Mælir með skipulögðu foreldrarölti til að koma í veg fyrir hópamyndun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. apríl 2020 13:02 Víðir Reynisson. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, hefur áhyggjur af hópamyndun unglinga á leiksvæðum á kvöldin. Hópsmit gæti komið upp við slíkar aðstæður sem gætu hæglega sett afnám takmarkana 4. maí í uppnám. Hann mælir með því að foreldrar skerist í leikinn með skipulögðu foreldrarölti. Almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa sent frístundaheimilum bréf og lýst yfir áhyggjum sínum af hópamyndun unglinga á kvöldin. Segir í bréfi frá Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur, deildarstjóra almannavarna á höfuðborgarsvæðinu, að ábendingar hafi borist þess efnis til almannavarna. „Það sem manni langar að segja við þessa krakka er það að við erum að vinna þetta öll saman og krakkarnir verða að vera með okkur í þessu. Þetta beinist ekki að því að við séum að vernda ykkur sérstaklega því við höfum sagt að með börn og unglinga að þau smitist minna en þau geta alveg verið að fá smit og bera þá smit heim til sín til mömmu og pabba eða ömmu og afa og það er það sem við hræðumst núna,“ segir Víðir. Hann minnir á að hópsýkingar geti sett fyrirætlanir um afléttingu takmarkana í uppnám. „Það skiptir öllu máli að við áttum okkur á því að þrátt fyrir að við séum að tala um að það sé að ganga vel og að við séum búin að ná hámarki þá þýðir það einmitt það að við erum í hámarki. Það eru mjög margir smitaðir úti ennþá og mjög margir að smitast þó þeim fækki dag frá degi. Þá er það samt sem áður þannig að við verðum að hafa þolinmæðina til að klára þennan hluta verkefnisins og undirbúa okkur fyrir næsta. Það eru bara örfáir einstaklingar sem geta eyðilagt þetta allt saman.“ Víðir bendir á að foreldrarölt, líkt og tíðkast gjarnan um helgar, gæti nýst vel sem skipulögð sóttvarnaaðgerð til að koma í veg fyrir að margir krakkar hittist saman í hópum. „Auðvitað er það erfitt fyrir einhvern ungling sem ætlaði bara að fara út að hitta tvo, þrjá vini sína og allt í einu eru komnir 40, 50, 60, 80 krakkar saman. Það er voðalega erfitt fyrir unglinga að segja heyrðu, krakkar, skiptum okkur í tvo, þrjá eða fjóra hópa. Það eru ekkert margir unglingar sem geta gert það en foreldrar á foreldrarölti gætu bent börnunum á það. Ég held að foreldrar skipti mjög miklu máli í þessu.“ Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vara við því að unglingar safnist saman á kvöldin Almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa sent frístundaheimilum bréf og lýst yfir áhyggjum sínum af hópamyndun unglinga á leiksvæðum á kvöldin. 16. apríl 2020 09:54 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, hefur áhyggjur af hópamyndun unglinga á leiksvæðum á kvöldin. Hópsmit gæti komið upp við slíkar aðstæður sem gætu hæglega sett afnám takmarkana 4. maí í uppnám. Hann mælir með því að foreldrar skerist í leikinn með skipulögðu foreldrarölti. Almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa sent frístundaheimilum bréf og lýst yfir áhyggjum sínum af hópamyndun unglinga á kvöldin. Segir í bréfi frá Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur, deildarstjóra almannavarna á höfuðborgarsvæðinu, að ábendingar hafi borist þess efnis til almannavarna. „Það sem manni langar að segja við þessa krakka er það að við erum að vinna þetta öll saman og krakkarnir verða að vera með okkur í þessu. Þetta beinist ekki að því að við séum að vernda ykkur sérstaklega því við höfum sagt að með börn og unglinga að þau smitist minna en þau geta alveg verið að fá smit og bera þá smit heim til sín til mömmu og pabba eða ömmu og afa og það er það sem við hræðumst núna,“ segir Víðir. Hann minnir á að hópsýkingar geti sett fyrirætlanir um afléttingu takmarkana í uppnám. „Það skiptir öllu máli að við áttum okkur á því að þrátt fyrir að við séum að tala um að það sé að ganga vel og að við séum búin að ná hámarki þá þýðir það einmitt það að við erum í hámarki. Það eru mjög margir smitaðir úti ennþá og mjög margir að smitast þó þeim fækki dag frá degi. Þá er það samt sem áður þannig að við verðum að hafa þolinmæðina til að klára þennan hluta verkefnisins og undirbúa okkur fyrir næsta. Það eru bara örfáir einstaklingar sem geta eyðilagt þetta allt saman.“ Víðir bendir á að foreldrarölt, líkt og tíðkast gjarnan um helgar, gæti nýst vel sem skipulögð sóttvarnaaðgerð til að koma í veg fyrir að margir krakkar hittist saman í hópum. „Auðvitað er það erfitt fyrir einhvern ungling sem ætlaði bara að fara út að hitta tvo, þrjá vini sína og allt í einu eru komnir 40, 50, 60, 80 krakkar saman. Það er voðalega erfitt fyrir unglinga að segja heyrðu, krakkar, skiptum okkur í tvo, þrjá eða fjóra hópa. Það eru ekkert margir unglingar sem geta gert það en foreldrar á foreldrarölti gætu bent börnunum á það. Ég held að foreldrar skipti mjög miklu máli í þessu.“
Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vara við því að unglingar safnist saman á kvöldin Almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa sent frístundaheimilum bréf og lýst yfir áhyggjum sínum af hópamyndun unglinga á leiksvæðum á kvöldin. 16. apríl 2020 09:54 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Sjá meira
Vara við því að unglingar safnist saman á kvöldin Almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa sent frístundaheimilum bréf og lýst yfir áhyggjum sínum af hópamyndun unglinga á leiksvæðum á kvöldin. 16. apríl 2020 09:54