Byrja að breikka þjóðveginn undir Ingólfsfjalli eftir páska Kristján Már Unnarsson skrifar 8. apríl 2020 21:44 Breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss fer á fullt strax eftir páska. Skrifað var undir fimm milljarða króna verksamninga í dag, sem eru einhverjir þeir stærstu í sögu vegagerðar hérlendis. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Undirskriftin fór fram undir berum himni í porti Vegagerðarinnar en vegamálastjóri og forstjóri Íslenskra aðalverktaka innsigluðu svo samninginn með því að láta olnbogana snertast. Fimm milljarða króna verksamningur innsiglaður í porti Vegagerðarinnar í Borgartúni í dag. Forstjóri Íslenskra aðalverktaka og vegamálastjóri létu olnbogana snertast.Stöð 2/Bjarni Einarsson. „Þetta er stór dagur. Þetta er ein stærsta framkvæmd sem við höfum boðið út, fyrir utan bara jarðgangaframkvæmdir. Þannig að við erum mjög kát að koma þessu verki út,“ sagði Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri. Verksamningurin við lægstbjóðanda hljóðar upp á 5.069 milljónir króna og felst í því að klára þá sjö kílómetra sem enn eru eftir í breikkun hringvegarins milli tveggja stærstu bæja Suðurlands. Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri.Stöð 2/Bjarni Einarsson. „Þetta hefur verið einn hættulegasti vegarkafli landsins. Þannig að það er mikið þjóðþrifamál fyrir okkur Íslendinga alla að fá vegaúrbætur á þessum kafla,“ sagði Sigurður Ragnarsson, forstjóri Íslenskra aðalverktaka. „Það ert mjög brýn þörf á úrbótum á Suðurlandsveginum. Það vita allir sem um hann hafa farið. Hann hefur gefið eftir og umferðaraukningin náttúrlega verið gríðarleg á undanförnum árum,“ sagði vegamálastjóri. Íslenskir aðalverktakar unnu einnig fyrsta áfangann, austan Hveragerðis, sem lauk í fyrra, og eru klárir að hefjast handa á ný. Sigurður Ragnarsson, forstjóri ÍAV.Stöð 2/Bjarni Einarsson. „Þannig að við byrjum bara strax eftir páska. Við byrjum undir Ingólfsfjalli, byrjum þar að keyra út fergingarlag á vegarkaflann. Þannig að þetta fer allt í fullan gang strax eftir páska,“ sagði forstjóri ÍAV. Verkið mun vinnast frá austri til vesturs og áætlað að næsti áfangi verði opnaður á næsta ári en verkinu á svo öllu að vera lokið haustið 2023. Verkinu var lýst nánar í þessari frétt Stöðvar 2 í janúar: Samgöngur Umferðaröryggi Ölfus Árborg Hveragerði Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss fer á fullt strax eftir páska. Skrifað var undir fimm milljarða króna verksamninga í dag, sem eru einhverjir þeir stærstu í sögu vegagerðar hérlendis. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Undirskriftin fór fram undir berum himni í porti Vegagerðarinnar en vegamálastjóri og forstjóri Íslenskra aðalverktaka innsigluðu svo samninginn með því að láta olnbogana snertast. Fimm milljarða króna verksamningur innsiglaður í porti Vegagerðarinnar í Borgartúni í dag. Forstjóri Íslenskra aðalverktaka og vegamálastjóri létu olnbogana snertast.Stöð 2/Bjarni Einarsson. „Þetta er stór dagur. Þetta er ein stærsta framkvæmd sem við höfum boðið út, fyrir utan bara jarðgangaframkvæmdir. Þannig að við erum mjög kát að koma þessu verki út,“ sagði Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri. Verksamningurin við lægstbjóðanda hljóðar upp á 5.069 milljónir króna og felst í því að klára þá sjö kílómetra sem enn eru eftir í breikkun hringvegarins milli tveggja stærstu bæja Suðurlands. Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri.Stöð 2/Bjarni Einarsson. „Þetta hefur verið einn hættulegasti vegarkafli landsins. Þannig að það er mikið þjóðþrifamál fyrir okkur Íslendinga alla að fá vegaúrbætur á þessum kafla,“ sagði Sigurður Ragnarsson, forstjóri Íslenskra aðalverktaka. „Það ert mjög brýn þörf á úrbótum á Suðurlandsveginum. Það vita allir sem um hann hafa farið. Hann hefur gefið eftir og umferðaraukningin náttúrlega verið gríðarleg á undanförnum árum,“ sagði vegamálastjóri. Íslenskir aðalverktakar unnu einnig fyrsta áfangann, austan Hveragerðis, sem lauk í fyrra, og eru klárir að hefjast handa á ný. Sigurður Ragnarsson, forstjóri ÍAV.Stöð 2/Bjarni Einarsson. „Þannig að við byrjum bara strax eftir páska. Við byrjum undir Ingólfsfjalli, byrjum þar að keyra út fergingarlag á vegarkaflann. Þannig að þetta fer allt í fullan gang strax eftir páska,“ sagði forstjóri ÍAV. Verkið mun vinnast frá austri til vesturs og áætlað að næsti áfangi verði opnaður á næsta ári en verkinu á svo öllu að vera lokið haustið 2023. Verkinu var lýst nánar í þessari frétt Stöðvar 2 í janúar:
Samgöngur Umferðaröryggi Ölfus Árborg Hveragerði Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira