Ákæra klerk fyrir manndráp vegna fjölmennrar samkomu Samúel Karl Ólason skrifar 16. apríl 2020 09:38 Starfsmaður borgarinnar spautar sótthreinsiefni á götur Delhi. EPA/STR Yfirvöld Indlands hafa ákært múslímskan klerk fyrir manndráp vegna samkomu sem hann hélt í síðasta mánuði. Fjölmörg smit af Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, hafa verið rakin til samkomunnar. Þúsundir sóttu samkomuna sem haldin var í Delhi. Í fyrstu var klerkurinn Muhamad Saad Kandhalvi, ákærður fyrir brot á reglum um fjöldasamkomur, en seinna meir var hann ákærður fyrir að valda dauða fólks. Hann gæti verið dæmdur í allt að tíu ára fangelsi. Búið er að loka höfuðstöðvum samtakanna Tablighi Jamaat í Delhi og hafa þúsundir sem sóttu fundi þar verið skipaðir í sóttkví. Samkvæmt frétt Reuters segja embættismenn á svæðinu að í byrjun apríl hafi mátt reka þriðjung þeirra tæpu þrjú þúsund tilfella sem búið var að staðfesta til samkomu Tablighi. Síðan þá hefur bætt verulega í staðfestan fjölda smita. Þau eru nú 12.380 og minnst 414 hafa dáið. Á miðvikudaginn var búið að staðfesta 1.561 smit í Delhi og þar af eru 1.080 rakin til samkoma klerksins. Sjá einnig: Óttast að kórónuveiran fari eins og eldur í sinu um stærsta fátækrahverfi Indlands Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, tilkynnti í vikunni að útgöngubann þar í landi yrði framlengt til 3. maí. Embættismenn segjast ekki vera að beita samfélag múslima órétti og telja sig verða að refsa samtökunum og forsvarsmönnum þeirra því þeir hafi hagað sér með mjög óábyrgum hætti. Tablighi Jamaat eru umfangsmikil samtök með starfsemi í um 80 ríkjum. Samtökin eru einnig talin ábyrg fyrir fjölda smita í Pakistan, þar sem til stóð að halda sambærilega samkomu. Henni var frestað en þó ekki fyrr en þúsundir höfðu þegar komið saman. Svipaða sögu er að segja frá Malasíu og öðrum ríkjum í Suðaustur-Asíu. Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Yfirvöld Indlands hafa ákært múslímskan klerk fyrir manndráp vegna samkomu sem hann hélt í síðasta mánuði. Fjölmörg smit af Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, hafa verið rakin til samkomunnar. Þúsundir sóttu samkomuna sem haldin var í Delhi. Í fyrstu var klerkurinn Muhamad Saad Kandhalvi, ákærður fyrir brot á reglum um fjöldasamkomur, en seinna meir var hann ákærður fyrir að valda dauða fólks. Hann gæti verið dæmdur í allt að tíu ára fangelsi. Búið er að loka höfuðstöðvum samtakanna Tablighi Jamaat í Delhi og hafa þúsundir sem sóttu fundi þar verið skipaðir í sóttkví. Samkvæmt frétt Reuters segja embættismenn á svæðinu að í byrjun apríl hafi mátt reka þriðjung þeirra tæpu þrjú þúsund tilfella sem búið var að staðfesta til samkomu Tablighi. Síðan þá hefur bætt verulega í staðfestan fjölda smita. Þau eru nú 12.380 og minnst 414 hafa dáið. Á miðvikudaginn var búið að staðfesta 1.561 smit í Delhi og þar af eru 1.080 rakin til samkoma klerksins. Sjá einnig: Óttast að kórónuveiran fari eins og eldur í sinu um stærsta fátækrahverfi Indlands Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, tilkynnti í vikunni að útgöngubann þar í landi yrði framlengt til 3. maí. Embættismenn segjast ekki vera að beita samfélag múslima órétti og telja sig verða að refsa samtökunum og forsvarsmönnum þeirra því þeir hafi hagað sér með mjög óábyrgum hætti. Tablighi Jamaat eru umfangsmikil samtök með starfsemi í um 80 ríkjum. Samtökin eru einnig talin ábyrg fyrir fjölda smita í Pakistan, þar sem til stóð að halda sambærilega samkomu. Henni var frestað en þó ekki fyrr en þúsundir höfðu þegar komið saman. Svipaða sögu er að segja frá Malasíu og öðrum ríkjum í Suðaustur-Asíu.
Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira