Krakkamótin gætu farið fram með breyttu sniði í sumar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. apríl 2020 10:45 Frá leik á Símamótinu í fyrra. vísir/vilhelm Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir ekki loku fyrir það skotið að stóru fótboltamótin fyrir yngri flokka gætu farið fram í sumar þrátt fyrir samkomubannið. Því verður aflétt í áföngum á næstu mánuðum. Þó hefur sóttvarnalæknir, Þórólfur Guðnason, mælst til þess að ekki komi fleiri en tvöþúsund manns saman á þessu ári. „Ég held að það sé alveg möguleiki að þetta geti orðið en væntanlega með breyttu sniði. Við áttum fund með yfirvöldum hverjar horfurnar væru og um frekari skýringar á reglunum,“ sagði Guðni í morgunþætti Rásar 1 og 2. „Ég held að þetta snúist allt um að vera með sóttvarnaúrræði, hólfa niður fjölda iðkenda og áhorfenda, og gæta þess að smithætta verði ekki of mikil. Vonandi eru einhverjar leiðir til að koma til móts við þau sjónarmið. Vonandi verður hægt að framkvæma mótin með þeim hætti að það verði ásættanlegt miðað við þau úrræði sem eru í gangi.“ Keppni í Pepsi Max-deild karla átti að hefjast 22. apríl.vísir/vilhelm Guðni ræddi einnig um Íslandsmótið í fótbolta og hvernig það yrði útfært. Hann segir mögulegt að Íslandsmótið hefjist síðari hluta júní. Eitt af því sem hefur komið til tals er að hefja mótið þá, þ.e. þeir leikir sem eru á dagskrá síðari hluta júní verði fyrstu leikir mótsins en leikirnir sem áttu að vera búnir verði færðir annað. „Við byrjum væntanlega mótið eins og dagskráin var en setjum þá leikina sem ekki hafði náðst að spila aftan við eða komum þeim fyrir inn í mótinu. EM karla fer ekki fram í sumar og það gefur okkur svigrúm,“ sagði Guðni. „Við eigum að koma þessu fyrir og gerum það. En að öllum líkindum þurfum við að spila aðeins lengur en annars. Það er eitthvað sem við getum vel tekist á við.“ Viðtalið við Guðna má sjá með því að smella hér. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna KSÍ Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir KSÍ útdeilir tugum milljóna til að verja starf yngri flokka Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum í síðustu viku að flýta styrkgreiðslum til aðildarfélaga sem ætlaðar eru til að efla knattspyrnu barna og unglinga. 14. apríl 2020 19:30 Æfingar geta hafist með takmörkunum frá og með 4. maí Heimilt verður að hefja skipulagðar æfingar hjá íslenskum íþróttafélögum frá og með 4. apríl. 14. apríl 2020 13:30 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir ekki loku fyrir það skotið að stóru fótboltamótin fyrir yngri flokka gætu farið fram í sumar þrátt fyrir samkomubannið. Því verður aflétt í áföngum á næstu mánuðum. Þó hefur sóttvarnalæknir, Þórólfur Guðnason, mælst til þess að ekki komi fleiri en tvöþúsund manns saman á þessu ári. „Ég held að það sé alveg möguleiki að þetta geti orðið en væntanlega með breyttu sniði. Við áttum fund með yfirvöldum hverjar horfurnar væru og um frekari skýringar á reglunum,“ sagði Guðni í morgunþætti Rásar 1 og 2. „Ég held að þetta snúist allt um að vera með sóttvarnaúrræði, hólfa niður fjölda iðkenda og áhorfenda, og gæta þess að smithætta verði ekki of mikil. Vonandi eru einhverjar leiðir til að koma til móts við þau sjónarmið. Vonandi verður hægt að framkvæma mótin með þeim hætti að það verði ásættanlegt miðað við þau úrræði sem eru í gangi.“ Keppni í Pepsi Max-deild karla átti að hefjast 22. apríl.vísir/vilhelm Guðni ræddi einnig um Íslandsmótið í fótbolta og hvernig það yrði útfært. Hann segir mögulegt að Íslandsmótið hefjist síðari hluta júní. Eitt af því sem hefur komið til tals er að hefja mótið þá, þ.e. þeir leikir sem eru á dagskrá síðari hluta júní verði fyrstu leikir mótsins en leikirnir sem áttu að vera búnir verði færðir annað. „Við byrjum væntanlega mótið eins og dagskráin var en setjum þá leikina sem ekki hafði náðst að spila aftan við eða komum þeim fyrir inn í mótinu. EM karla fer ekki fram í sumar og það gefur okkur svigrúm,“ sagði Guðni. „Við eigum að koma þessu fyrir og gerum það. En að öllum líkindum þurfum við að spila aðeins lengur en annars. Það er eitthvað sem við getum vel tekist á við.“ Viðtalið við Guðna má sjá með því að smella hér.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna KSÍ Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir KSÍ útdeilir tugum milljóna til að verja starf yngri flokka Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum í síðustu viku að flýta styrkgreiðslum til aðildarfélaga sem ætlaðar eru til að efla knattspyrnu barna og unglinga. 14. apríl 2020 19:30 Æfingar geta hafist með takmörkunum frá og með 4. maí Heimilt verður að hefja skipulagðar æfingar hjá íslenskum íþróttafélögum frá og með 4. apríl. 14. apríl 2020 13:30 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Sjá meira
KSÍ útdeilir tugum milljóna til að verja starf yngri flokka Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum í síðustu viku að flýta styrkgreiðslum til aðildarfélaga sem ætlaðar eru til að efla knattspyrnu barna og unglinga. 14. apríl 2020 19:30
Æfingar geta hafist með takmörkunum frá og með 4. maí Heimilt verður að hefja skipulagðar æfingar hjá íslenskum íþróttafélögum frá og með 4. apríl. 14. apríl 2020 13:30