Þakkar flugmönnum fyrir að leggjast á árar með Icelandair Kristín Ólafsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 15. maí 2020 13:25 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Vísir/vilhelm Forstjóri Icelandair færir flugmönnum þakkir fyrir að taka á sig kjaraskerðingu til að koma til móts við félagið á erfiðum tímum. Nýr kjarasamningur feli í sér talsverðar breytingar og styrki samheppnishæfi félagsins til lengri tíma. Samningur milli Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair náðist loks í nótt eftir viðræður síðustu vikna. Hann gildir til 30. september 2025. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair gleðst yfir því að samningar hafi náðst við Félag íslenskra atvinnuflugmanna í nótt. Hann hefur sagt það mikilvægt að samningar næðust fyrir hluthafafund Icelandair 22. maí. „Já, þetta var mjög ánægjulegt að ganga frá samningi við Félag íslenskra atvinnuflugmanna í gær og stórt skref í þessu verkefni sem við erum að vinna núna,“ segir Bogi Nils í samtali við fréttastofu. Hversu mikilvægt var þetta? Er hægt að setja þetta í eitthvert samhengi að ná þessu á akkúrat þessum tímapunkti? „Nei, ég get nú ekki sett þetta í neitt samhengi. Þetta er mjög mikilvægur þáttur í verkefninu sem við erum í og við erum að sjá fram á talsverðar breytingar á samningnum, sem felur í sér aukinn sveigjanleika og vinnuframlag. Og styrkir samkeppnishæfi félagsins til lengri tíma.“ Jón Þór Þorvaldsson formaður FÍA sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að með samningnum væru flugmenn að hlaupa undir bagga með félaginu á erfiðum tímum. Bogi segir aðspurður að félagið kunni þeim þakkir fyrir. „Já, algjörlega. Þeir eru að leggjast á árarnar með félaginu núna og félagið þarf svo sannarlega á því að halda. Þannig að það er mjög ánægjulegt, algjörlega.“ Er von á því að þegar betur árar gangi þetta [kjaraskerðing flugmanna] að einhverju leyti til baka? „Við erum náttúrulega að standa vörð um ráðstöfunartekjur en vinnuframlag er að aukast og það náttúrulega njóta allir starfsmenn þess þegar vinnuveitandanum gengur vel. Það er bara þannig,“ segir Bogi. Enn á Icelandair eftir að semja við Flugfreyjufélag Íslands en þar hefur borið talsvert í milli hjá samningsaðilum. Þá hefur ekki verið fundað í deilunni í nokkra daga. Bogi segir að það verði að koma í ljós hvort gangur komist á viðræðurnar að nýju en nauðsynlegt sé að einhverjar vendingar verði fljótlega í málinu. Er það forsenda að það náist á næstu dögum? „Það er að minnsta kosti mjög mikilvægt. Eins og við höfum sagt að langtímasamningar við flugstéttirnar þrjár liggi fyrir,“ segir Bogi. Fréttir af flugi Kjaramál Vinnumarkaður Icelandair Tengdar fréttir Taka á sig kjaraskerðingu til að mæta ástandinu Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna kveðst vongóður um að samningurinn verði samþykktur. 15. maí 2020 11:31 Flugmenn og Icelandair gerðu „tímamótasamning“ í nótt Icelandair Group og Félag íslenskra atvinnuflugmanna hafa gert nýjan kjarasamning á milli félaganna til 30. september 2025. 15. maí 2020 09:35 Hefur trú á að samningaviðræðum við flugfreyjur sé ekki lokið Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist vongóður um að fulltrúar Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair geti sest að samningaborðinu á nýjan leik, þrátt fyrir að ekki hafi verið boðað til nýs fundar milli aðila eftir að slitnaði upp úr fundi þeirra í gær. 14. maí 2020 18:53 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Forstjóri Icelandair færir flugmönnum þakkir fyrir að taka á sig kjaraskerðingu til að koma til móts við félagið á erfiðum tímum. Nýr kjarasamningur feli í sér talsverðar breytingar og styrki samheppnishæfi félagsins til lengri tíma. Samningur milli Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair náðist loks í nótt eftir viðræður síðustu vikna. Hann gildir til 30. september 2025. