Sauðfjárbændur hafa áhyggjur af sauðburði vegna Covid-19 Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. apríl 2020 13:15 Trausti Hjálmarsson, sem er með myndarlegt fjárbú á bænum Austurhlíð í Biskupstungum í Bláskógabyggð með sinni fjölskyldu. Úr einkasafni Nú þegar styttist óðum í sauðburð í sveitum landsins þó óttast sauðfjárbændum að fá ekki þá aðstoð, sem þeir þurfa vegna kórónuveirunnar. Veturinn hefur verið sauðfjárbændum erfiður eins og mörgum landsmönnum vegna mikillar ótíðar. Nú styttist hins vegar í vorið með hækkandi sól og eru sauðfjárbændur að undirbúa sauðburð, sem hefst hjá flestum í byrjun maí og stendur yfir í mánuð og jafnvel lengur á stærstu búunum. Sauðfjárbændur þurfa aðstoð í sauðburði en þeir hafa áhyggjur af því hvort hún fáist vegna kórónuveirunnar. Trausti Hjálmarsson, bóndi á bænum Hlíð í Bláskógabyggð er formaður Félags sauðfjárbænda í Árnessýslu. „Það er bara náttúrulega þannig að á flestum búum á landinu er orðið mun færra fólk heldur en var hér áður fyrr og bændur hafa getað treyst á það að fólk hefur ýmist komið í vinnu til þeirra eða að ættingjar, vinir og kunningjar komi til aðstoðar. Þetta á alltaf eftir að koma í ljós hvernig þetta þróast, hvert aðgengi bænda verður að þessari nauðsynlegu aðstoð og vinnuframlags annars fólks að þessum erfiðu tímum, sem sauðburður getur verið,“ segir Trausti. Trausti hefur áhyggjur af stöðu sauðfjárbænda nú þegar styttist í að sauðburðurÚr einkasafni Trausti segir að bændum bjóðist afleysing bakvarðarsveitar ef bændur veikjast í sauðburði af kórónuveirunni en þrátt fyrir það sé ekki búið að leysa öll þau mál. „Við þurfum að hugsa það núna, bæði bændaforystan og ríkisvaldið hvernig leysum við stöðu þessa fólks, sem fær kannski ekki þá aðstoð, sem það hefur gengið að, sem vísu síðustu árin. Það þarf að fara fram samtal um það til að vera tilbúin með bakvarðarsveit fyrir bændur þó þeir veikist ekki gætu þurft á nauðsynlegri aðstoð að halda yfir sauðburðinn,“ bætir Trausti við. Trausti segir mikið álag á sauðburði enda séu ærnar að bera allan sólarhringinn. „Já, þær eru ekkert að gera hlé af því. Sumir hafa látið sér detta í hug að taka hrútinn úr á nóttunni í desember en það hefur nú ekki virkað, þannig að þær bara bera allan sólarhringinn, eru ekkert að spyrja um það hvað klukkan er,“ segir Trausti Hjálmarsson, sauðfjárbóndi og formaður Félags sauðfjárbænda í Árnessýslu. Bláskógabyggð Landbúnaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Nú þegar styttist óðum í sauðburð í sveitum landsins þó óttast sauðfjárbændum að fá ekki þá aðstoð, sem þeir þurfa vegna kórónuveirunnar. Veturinn hefur verið sauðfjárbændum erfiður eins og mörgum landsmönnum vegna mikillar ótíðar. Nú styttist hins vegar í vorið með hækkandi sól og eru sauðfjárbændur að undirbúa sauðburð, sem hefst hjá flestum í byrjun maí og stendur yfir í mánuð og jafnvel lengur á stærstu búunum. Sauðfjárbændur þurfa aðstoð í sauðburði en þeir hafa áhyggjur af því hvort hún fáist vegna kórónuveirunnar. Trausti Hjálmarsson, bóndi á bænum Hlíð í Bláskógabyggð er formaður Félags sauðfjárbænda í Árnessýslu. „Það er bara náttúrulega þannig að á flestum búum á landinu er orðið mun færra fólk heldur en var hér áður fyrr og bændur hafa getað treyst á það að fólk hefur ýmist komið í vinnu til þeirra eða að ættingjar, vinir og kunningjar komi til aðstoðar. Þetta á alltaf eftir að koma í ljós hvernig þetta þróast, hvert aðgengi bænda verður að þessari nauðsynlegu aðstoð og vinnuframlags annars fólks að þessum erfiðu tímum, sem sauðburður getur verið,“ segir Trausti. Trausti hefur áhyggjur af stöðu sauðfjárbænda nú þegar styttist í að sauðburðurÚr einkasafni Trausti segir að bændum bjóðist afleysing bakvarðarsveitar ef bændur veikjast í sauðburði af kórónuveirunni en þrátt fyrir það sé ekki búið að leysa öll þau mál. „Við þurfum að hugsa það núna, bæði bændaforystan og ríkisvaldið hvernig leysum við stöðu þessa fólks, sem fær kannski ekki þá aðstoð, sem það hefur gengið að, sem vísu síðustu árin. Það þarf að fara fram samtal um það til að vera tilbúin með bakvarðarsveit fyrir bændur þó þeir veikist ekki gætu þurft á nauðsynlegri aðstoð að halda yfir sauðburðinn,“ bætir Trausti við. Trausti segir mikið álag á sauðburði enda séu ærnar að bera allan sólarhringinn. „Já, þær eru ekkert að gera hlé af því. Sumir hafa látið sér detta í hug að taka hrútinn úr á nóttunni í desember en það hefur nú ekki virkað, þannig að þær bara bera allan sólarhringinn, eru ekkert að spyrja um það hvað klukkan er,“ segir Trausti Hjálmarsson, sauðfjárbóndi og formaður Félags sauðfjárbænda í Árnessýslu.
Bláskógabyggð Landbúnaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira