Sorglegt að Bandaríkjamenn fylgi ekki forskriftinni sem þeir kenndu Íslendingum Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. apríl 2020 11:15 Kári Stefánsson á fundi almannavarna í gær. Vísir/Vilhelm Bandaríkin ættu ekki að eiga í neinum vandræðum með að styðjast við sömu aðferðafræði og Íslendingar í baráttunni við kórónuveiruna að mati Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Þvert á móti eru Bandaríkin betur í stakk búin til að skima fyrir veirunni en Íslendingar, þrátt fyrir að þar búi þúsundfalt fleiri en hér á landi. Það sem meira er; aðferðafræði Íslendinga fæddist í Bandaríkjunum og því sé sorglegt að henni skuli ekki fylgt vestanhafs. Árangur Íslendinga í baráttunni við veiruna hefur verið vinsælt umfjöllunarefni hjá mörgum af stærstu fjölmiðlum heims. Eins og Vísir greindi frá í morgun telur bandaríski miðilinn CNN þannig að umheimurinn geti dregið margvíslegan lærdóm af íslensku nálguninni, rétt eins og CNBC sem ræddi við Kára Stefánsson í gær. Þar var áhersla lögð á hina umfangsmiklu skimun sem Íslensk erfðagreining og veirufræðideild Landspítalans hrintu í framkvæmd strax frá fyrstu stigum faraldursins. Er nú svo komið að næstum 38 þúsund sýni hafa verið tekin, sem samsvarar um 11 prósent landsmanna og er það eitt hæsta hlutfall í heiminum. Þáttastjórnendum CNBC lék forvitni á að vita hvort Kári teldi sennilegt að Bandaríkin gætu leikið sama leik, þó svo að þar búi um þúsundfalt fleiri en á Íslandi. Kári sagði það enga hindrun, það ætti jafnvel að vera auðveldara. Bandaríkin búi að gríðarlegum mannauði og öðrum mikilvægum aðföngum sem ættu að gera víðtæka skimun fýsilegan kost í baráttunni við veiruna. „Ef þið mynduð leggja áherslu á þetta þá mynduð þið ekki eiga í vandræðum með að leika sama leik og við,“ segir Kári. Nefnir hann í því samhengi að í fjölmörgum háskólum vestanhafs sé að finna búnað sem hægleika megi sníða að yfirstandandi faraldri. „Þið getið látið háskólana sjá um skimunina, þið getið látið háskólana sjá um að greina gögnin og koma að skipulagningu viðbragða,“ segir Kári. „Já, mannfjöldi Bandaríkjanna er þúsund sinnum meiri en Íslands en þið eruð líklega með fimmþúsundfalt fleiri aðföng en við.“ Það þurfi hins vegar vilja og ákveðni til að framfylgja stefnu sem þessari af alvöru og telur Kári því líklegt að Bandaríkin þurfi að koma sér upp sameiginlegri aðgerðastjórn til að halda utan um baráttuna. Kári segir jafnframt mikilvægt að hafa í huga að aðferðafræði Íslendinga, víðtæk skimun, öflug smitrakning og rík áhersla á sóttkví og einangrun, hafi orðið til í Bandaríkjunum. „Þið kennduð okkur að gera þetta, en hafið ekki verið að styðjast við þetta sjálf,“ segir Kári. „Og það er frekar sorglegt.“ Viðtal Kára við CNBC má sjá í heild sinni hér að ofan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir CNN segir viðbrögð yfirvalda hér á landi geta kennt umheiminum fjórar lexíur Bandaríski fjölmiðilin CNN tekur Ísland sem dæmi um eitt af fjórum ríkjum sem brugðist hafi rétt við til að stemma stigu við kórónuveirufaraldurinn í viðkomandi ríkjum. Alls telur CNN að læra megi tólf lexíur af viðbrögðum þessara fjögurra ríkja, og þar af á Ísland þriðjung þeirra. 16. apríl 2020 08:49 CNN segir Íslendinga vera í öfundsverðri stöðu Bandarísku fjölmiðlarnir Washington Post og CNN hafa báðir gert skimun Íslendinga fyrir kórónuveirunni að umfjöllunarefni sínu síðastliðinn sólarhring. 2. apríl 2020 10:56 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Bandaríkin ættu ekki að eiga í neinum vandræðum með að styðjast við sömu aðferðafræði og Íslendingar í baráttunni við kórónuveiruna að mati Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Þvert á móti eru Bandaríkin betur í stakk búin til að skima fyrir veirunni en Íslendingar, þrátt fyrir að þar búi þúsundfalt fleiri en hér á landi. Það sem meira er; aðferðafræði Íslendinga fæddist í Bandaríkjunum og því sé sorglegt að henni skuli ekki fylgt vestanhafs. Árangur Íslendinga í baráttunni við veiruna hefur verið vinsælt umfjöllunarefni hjá mörgum af stærstu fjölmiðlum heims. Eins og Vísir greindi frá í morgun telur bandaríski miðilinn CNN þannig að umheimurinn geti dregið margvíslegan lærdóm af íslensku nálguninni, rétt eins og CNBC sem ræddi við Kára Stefánsson í gær. Þar var áhersla lögð á hina umfangsmiklu skimun sem Íslensk erfðagreining og veirufræðideild Landspítalans hrintu í framkvæmd strax frá fyrstu stigum faraldursins. Er nú svo komið að næstum 38 þúsund sýni hafa verið tekin, sem samsvarar um 11 prósent landsmanna og er það eitt hæsta hlutfall í heiminum. Þáttastjórnendum CNBC lék forvitni á að vita hvort Kári teldi sennilegt að Bandaríkin gætu leikið sama leik, þó svo að þar búi um þúsundfalt fleiri en á Íslandi. Kári sagði það enga hindrun, það ætti jafnvel að vera auðveldara. Bandaríkin búi að gríðarlegum mannauði og öðrum mikilvægum aðföngum sem ættu að gera víðtæka skimun fýsilegan kost í baráttunni við veiruna. „Ef þið mynduð leggja áherslu á þetta þá mynduð þið ekki eiga í vandræðum með að leika sama leik og við,“ segir Kári. Nefnir hann í því samhengi að í fjölmörgum háskólum vestanhafs sé að finna búnað sem hægleika megi sníða að yfirstandandi faraldri. „Þið getið látið háskólana sjá um skimunina, þið getið látið háskólana sjá um að greina gögnin og koma að skipulagningu viðbragða,“ segir Kári. „Já, mannfjöldi Bandaríkjanna er þúsund sinnum meiri en Íslands en þið eruð líklega með fimmþúsundfalt fleiri aðföng en við.“ Það þurfi hins vegar vilja og ákveðni til að framfylgja stefnu sem þessari af alvöru og telur Kári því líklegt að Bandaríkin þurfi að koma sér upp sameiginlegri aðgerðastjórn til að halda utan um baráttuna. Kári segir jafnframt mikilvægt að hafa í huga að aðferðafræði Íslendinga, víðtæk skimun, öflug smitrakning og rík áhersla á sóttkví og einangrun, hafi orðið til í Bandaríkjunum. „Þið kennduð okkur að gera þetta, en hafið ekki verið að styðjast við þetta sjálf,“ segir Kári. „Og það er frekar sorglegt.“ Viðtal Kára við CNBC má sjá í heild sinni hér að ofan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir CNN segir viðbrögð yfirvalda hér á landi geta kennt umheiminum fjórar lexíur Bandaríski fjölmiðilin CNN tekur Ísland sem dæmi um eitt af fjórum ríkjum sem brugðist hafi rétt við til að stemma stigu við kórónuveirufaraldurinn í viðkomandi ríkjum. Alls telur CNN að læra megi tólf lexíur af viðbrögðum þessara fjögurra ríkja, og þar af á Ísland þriðjung þeirra. 16. apríl 2020 08:49 CNN segir Íslendinga vera í öfundsverðri stöðu Bandarísku fjölmiðlarnir Washington Post og CNN hafa báðir gert skimun Íslendinga fyrir kórónuveirunni að umfjöllunarefni sínu síðastliðinn sólarhring. 2. apríl 2020 10:56 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
CNN segir viðbrögð yfirvalda hér á landi geta kennt umheiminum fjórar lexíur Bandaríski fjölmiðilin CNN tekur Ísland sem dæmi um eitt af fjórum ríkjum sem brugðist hafi rétt við til að stemma stigu við kórónuveirufaraldurinn í viðkomandi ríkjum. Alls telur CNN að læra megi tólf lexíur af viðbrögðum þessara fjögurra ríkja, og þar af á Ísland þriðjung þeirra. 16. apríl 2020 08:49
CNN segir Íslendinga vera í öfundsverðri stöðu Bandarísku fjölmiðlarnir Washington Post og CNN hafa báðir gert skimun Íslendinga fyrir kórónuveirunni að umfjöllunarefni sínu síðastliðinn sólarhring. 2. apríl 2020 10:56