Færeysk ópera segir frá Koronu og Koronusi sem vilja smita sem flesta Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. apríl 2020 08:26 Kórónuveiran í myndbandinu vill smita sem flesta, en Færeyingar sjá við veirunni og þvo sér vel um hendur og spritta. Skjáskot/Corona.fo „Eg eri akkurát komin, og eg eri Korona. Ein virus, ja, eitt trøll, ið helst vil smitta øll.“ Þannig hefst söngur færeyskrar óperusöngkonu í hlutverki kórónuveirunnar í myndbandi sem framleitt var til þess að fræða færeyskan almenning um mikilvægi handþvottar og spritts í baráttunni við útbreiðslu kórónuveirunnar. Myndbandið er framleitt af stjórnvöldum Færeyjum og birtist á Facebook-síðu sem tileinkuð er upplýsingum um veiruna og útbreiðslu hennar í Færeyjum. Þegar þetta er skrifað hafa 184 greinst með veiruna í Færeyjum, en engin dauðsföll eru skráð þar vegna veirunnar. Í myndbandinu bregða kona og maður sér í hlutverk Koronu og Koronusar, sjálfrar kórónuveirunnar, og syngja um þrá sína til þess að smita sem flesta, og þá allra helst gamalt og veikt fólk. Þau leita þá sérstaklega að fólki sem ekki þvær hendur sínar, en eins og ítrekað hefur verið bent á er gott hreinlæti og handþvottur ein besta leiðin til þess að koma í veg fyrir kórónuveirusmit. „Vit leita eftir fólkum, sum ikki vaska hendur,“ syngja Korona og Koronus í myndbandinu. Til allrar óhamingju fyrir þau virðast Færeyingar, í það minnsta ef marka má myndbandið, duglegir að halda sig heima, hósta ekki út í loftið, þvo hendur vel og spritta, og „eru altíð hyggin, so ongin fær korona,“ eins og segir í laginu. Myndbandið, hvers skilaboð eiga ekki bara vel við í Færeyjum, má sjá hér að neðan. Korona og Koronus spyrja seg ikki fyri, áðrenn tey smitta. Tey trívast væl millum fólk og skitnar hendur, og um tit eru...Posted by Corona.fo on Thursday, 9 April 2020 Færeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grín og gaman Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
„Eg eri akkurát komin, og eg eri Korona. Ein virus, ja, eitt trøll, ið helst vil smitta øll.“ Þannig hefst söngur færeyskrar óperusöngkonu í hlutverki kórónuveirunnar í myndbandi sem framleitt var til þess að fræða færeyskan almenning um mikilvægi handþvottar og spritts í baráttunni við útbreiðslu kórónuveirunnar. Myndbandið er framleitt af stjórnvöldum Færeyjum og birtist á Facebook-síðu sem tileinkuð er upplýsingum um veiruna og útbreiðslu hennar í Færeyjum. Þegar þetta er skrifað hafa 184 greinst með veiruna í Færeyjum, en engin dauðsföll eru skráð þar vegna veirunnar. Í myndbandinu bregða kona og maður sér í hlutverk Koronu og Koronusar, sjálfrar kórónuveirunnar, og syngja um þrá sína til þess að smita sem flesta, og þá allra helst gamalt og veikt fólk. Þau leita þá sérstaklega að fólki sem ekki þvær hendur sínar, en eins og ítrekað hefur verið bent á er gott hreinlæti og handþvottur ein besta leiðin til þess að koma í veg fyrir kórónuveirusmit. „Vit leita eftir fólkum, sum ikki vaska hendur,“ syngja Korona og Koronus í myndbandinu. Til allrar óhamingju fyrir þau virðast Færeyingar, í það minnsta ef marka má myndbandið, duglegir að halda sig heima, hósta ekki út í loftið, þvo hendur vel og spritta, og „eru altíð hyggin, so ongin fær korona,“ eins og segir í laginu. Myndbandið, hvers skilaboð eiga ekki bara vel við í Færeyjum, má sjá hér að neðan. Korona og Koronus spyrja seg ikki fyri, áðrenn tey smitta. Tey trívast væl millum fólk og skitnar hendur, og um tit eru...Posted by Corona.fo on Thursday, 9 April 2020
Færeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grín og gaman Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira