Innlent

Söngur í verndarsóttkví

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Heimilisfólk sat á svölunum og gladdist yfir þessari kærkomnu heimsókn.
Heimilisfólk sat á svölunum og gladdist yfir þessari kærkomnu heimsókn. vísir/sigurjón

Lionsfélagaklúbbar í Mosfellsbæ komu saman og sungu fyrir heimilisfólk og starfsfólk á hjúkrunarheimilinu Hömrum í Mosfellsbæ í dag.

Heimilismenn eru allir í verndarsóttkví og starfsmenn í sjálfskipaðri sóttkví til að vernda þennan viðkvæma hóp. 

Það var því kærkomin tilbreying að fá heimsókn. Gestirnir komu færandi hendi með föndurdót, páskaegg og glaðlegan söng eins og heyra má í myndbandinu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×