Formenn flokkanna ræddu launahækkanir í dag Kjartan Kjartansson skrifar 14. apríl 2020 20:00 Halldóra Mogensen, formaður þingflokks Pírata. Vísir/Vilhelm Fyrirhugaðar launahækkanir ráðherra og þingmanna voru ræddar á fundi formanna stjórnmálaflokkanna á Alþingi í morgun. Halldóra Mogensen, formaður þingflokks Pírata, segir flokk sinn tilbúinn með frumvarp um að fella niður hækkanirnar aðhafist ríkisstjórnin ekkert í málinu. Launahækkun ráðherra, þingmanna og æðstu embættismanna sem tók gildi við upphaf þessa árs á að koma til framkvæmda um mánaðamótin. Píratar hafa lagt til að fella niður þá hækkun og allar aðrar launahækkanir fyrir þingmenn og ráðherra út kjörtímabilið í ljósi efnahagsþrenginga vegna kórónuveirufaldursins. Hækkanirnar voru ræddar á fundi formanna stjórnmálaflokkanna sem eiga sæti á Alþingi með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í morgun. Halldóra sagðist ekki vita hvort einhugur væri á þingi um að fella niður hækkanirnar í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Við viljum gefa fólki tíma til að hugsa aðeins hvernig væri best að fara að þessu. Við erum með frumvarp sem er tilbúið og við hyggjumst leggja það fram ef ríkisstjórnin ákveður að gera ekkert í þessu,“ sagði Halldóra sem vonast til þess að ríkisstjórnin taki af skarið í málinu. Sjá einnig: Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Þingmenn og ráðherrar hafa ekki fengið launahækkun frá árinu 2016 en eftir að kjararáð, sem áður tók ákvarðanir um breytingar á launum æðstu ráðamanna, var lagt niður árið 2018 var samþykkt að þeir fengju árlegar vísitöluhækkanir á launum. Slíkri hækkun sem átti að koma til framkvæmda í júlí í fyrra var frestað vegna lífskjarasamninganna þangað til í janúar á þessu ári. Ekki hefur þó enn verið greitt samkvæmt nýju launatöflunni en það stendur til að gera 1. maí. Þegar er búið að fresta vísitöluhækkun sem átti að taka gildi í sumar fram á næsta ár. Halldóra segir við Vísi að píratar vilji hins vegar fella niður allar hækkanir. „Okkur finnst bara ekki viðeigandi að við séum að hækka núna á þessum tíma þegar allir eru að taka á sig skerðingar í samfélaginu. Þetta eru ekki rétt skilaboð. Við eigum að vera fyrirmynd,“ segir Halldóra. Samkvæmt heimildum Vísis verða launahækkanirnar ræddar aftur á næsta fundi formanna stjórnmálaflokkanna með forsætisráðherra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Tengdar fréttir Forsætisráðherra segist hafa fullan skilning á því að launahækkanir ráðamanna valdi uppnámi Katrín Jakobsdóttir bendir á að laun ráðmanna fylgi launaþróun almenna og opinbera markaðarins, geti hækkað og lækkað. 8. apríl 2020 20:00 Launahækkanir ráðamanna með ólíkindum á tímum verkfalla og kórónuveiru Formaður Eflingar segir launahækkanir ráðamanna sýna fram á fáránleika þeirrar beiðni stjórnvalda að allir standi saman átímum kórónuveiru. Hluti þjóðarinnar fái hækkun á ofurlaunum ámeðan meirihlutinn sjái fram áatvinnuleysi, launalækkanir og erfiðari aðstæður í starfi. 8. apríl 2020 12:14 Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hækkaði um tæplega 130 þúsund krónur. 8. apríl 2020 08:00 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Sjá meira
Fyrirhugaðar launahækkanir ráðherra og þingmanna voru ræddar á fundi formanna stjórnmálaflokkanna á Alþingi í morgun. Halldóra Mogensen, formaður þingflokks Pírata, segir flokk sinn tilbúinn með frumvarp um að fella niður hækkanirnar aðhafist ríkisstjórnin ekkert í málinu. Launahækkun ráðherra, þingmanna og æðstu embættismanna sem tók gildi við upphaf þessa árs á að koma til framkvæmda um mánaðamótin. Píratar hafa lagt til að fella niður þá hækkun og allar aðrar launahækkanir fyrir þingmenn og ráðherra út kjörtímabilið í ljósi efnahagsþrenginga vegna kórónuveirufaldursins. Hækkanirnar voru ræddar á fundi formanna stjórnmálaflokkanna sem eiga sæti á Alþingi með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í morgun. Halldóra sagðist ekki vita hvort einhugur væri á þingi um að fella niður hækkanirnar í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Við viljum gefa fólki tíma til að hugsa aðeins hvernig væri best að fara að þessu. Við erum með frumvarp sem er tilbúið og við hyggjumst leggja það fram ef ríkisstjórnin ákveður að gera ekkert í þessu,“ sagði Halldóra sem vonast til þess að ríkisstjórnin taki af skarið í málinu. Sjá einnig: Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Þingmenn og ráðherrar hafa ekki fengið launahækkun frá árinu 2016 en eftir að kjararáð, sem áður tók ákvarðanir um breytingar á launum æðstu ráðamanna, var lagt niður árið 2018 var samþykkt að þeir fengju árlegar vísitöluhækkanir á launum. Slíkri hækkun sem átti að koma til framkvæmda í júlí í fyrra var frestað vegna lífskjarasamninganna þangað til í janúar á þessu ári. Ekki hefur þó enn verið greitt samkvæmt nýju launatöflunni en það stendur til að gera 1. maí. Þegar er búið að fresta vísitöluhækkun sem átti að taka gildi í sumar fram á næsta ár. Halldóra segir við Vísi að píratar vilji hins vegar fella niður allar hækkanir. „Okkur finnst bara ekki viðeigandi að við séum að hækka núna á þessum tíma þegar allir eru að taka á sig skerðingar í samfélaginu. Þetta eru ekki rétt skilaboð. Við eigum að vera fyrirmynd,“ segir Halldóra. Samkvæmt heimildum Vísis verða launahækkanirnar ræddar aftur á næsta fundi formanna stjórnmálaflokkanna með forsætisráðherra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Tengdar fréttir Forsætisráðherra segist hafa fullan skilning á því að launahækkanir ráðamanna valdi uppnámi Katrín Jakobsdóttir bendir á að laun ráðmanna fylgi launaþróun almenna og opinbera markaðarins, geti hækkað og lækkað. 8. apríl 2020 20:00 Launahækkanir ráðamanna með ólíkindum á tímum verkfalla og kórónuveiru Formaður Eflingar segir launahækkanir ráðamanna sýna fram á fáránleika þeirrar beiðni stjórnvalda að allir standi saman átímum kórónuveiru. Hluti þjóðarinnar fái hækkun á ofurlaunum ámeðan meirihlutinn sjái fram áatvinnuleysi, launalækkanir og erfiðari aðstæður í starfi. 8. apríl 2020 12:14 Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hækkaði um tæplega 130 þúsund krónur. 8. apríl 2020 08:00 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Sjá meira
Forsætisráðherra segist hafa fullan skilning á því að launahækkanir ráðamanna valdi uppnámi Katrín Jakobsdóttir bendir á að laun ráðmanna fylgi launaþróun almenna og opinbera markaðarins, geti hækkað og lækkað. 8. apríl 2020 20:00
Launahækkanir ráðamanna með ólíkindum á tímum verkfalla og kórónuveiru Formaður Eflingar segir launahækkanir ráðamanna sýna fram á fáránleika þeirrar beiðni stjórnvalda að allir standi saman átímum kórónuveiru. Hluti þjóðarinnar fái hækkun á ofurlaunum ámeðan meirihlutinn sjái fram áatvinnuleysi, launalækkanir og erfiðari aðstæður í starfi. 8. apríl 2020 12:14
Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hækkaði um tæplega 130 þúsund krónur. 8. apríl 2020 08:00