Hjúkrunarfræðingar náðu ekki öllum kröfum sínum í gegn Sylvía Hall og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 10. apríl 2020 19:00 Nýr kjarasamningur Félags hjúkrunarfræðinga við ríkið var undirritaður nú síðdegis. Formaður félags hjúkrunarfræðingana segir samninginn fela í sér tækifæri til framtíðar. Kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við ríkið hefur verið laus frá því í mars í fyrra. En deilunni var vísað til ríkissáttasemjara í febrúar síðastliðnum. Sjá einnig: Kjarasamningur hjúkrunarfræðinga í höfn Það var ekki bjart yfir því að samningar tækjust sem samninganefndirnar hafa setið á löngum fundum síðustu fimm daga sem varð til þess að nýr kjarasamningur var undirritaður rétt fyrir klukkan fimm í dag. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, undirritar samninginn.Vísir/Sigurjón Náðuð þið öllum ykkar kröfum í gegn? „Nei, það er nú aldrei þannig í samningum, enda kallast þetta samningur. Þá þurfa báðir aðilar að hafa áhrif á en við allavega skrifuðum undir og við hefðum ekki skrifað undir nema að því við treystum okkur til að kynna hann,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Samningurinn nær til rúmlega þrjú þúsund hjúkrunarfræðinga og byggir á á Lífskjarasamningnum. Stytting vinnuvikunnar vegur þar þungt og þá verður vaktakerfi dagvinnu- og vaktavinnufólks endurskoðað. Formaður samninganefndar ríkisins segir að fundir síðustu daga hafa skilað góðri niðurstöðu. „Eins og við höfðum orð á þetta er ákveðið upphaf af upprisunni eigum við ekki að horfa á það þannig,“ segir Sverrir Jónsson, formaður samninganefndar ríkisins. Þurftuð þið að gefa mikið eftir? „Þetta er bara mjög ásættanlegur samningur fyrir báða aðila,“ segir Sverrir. Stefnt er að því að kynna samninginn fyrir félagsmönnum strax eftir páska. Kjaramál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Kjarasamningur hjúkrunarfræðinga í höfn Samninganefndir ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa náð samkomulagi. 10. apríl 2020 16:54 „Það finna allir mjög þétt til ábyrgðar“ Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segist vera ánægður með fund dagsins hjá samninganefndum ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. 9. apríl 2020 19:36 Hjúkrunarfræðingar og ríkið funda á skírdag Fundur samninganefnda ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga stóð yfir í sex klukkustundir og lauk um klukkan 19 í kvöld, án niðurstöðu 8. apríl 2020 21:22 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Nýr kjarasamningur Félags hjúkrunarfræðinga við ríkið var undirritaður nú síðdegis. Formaður félags hjúkrunarfræðingana segir samninginn fela í sér tækifæri til framtíðar. Kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við ríkið hefur verið laus frá því í mars í fyrra. En deilunni var vísað til ríkissáttasemjara í febrúar síðastliðnum. Sjá einnig: Kjarasamningur hjúkrunarfræðinga í höfn Það var ekki bjart yfir því að samningar tækjust sem samninganefndirnar hafa setið á löngum fundum síðustu fimm daga sem varð til þess að nýr kjarasamningur var undirritaður rétt fyrir klukkan fimm í dag. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, undirritar samninginn.Vísir/Sigurjón Náðuð þið öllum ykkar kröfum í gegn? „Nei, það er nú aldrei þannig í samningum, enda kallast þetta samningur. Þá þurfa báðir aðilar að hafa áhrif á en við allavega skrifuðum undir og við hefðum ekki skrifað undir nema að því við treystum okkur til að kynna hann,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Samningurinn nær til rúmlega þrjú þúsund hjúkrunarfræðinga og byggir á á Lífskjarasamningnum. Stytting vinnuvikunnar vegur þar þungt og þá verður vaktakerfi dagvinnu- og vaktavinnufólks endurskoðað. Formaður samninganefndar ríkisins segir að fundir síðustu daga hafa skilað góðri niðurstöðu. „Eins og við höfðum orð á þetta er ákveðið upphaf af upprisunni eigum við ekki að horfa á það þannig,“ segir Sverrir Jónsson, formaður samninganefndar ríkisins. Þurftuð þið að gefa mikið eftir? „Þetta er bara mjög ásættanlegur samningur fyrir báða aðila,“ segir Sverrir. Stefnt er að því að kynna samninginn fyrir félagsmönnum strax eftir páska.
Kjaramál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Kjarasamningur hjúkrunarfræðinga í höfn Samninganefndir ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa náð samkomulagi. 10. apríl 2020 16:54 „Það finna allir mjög þétt til ábyrgðar“ Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segist vera ánægður með fund dagsins hjá samninganefndum ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. 9. apríl 2020 19:36 Hjúkrunarfræðingar og ríkið funda á skírdag Fundur samninganefnda ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga stóð yfir í sex klukkustundir og lauk um klukkan 19 í kvöld, án niðurstöðu 8. apríl 2020 21:22 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Kjarasamningur hjúkrunarfræðinga í höfn Samninganefndir ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa náð samkomulagi. 10. apríl 2020 16:54
„Það finna allir mjög þétt til ábyrgðar“ Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segist vera ánægður með fund dagsins hjá samninganefndum ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. 9. apríl 2020 19:36
Hjúkrunarfræðingar og ríkið funda á skírdag Fundur samninganefnda ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga stóð yfir í sex klukkustundir og lauk um klukkan 19 í kvöld, án niðurstöðu 8. apríl 2020 21:22