum Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair. Samningurinn gildir til loka september árið 2025. Jón Þór Þorvaldsson, formaður FíA, hefur sagt að með samningnum taki félagsmenn á sig kjaraskerðingu til þess að koma til móts við það ástand sem nú er uppi í fluggeiranum. Hann segist vongóður um að samningurinn verði samþykktur af félagsmönnum.
Icelandair Kjaramál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Sjá meira