Hrúgast inn tilkynningar um holur í vegum Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. apríl 2020 19:57 Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifrieðaeigenda. Vísir/Baldur Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að félagið fái stöðugt fleiri tilkynningar um holur í vegum eða aðrar skemmdir. Hann segist vona að ný vefgátt sem er í vinnslu muni auðvelda vegfarendum að leita réttar síns þegar ökutæki þeirra skemmast vegna lélegra vega. Í vefgáttinni mun fólki gefast tækfæri á að tilkynna veghöldurum um holur í vegum eða aðrar skemmdir. Sé hægt að sýna fram á gáleysi veghaldara, til að mynda ef honum var kunnugt um bágt ástand vega sem orsökuðu slys eða skemmdir, þá skapi það skaðabótaábyrgð hjá veghaldara að sögn Runólfs. Hann segir jafnframt að vinna við vefgáttina sé á lokametrunum. Henni hafi þó seinkað, til að mynda vegna þess að fólkið sem kom að gerð vefgáttarinnar hafi verið fengið til annarra verkefna, tengd yfirstandandi kórónuveirufaraldri. Það hafi þó líka tafið vinnuna að hinir ýmsu veghaldarar hafi ekki skilað inn gögnum, auk þess sem ýmis sveitarfélög hafi sett fyrirvara um að þau séu ekki með vakt utan hefðbundins skrifstofutíma. „En það er auðvitað engin afsökun því það er mjög skýrt í vegalögum að veghaldara ber að viðhalda vegi sem er í almennri notkun. Passi veghaldari hins vegar ekki að allt sé í lagi getur það skapað bótaskyldu,“ segir Runólfur. Þar að auki eigi veghaldarar að koma strax að viðhaldi og viðgerðum, um leið og þeir vita af skemmdum. Árferðið sé þó svo að „við getum verið að sjá holur myndast með stuttu millibili,“ segir Runólfur en bætir við að veghaldarar eigi þó að búa þannig um hnútana að vegir standist tíðafar sem þetta - enda sé það ekkert einsdæmi. Í þessu samhengi var nefndur vegurinn milli Hveragerðis og Selfoss sem er illa farinn eftir veturinn. „Þessi ending og þessar miklu skemmdir eru algjörlega óþolandi fyrir vegfarendur og það þarf bara að grípa strax til aðgerða til þess að hindra það að fólk verði fyrir tjóni eða hreinlega lendi í slysi,“ segir Runólfur. Samgöngur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að félagið fái stöðugt fleiri tilkynningar um holur í vegum eða aðrar skemmdir. Hann segist vona að ný vefgátt sem er í vinnslu muni auðvelda vegfarendum að leita réttar síns þegar ökutæki þeirra skemmast vegna lélegra vega. Í vefgáttinni mun fólki gefast tækfæri á að tilkynna veghöldurum um holur í vegum eða aðrar skemmdir. Sé hægt að sýna fram á gáleysi veghaldara, til að mynda ef honum var kunnugt um bágt ástand vega sem orsökuðu slys eða skemmdir, þá skapi það skaðabótaábyrgð hjá veghaldara að sögn Runólfs. Hann segir jafnframt að vinna við vefgáttina sé á lokametrunum. Henni hafi þó seinkað, til að mynda vegna þess að fólkið sem kom að gerð vefgáttarinnar hafi verið fengið til annarra verkefna, tengd yfirstandandi kórónuveirufaraldri. Það hafi þó líka tafið vinnuna að hinir ýmsu veghaldarar hafi ekki skilað inn gögnum, auk þess sem ýmis sveitarfélög hafi sett fyrirvara um að þau séu ekki með vakt utan hefðbundins skrifstofutíma. „En það er auðvitað engin afsökun því það er mjög skýrt í vegalögum að veghaldara ber að viðhalda vegi sem er í almennri notkun. Passi veghaldari hins vegar ekki að allt sé í lagi getur það skapað bótaskyldu,“ segir Runólfur. Þar að auki eigi veghaldarar að koma strax að viðhaldi og viðgerðum, um leið og þeir vita af skemmdum. Árferðið sé þó svo að „við getum verið að sjá holur myndast með stuttu millibili,“ segir Runólfur en bætir við að veghaldarar eigi þó að búa þannig um hnútana að vegir standist tíðafar sem þetta - enda sé það ekkert einsdæmi. Í þessu samhengi var nefndur vegurinn milli Hveragerðis og Selfoss sem er illa farinn eftir veturinn. „Þessi ending og þessar miklu skemmdir eru algjörlega óþolandi fyrir vegfarendur og það þarf bara að grípa strax til aðgerða til þess að hindra það að fólk verði fyrir tjóni eða hreinlega lendi í slysi,“ segir Runólfur.
Samgöngur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira