Sérstök tilfinning að vera á fundi með Barack Obama Sylvía Hall skrifar 10. apríl 2020 21:42 Dagur segir það hafa verið sérstaka tilfinningu að vera með Obama á fundi. Vísir/Facebook Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fundaði í gær með borgarstjórum víðs vegar úr heiminum. Umfjöllunarefnið var faraldur kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum og var Barack Obama á meðal þeirra sem tóku þátt í fundinum. Þar hvatti hann borgarstjóra til dáða og gaf þeim góð ráð. Á fundinum var rætt um hvernig staðið yrði að því að aflétta þeim takmörkunum sem gripið hefur verið til um allan heim, til að mynda samkomubönnum, fjöldatakmörkunum og á sumum stöðum útgöngubönnum. „Ég viðurkenni fúslega að það fylgdi því sérstök tilfinning að vera með Barack Obama fyrrv. forseta Bandaríkjanna á fjarfundi, ásamt fyrrv. borgarstjora NY og Tom Frieden fyrrv yfirmanni Center of Disease Control í Bandaríkjunum sem hefur af mörgum verið þakkað fyrir árangurríka glímu við E-bola og Sars-veiruna alþjóðlega. Og mörgum fleirum,“ skrifar Dagur á Facebook-síðu sína. Funduðu með Þórólfi í janúar Í færslunni rifjar Dagur það upp þegar almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins fundaði með Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni í lok janúar til þess að fara yfir stöðuna. Það var rætt hvað væri hugsanlega fram undan, en þá hafði óvissustigi almannavarna verið lýst yfir. „Þórólfur hitti neyðarstjórn borgarinnar strax sama dag og við hófumst handa við að uppfæra allar viðbragðsáætlanir og búa okkur undir það sem gæti verið í vændum. Fyrir tilviljun höfðum við skipulagt æfingu - sem átti að vera rútuslys með meiðslum á börnum - en snérum henni á punktinum í það að undirbúa starfsemi borgarinnar fyrir veiruna.“ Hann segir alla hafa fengið tíma til að undirbúa sig þó allir hafi þurft að vinna hratt. Unnið var að smitgreiningu, rakningum, sóttkví og einangrun og öllu hafi verið miðlað reglulega til almennings, sem hafi verið lykillinn að frekari skrefum. „Borgir, lönd og heiminn allan dreymir um að hafa þá yfirsýn og yfirvegun í öllum aðgerðum sem við höfum búið að hér á Íslandi frá fyrsta degi,“ skrifar Dagur. Hann segir að sumt muni þurfa að breytast eftir faraldurinn, og jafnvel varanlega. Það þurfi að gerast með virku samtali og yfirvegun. Þá hrósar hann Ölmu, Þórólfi og Víði sem og öllu því fagfólki sem vinnur með þeim og bætir við að þau séu öll á heimsmælikvarða. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Borgarstjórn Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fundaði í gær með borgarstjórum víðs vegar úr heiminum. Umfjöllunarefnið var faraldur kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum og var Barack Obama á meðal þeirra sem tóku þátt í fundinum. Þar hvatti hann borgarstjóra til dáða og gaf þeim góð ráð. Á fundinum var rætt um hvernig staðið yrði að því að aflétta þeim takmörkunum sem gripið hefur verið til um allan heim, til að mynda samkomubönnum, fjöldatakmörkunum og á sumum stöðum útgöngubönnum. „Ég viðurkenni fúslega að það fylgdi því sérstök tilfinning að vera með Barack Obama fyrrv. forseta Bandaríkjanna á fjarfundi, ásamt fyrrv. borgarstjora NY og Tom Frieden fyrrv yfirmanni Center of Disease Control í Bandaríkjunum sem hefur af mörgum verið þakkað fyrir árangurríka glímu við E-bola og Sars-veiruna alþjóðlega. Og mörgum fleirum,“ skrifar Dagur á Facebook-síðu sína. Funduðu með Þórólfi í janúar Í færslunni rifjar Dagur það upp þegar almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins fundaði með Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni í lok janúar til þess að fara yfir stöðuna. Það var rætt hvað væri hugsanlega fram undan, en þá hafði óvissustigi almannavarna verið lýst yfir. „Þórólfur hitti neyðarstjórn borgarinnar strax sama dag og við hófumst handa við að uppfæra allar viðbragðsáætlanir og búa okkur undir það sem gæti verið í vændum. Fyrir tilviljun höfðum við skipulagt æfingu - sem átti að vera rútuslys með meiðslum á börnum - en snérum henni á punktinum í það að undirbúa starfsemi borgarinnar fyrir veiruna.“ Hann segir alla hafa fengið tíma til að undirbúa sig þó allir hafi þurft að vinna hratt. Unnið var að smitgreiningu, rakningum, sóttkví og einangrun og öllu hafi verið miðlað reglulega til almennings, sem hafi verið lykillinn að frekari skrefum. „Borgir, lönd og heiminn allan dreymir um að hafa þá yfirsýn og yfirvegun í öllum aðgerðum sem við höfum búið að hér á Íslandi frá fyrsta degi,“ skrifar Dagur. Hann segir að sumt muni þurfa að breytast eftir faraldurinn, og jafnvel varanlega. Það þurfi að gerast með virku samtali og yfirvegun. Þá hrósar hann Ölmu, Þórólfi og Víði sem og öllu því fagfólki sem vinnur með þeim og bætir við að þau séu öll á heimsmælikvarða.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Borgarstjórn Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Sjá meira