Yfirlýsing frá Gróttu: Fullyrðingarnar fráleitar og eiga ekki við nein rök að styðjast Anton Ingi Leifsson skrifar 10. apríl 2020 13:37 Það gustar um Seltjarnanesið þessa daganna. mynd/fésbókarsíða Gróttu Aðalstjórn Gróttu sendi í morgun frá sér yfirlýsingu þar sem ummælum Kristjáns Daða Finnbjörnssonar, fyrrum þjálfara í yngri flokkum félagsins, er vísað til föðurhúsanna. Kristján Daði var í viðtali við vefsíðuna 433.is í morgun þar sem hann greindi frá því að honum hafi verið vikið úr starfi eftir að börn stjórnarmanna í félaginu hafi ekki verið valinn í A-liðið. Þar segist hann einnig íhuga að lögsækja félagið til þess að bjarga mannorði sínu en honum var sagt upp hjá félaginu í janúar eftir að hafa þjálfað 4. til 6. flokk félagsins frá því haustið 2019. Kristjáni fannst á sér brotið með uppsögninni og ræddi það í viðtali við Hörð Snævar Jónsson á 433 en nú hefur Grótta sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið er alls ekki sátt með ummæli Kristjáns. „Fullyrðingar Kristjáns Daða Finnbjörnssonar í fjölmiðlum um að liðsval í yngri flokkum hafi haft áhrif á starfslok hans hjá knattspyrnudeild Gróttu eru fráleitar og eiga ekki við nein rök að styðjast. Það vita þeir sem kynni hafa af yngri flokka starfi hjá knattspyrnudeild Gróttu,“ segir í yfirlýsingunni. „Eina ástæðan fyrir brotthvarfi Kristjáns eru vinnubrögð hans sjálfs og ófagleg framkoma gagnvart iðkendum, starfsfólki og stjórn barna- og unglingaráðs. Það er auk þess mjög ámælisvert að barna- og unglingaþjálfari skuli tjá sig í fjölmiðlum um málefni ólögráða iðkenda eins og gert hefur verið. Félagið hefur greitt Kristjáni að fullu fyrir þau störf sem hann hefur unnið fyrir félagið.“ Íslenski boltinn Seltjarnarnes Grótta Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf „Það var smá stress og drama“ Handbolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Sjá meira
Aðalstjórn Gróttu sendi í morgun frá sér yfirlýsingu þar sem ummælum Kristjáns Daða Finnbjörnssonar, fyrrum þjálfara í yngri flokkum félagsins, er vísað til föðurhúsanna. Kristján Daði var í viðtali við vefsíðuna 433.is í morgun þar sem hann greindi frá því að honum hafi verið vikið úr starfi eftir að börn stjórnarmanna í félaginu hafi ekki verið valinn í A-liðið. Þar segist hann einnig íhuga að lögsækja félagið til þess að bjarga mannorði sínu en honum var sagt upp hjá félaginu í janúar eftir að hafa þjálfað 4. til 6. flokk félagsins frá því haustið 2019. Kristjáni fannst á sér brotið með uppsögninni og ræddi það í viðtali við Hörð Snævar Jónsson á 433 en nú hefur Grótta sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið er alls ekki sátt með ummæli Kristjáns. „Fullyrðingar Kristjáns Daða Finnbjörnssonar í fjölmiðlum um að liðsval í yngri flokkum hafi haft áhrif á starfslok hans hjá knattspyrnudeild Gróttu eru fráleitar og eiga ekki við nein rök að styðjast. Það vita þeir sem kynni hafa af yngri flokka starfi hjá knattspyrnudeild Gróttu,“ segir í yfirlýsingunni. „Eina ástæðan fyrir brotthvarfi Kristjáns eru vinnubrögð hans sjálfs og ófagleg framkoma gagnvart iðkendum, starfsfólki og stjórn barna- og unglingaráðs. Það er auk þess mjög ámælisvert að barna- og unglingaþjálfari skuli tjá sig í fjölmiðlum um málefni ólögráða iðkenda eins og gert hefur verið. Félagið hefur greitt Kristjáni að fullu fyrir þau störf sem hann hefur unnið fyrir félagið.“
Íslenski boltinn Seltjarnarnes Grótta Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf „Það var smá stress og drama“ Handbolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Sjá meira