Efaðist og hélt krísufundi í upphafi móts en er stoltur af sér og strákunum Anton Ingi Leifsson skrifar 8. apríl 2020 20:00 Snorri Steinn var á sínu þriðja tímabili með Val. vísir/daníel Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari Vals segir að það sé svekkjandi fyrir liðið að tímabilið hafi verið blásið af enda var liðið komið á góðan stað í deildinni eftir vægast sagt brösulega byrjun. Valsmenn byrjuðu tímabilið skelfilega og voru við fallsætin þegar fimm umferðir voru búnar af mótinu. Síðan fór liðið á svakalegt flug og var komið á toppinn er deildin var blásin af á dögunum. Fyrrum landsliðsmaðurinn fór yfir tímabilið í Sportinu í dag. „Við getum ekkert verið að spá og spökulera í því hvað hefði gerst en það er alveg rétt að það var talað mikið um þessa blessuðu byrjun okkar og hún var erfið. Hún var léleg og við vorum ekki að vinna leiki. Það var þungt yfir þessu,“ sagði Snorri Steinn. „Við þurftum að halda krísufundi og það fór gríðarlega vinna og kraftur í að snúa þessu við. Ég er mjög stoltur af því; strákunum og mér sjálfum að hafa tekist það á þennan hátt. Við vorum komnir á frábæran stað og þetta leit vel út. Þess vegna er þetta svekkelsi fyrir okkur að þetta hafi verið blásið af, bæði deild og svo úrslitakeppnin sem og Evrópukeppnin.“ Þjálfarinn segir að hann hafi eðlilega spurt sig spurninga í upphafi móts þar sem gengið var skelfilegt. Þó að sigrarnir hafi byrjað að koma hafi líðan ekkert verið mikið betri heldur. „Ég held að það sé eðlilegt sem íþróttamaður og sem þjálfari líka að þú efast alveg. Þegar hlutirnir eru ekki að ganga upp nokkra leiki í röð þá fer maður klárlega að spyrja sjálfan sig hvort að maður sé ekki að gera eitthvað rangt. Ég svaf ekkert alltaf eins og engill á þessum tíma.“ „Þegar við fórum að vinna þá vorum við bara komnir í það slæm mál að einn eða tveir sigurleikir gerðu ekkert rosalega mikið fyrir okkur í töflunni. Þegar þetta fór að mjatla og þeir bættust ofan á hvorn annan sigurleikirnir þá fann maður á strákunum að þetta fór að rúlla,“ sagði Snorri. Klippa: Sportið í kvöld - Snorri Steinn efaðist Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Olís-deild karla Sportið í dag Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari Vals segir að það sé svekkjandi fyrir liðið að tímabilið hafi verið blásið af enda var liðið komið á góðan stað í deildinni eftir vægast sagt brösulega byrjun. Valsmenn byrjuðu tímabilið skelfilega og voru við fallsætin þegar fimm umferðir voru búnar af mótinu. Síðan fór liðið á svakalegt flug og var komið á toppinn er deildin var blásin af á dögunum. Fyrrum landsliðsmaðurinn fór yfir tímabilið í Sportinu í dag. „Við getum ekkert verið að spá og spökulera í því hvað hefði gerst en það er alveg rétt að það var talað mikið um þessa blessuðu byrjun okkar og hún var erfið. Hún var léleg og við vorum ekki að vinna leiki. Það var þungt yfir þessu,“ sagði Snorri Steinn. „Við þurftum að halda krísufundi og það fór gríðarlega vinna og kraftur í að snúa þessu við. Ég er mjög stoltur af því; strákunum og mér sjálfum að hafa tekist það á þennan hátt. Við vorum komnir á frábæran stað og þetta leit vel út. Þess vegna er þetta svekkelsi fyrir okkur að þetta hafi verið blásið af, bæði deild og svo úrslitakeppnin sem og Evrópukeppnin.“ Þjálfarinn segir að hann hafi eðlilega spurt sig spurninga í upphafi móts þar sem gengið var skelfilegt. Þó að sigrarnir hafi byrjað að koma hafi líðan ekkert verið mikið betri heldur. „Ég held að það sé eðlilegt sem íþróttamaður og sem þjálfari líka að þú efast alveg. Þegar hlutirnir eru ekki að ganga upp nokkra leiki í röð þá fer maður klárlega að spyrja sjálfan sig hvort að maður sé ekki að gera eitthvað rangt. Ég svaf ekkert alltaf eins og engill á þessum tíma.“ „Þegar við fórum að vinna þá vorum við bara komnir í það slæm mál að einn eða tveir sigurleikir gerðu ekkert rosalega mikið fyrir okkur í töflunni. Þegar þetta fór að mjatla og þeir bættust ofan á hvorn annan sigurleikirnir þá fann maður á strákunum að þetta fór að rúlla,“ sagði Snorri. Klippa: Sportið í kvöld - Snorri Steinn efaðist Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Olís-deild karla Sportið í dag Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira