KSÍ fundar með almannavörnum í vikunni: Margar sviðsmyndir á borðinu Anton Ingi Leifsson skrifar 11. apríl 2020 18:00 Kópavogsliðin Breiðablik og HK bíða, eins og öll önnur lið landsins, átekta eftir skilaboðum frá KSÍ. vísir/daníel Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, greindi frá því í dag á 42. upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar að aflétting aðgerða verða gerð í skrefum. Klarta Bjartmartz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir að sambandið muni funda með almannavörnum í vikunni um knattspyrnutímabilið 2020. Þórólfur sagði í dag að þegar samkomubanninu lyki þann 4. maí þá þyrfti að létta aðgerðum í skrefum. Það yrði gert á þriggja til fjögurra vikna fresti og það yrði þannig fram á sumar. Einnig væri líkur á því að takmarkanir verði á stórum samkomum í sumar. Sóttvarnalæknir bætti því einnig við að íþyngjandi aðgerðir verði líklega afléttar með sumrinu til að mynda fjarlægð milli einstaklinga það sem eftir er ársins. Það vakti athygli knattspyrnuáhugafólks hér á landi. Það þarf einhver að útskýra þessi orð Þórólfs betur fyrir mér. var hann að segja að allt tónleikahald sé off út árið og Pepsi Max deildin líka? Bara 2 metra regla út árið?— Máni Pétursson (@Manipeturs) April 11, 2020 Pepsi Max-deild karla átti að hefjast 22. apríl og Pepsi Max-deild kvenna átta dögum síðar en deildunum var frestað um óákveðinn tíma sem og öllum kappleikjum hér á landi. Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, sagði í samtali við Vísi í dag að sambandið eigi fund með almannavörnum í næstu viku. Þar muni sambandið ræða hvenær liðin geta byrjað að æfa, mögulega með einhverjum takmörkunum, og einnig hvort að hægt verði að setja Íslandsmótið af stað. Það gæti verið að það þurfti að vera með einhverjum fjöldatakmörkunum í upphafi móts. Hún segir að sambandið hafi undirbúið sig vel undir fundinn en það muni meira skýrast þegar honum er lokið í komandi viku. Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) KSÍ Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, greindi frá því í dag á 42. upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar að aflétting aðgerða verða gerð í skrefum. Klarta Bjartmartz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir að sambandið muni funda með almannavörnum í vikunni um knattspyrnutímabilið 2020. Þórólfur sagði í dag að þegar samkomubanninu lyki þann 4. maí þá þyrfti að létta aðgerðum í skrefum. Það yrði gert á þriggja til fjögurra vikna fresti og það yrði þannig fram á sumar. Einnig væri líkur á því að takmarkanir verði á stórum samkomum í sumar. Sóttvarnalæknir bætti því einnig við að íþyngjandi aðgerðir verði líklega afléttar með sumrinu til að mynda fjarlægð milli einstaklinga það sem eftir er ársins. Það vakti athygli knattspyrnuáhugafólks hér á landi. Það þarf einhver að útskýra þessi orð Þórólfs betur fyrir mér. var hann að segja að allt tónleikahald sé off út árið og Pepsi Max deildin líka? Bara 2 metra regla út árið?— Máni Pétursson (@Manipeturs) April 11, 2020 Pepsi Max-deild karla átti að hefjast 22. apríl og Pepsi Max-deild kvenna átta dögum síðar en deildunum var frestað um óákveðinn tíma sem og öllum kappleikjum hér á landi. Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, sagði í samtali við Vísi í dag að sambandið eigi fund með almannavörnum í næstu viku. Þar muni sambandið ræða hvenær liðin geta byrjað að æfa, mögulega með einhverjum takmörkunum, og einnig hvort að hægt verði að setja Íslandsmótið af stað. Það gæti verið að það þurfti að vera með einhverjum fjöldatakmörkunum í upphafi móts. Hún segir að sambandið hafi undirbúið sig vel undir fundinn en það muni meira skýrast þegar honum er lokið í komandi viku.
Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) KSÍ Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Sjá meira