Stjórnendur Öldrunarheimila Akureyrar hafa ákveðið að banna heimsóknir ættingja og annarra gesta á dvalar- og hjúkrunarheimili að svo stöddu vegna kórónuveirunnar. Hjúkrunarheimili víðs vegar um landið hafa gripið til sömu ráðstafana.
Engar heimsóknir verða leyfðar, engar ferðir íbúa út í bæ en íbúar mega vera á ferðinni innan Öldrunarheimila Akureyrar en mælst er til að fólk haldi sig sem mest á sínu heimili. Þá mun starfsfólk borða mat á sínum heimilum, langar neglur, skart og naglalakk hefur verið bannað meðal starfsfólks. Þá teljast börn starfsmanna gestir og eru þeim því einnig óheimilt að koma á Öldrunarheimilin.
Sjá einnig: Starfsstöðvum Hafnarfjarðar, Garðarbæjar og Kópavogs fyrir fólk í viðkvæmri stöðu lokað
Starfsstöðvum Hafnarfjarðar, Garðarbæjar og Kópavogs fyrir fólk í viðkvæmri stöðu lokað
Þá verður dagþjálfun með óbreyttu sniði en staðan verður endurmetin á morgun, mánudaginn 9. mars. Almennt iðju- og félagsstarf fellur niður. Iðjuþjálfun á heimilum verður óbreytt og stoðþjónusta eins og sjúkraþjálfun, hárgreiðsla, fótsnyrting og fleira stendur enn til boða.