Veitir súrefni inn í anga atvinnulífsins Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. apríl 2020 14:12 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Vísir/Baldur Það er von Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, að stíga megi skrefin sem stjórnvöld kynntu í hádeginu af yfirvegun. Hann telur þau jafnframt jákvæð, rétt og tímabær auk þess sem þau muni veita súrefni inn í anga atvinnulífsins. Helstu tilslakanir á takmörkunum vegna kórónuveirunnar, sem opinberaðar voru í dag, má nálgast hér. Þær fela meðal annars í sér að margvísleg þjónustu verður aftur heimiluð, eftir að hafa verið lokuð frá því að samkomubannið var hert fyrir um þremur vikum. Má þar nefna ýmis konar þjónustu þar sem mikil snerting er á milli einstaklinga; eins og hárgreiðslustofur, nuddstofur, sjúkraþjálfun, snyrtistofur, tannlækningar og svo framvegis. Áfram verður þó að tryggja tveggja metra fjarlægð á milli viðskiptavina eins og kostur er. Sjá einnig: Þessum takmörkunum verður aflétt 4. maí Halldór Benjamín segir að fundurinn í hádeginu og aðgerðirnar sem þar voru kynntar séu til marks um að sóttvarnaaðgerðir síðustu vikna hafi borið árangur. Tilslakanirnar séu „jákvætt og rétt skref á þessum tímapunkti.“ Það sé þó mest um vert að „við stígum þessi skref af yfirvegun en ég tel að þessi skref séu tímabær og líst ágætlega á þessar tillögur við fyrstu sýn,“ að sögn Halldórs Benjamíns. „Það sem skiptir verulegu máli fyrir atvinnulífið að þessi persónulega þjónusta, sem hefur þurft að loka vegna tilmæla stjórnvalda, opnar á nýjan leik með réttri aðferðafræði og veitir súrefni inn í þann anga efnahagslífsins sem skiptir verulegu máli.“ Viðtalið við Halldór Benjamín má nálgast í heild hér að neðan en þar ræðir hann meðal annars um sýn Samtaka atvinnulífsins á frekari efnahagsaðgerðir stjórnvalda vegna veirunnar. Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Þessum takmörkunum verður aflétt 4. maí Fjöldamörk samkomubanns verða hækkuð úr 20 í 50 manns, opnað verður fyrir hefðbundið skólahald í leik- og grunnskólum, framhalds- og háskólar verða opnaðir með takmörkunum og heimilt verður að hefja á ný ýmsa þjónustu. 14. apríl 2020 12:02 Stjórnvöld kynntu tilslakanir sem taka gildi 4. maí Næstu aðgerðir ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur vegna kórónuveirunnar verða kynntar á blaðamannafundi klukkan tólf í Safnahúsinu í dag. 14. apríl 2020 08:49 Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
Það er von Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, að stíga megi skrefin sem stjórnvöld kynntu í hádeginu af yfirvegun. Hann telur þau jafnframt jákvæð, rétt og tímabær auk þess sem þau muni veita súrefni inn í anga atvinnulífsins. Helstu tilslakanir á takmörkunum vegna kórónuveirunnar, sem opinberaðar voru í dag, má nálgast hér. Þær fela meðal annars í sér að margvísleg þjónustu verður aftur heimiluð, eftir að hafa verið lokuð frá því að samkomubannið var hert fyrir um þremur vikum. Má þar nefna ýmis konar þjónustu þar sem mikil snerting er á milli einstaklinga; eins og hárgreiðslustofur, nuddstofur, sjúkraþjálfun, snyrtistofur, tannlækningar og svo framvegis. Áfram verður þó að tryggja tveggja metra fjarlægð á milli viðskiptavina eins og kostur er. Sjá einnig: Þessum takmörkunum verður aflétt 4. maí Halldór Benjamín segir að fundurinn í hádeginu og aðgerðirnar sem þar voru kynntar séu til marks um að sóttvarnaaðgerðir síðustu vikna hafi borið árangur. Tilslakanirnar séu „jákvætt og rétt skref á þessum tímapunkti.“ Það sé þó mest um vert að „við stígum þessi skref af yfirvegun en ég tel að þessi skref séu tímabær og líst ágætlega á þessar tillögur við fyrstu sýn,“ að sögn Halldórs Benjamíns. „Það sem skiptir verulegu máli fyrir atvinnulífið að þessi persónulega þjónusta, sem hefur þurft að loka vegna tilmæla stjórnvalda, opnar á nýjan leik með réttri aðferðafræði og veitir súrefni inn í þann anga efnahagslífsins sem skiptir verulegu máli.“ Viðtalið við Halldór Benjamín má nálgast í heild hér að neðan en þar ræðir hann meðal annars um sýn Samtaka atvinnulífsins á frekari efnahagsaðgerðir stjórnvalda vegna veirunnar.
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Þessum takmörkunum verður aflétt 4. maí Fjöldamörk samkomubanns verða hækkuð úr 20 í 50 manns, opnað verður fyrir hefðbundið skólahald í leik- og grunnskólum, framhalds- og háskólar verða opnaðir með takmörkunum og heimilt verður að hefja á ný ýmsa þjónustu. 14. apríl 2020 12:02 Stjórnvöld kynntu tilslakanir sem taka gildi 4. maí Næstu aðgerðir ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur vegna kórónuveirunnar verða kynntar á blaðamannafundi klukkan tólf í Safnahúsinu í dag. 14. apríl 2020 08:49 Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
Þessum takmörkunum verður aflétt 4. maí Fjöldamörk samkomubanns verða hækkuð úr 20 í 50 manns, opnað verður fyrir hefðbundið skólahald í leik- og grunnskólum, framhalds- og háskólar verða opnaðir með takmörkunum og heimilt verður að hefja á ný ýmsa þjónustu. 14. apríl 2020 12:02
Stjórnvöld kynntu tilslakanir sem taka gildi 4. maí Næstu aðgerðir ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur vegna kórónuveirunnar verða kynntar á blaðamannafundi klukkan tólf í Safnahúsinu í dag. 14. apríl 2020 08:49