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair gleðst yfir því að samningar hafi náðst við Félag íslenskra atvinnuflugmanna í nótt. Hann hefur sagt það mikilvægt að samningar næðust fyrir hluthafafund Icelandair 22. maí. „Já, þetta var mjög ánægjulegt að ganga frá samningi við Félag íslenskra atvinnuflugmanna í gær og stórt skref í þessu verkefni sem við erum að vinna núna,“ segir Bogi Nils í samtali við fréttastofu. Hversu mikilvægt var þetta? Er hægt að setja þetta í eitthvert samhengi að ná þessu á akkúrat þessum tímapunkti? „Nei, ég get nú ekki sett þetta í neitt samhengi. Þetta er mjög mikilvægur þáttur í verkefninu sem við erum í og við erum að sjá fram á talsverðar breytingar á samningnum, sem felur í sér aukinn sveigjanleika og vinnuframlag. Og styrkir samkeppnishæfi félagsins til lengri tíma.“ Jón Þór Þorvaldsson formaður FÍA sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að með samningnum væru flugmenn að hlaupa undir bagga með félaginu á erfiðum tímum. Bogi segir aðspurður að félagið kunni þeim þakkir fyrir. „Já, algjörlega. Þeir eru að leggjast á árarnar með félaginu núna og félagið þarf svo sannarlega á því að halda. Þannig að það er mjög ánægjulegt, algjörlega.“ Er von á því að þegar betur árar gangi þetta [kjaraskerðing flugmanna] að einhverju leyti til baka? „Við erum náttúrulega að standa vörð um ráðstöfunartekjur en vinnuframlag er að aukast og það náttúrulega njóta allir starfsmenn þess þegar vinnuveitandanum gengur vel. Það er bara þannig,“ segir Bogi. Enn á Icelandair eftir að semja við Flugfreyjufélag Íslands en þar hefur borið talsvert í milli hjá samningsaðilum. Þá hefur ekki verið fundað í deilunni í nokkra daga. Bogi segir að það verði að koma í ljós hvort gangur komist á viðræðurnar að nýju en nauðsynlegt sé að einhverjar vendingar verði fljótlega í málinu. Er það forsenda að það náist á næstu dögum? „Það er að minnsta kosti mjög mikilvægt. Eins og við höfum sagt að langtímasamningar við flugstéttirnar þrjár liggi fyrir,“ segir Bogi.
Fréttir af flugi Kjaramál Vinnumarkaður Icelandair Tengdar fréttir Taka á sig kjaraskerðingu til að mæta ástandinu Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna kveðst vongóður um að samningurinn verði samþykktur. 15. maí 2020 11:31 Flugmenn og Icelandair gerðu „tímamótasamning“ í nótt Icelandair Group og Félag íslenskra atvinnuflugmanna hafa gert nýjan kjarasamning á milli félaganna til 30. september 2025. 15. maí 2020 09:35 Hefur trú á að samningaviðræðum við flugfreyjur sé ekki lokið Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist vongóður um að fulltrúar Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair geti sest að samningaborðinu á nýjan leik, þrátt fyrir að ekki hafi verið boðað til nýs fundar milli aðila eftir að slitnaði upp úr fundi þeirra í gær. 14. maí 2020 18:53 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Taka á sig kjaraskerðingu til að mæta ástandinu Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna kveðst vongóður um að samningurinn verði samþykktur. 15. maí 2020 11:31
Flugmenn og Icelandair gerðu „tímamótasamning“ í nótt Icelandair Group og Félag íslenskra atvinnuflugmanna hafa gert nýjan kjarasamning á milli félaganna til 30. september 2025. 15. maí 2020 09:35
Hefur trú á að samningaviðræðum við flugfreyjur sé ekki lokið Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist vongóður um að fulltrúar Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair geti sest að samningaborðinu á nýjan leik, þrátt fyrir að ekki hafi verið boðað til nýs fundar milli aðila eftir að slitnaði upp úr fundi þeirra í gær. 14. maí 2020 18:53