Fleiri gerendur heimilisofbeldis leita sér aðstoðar: Hræddir við að misstíga sig Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. apríl 2020 19:00 Fleiri ný mál koma nú inn á borð Heimilisfriðar, meðferðarúrræðis fyrir gerendur heimilisofbeldis. Þá leitar fólk, sem áður hefur verið í meðferð, sér aðstoðar í auknum mæli – hrætt við að misstíga sig. Heimilisfriður er meðferðarúrrði fyrir gerendur heimilisofbeldis. Í meðferðinni er miðað við að gerendur viðurkenni ábyrgð á hegðun sinni og vinni að breytingum. Á tímum kórónuveirufaraldursins hafa sálfræðingar hjá Heimilisfriði fundið fyrir auknum þunga. „Bæði hjá þeim sem hafa verið hjá okkur og þeim sem eru í meðferð, hafa verið um skemmri eða lengri tíma. Maður finnur að það er að þyngjast róðurinn, það er erfiðari undiraldan og það er aukning á nýjum málum,“ segir Andrés Proppé Ragnarsson, sálfræðingur hjá Heimilisfriði. Ákveðið hefur verið að auka þjónustu um páskana til að bregðast við. Opið verður fyrir síma á dagvinnutíma um pásakana. Andrés segir að nú sé mikið um að fólk, sem áður hefur leitað sér aðstoðar vegna ofbeldishegðunar, hafi samband. „Það er að hringja, passa sig meira, koma oftar, vilja koma oftar og hraðar. Þau hafa áhyggjur af því að nú þegar spennan er meiri, yfirvofandi óvissa, þá er hættara við að þeir gera eitthvað sem þau verða mjög ósátt við,“ segir Andrés. Þá sé alveg ljóst að aukning hafi orðið á heimilisofbeldismálum á síðustu vikum. Það sjáist á fjölda nýrra skjólstæðinga. „Auðvitað er ég áhyggjufullur. Það eru auðvitað merki sem við erum að sjá sem eru ekki góð,“ segir Andrés og bætir við að áfengisnotkun sé áhyggjuefni. „Við vitum það að þegar svona er þá er alltaf hætta, fólk er meira heima að líta á þetta sem einhvern allsherjar frítíma þar sem við erum að nota áfengi mikið meira en áður og því fylgja bara ákveðnar áhættur, sérstaklega í kring um ofbeldishegðun,“ segir Andrés. Fjölskyldumál Félagsmál Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Nokkrar konur sem beittar eru heimilisofbeldi telja sig fastar á heimilinu með börnin Nokkur dæmi eru um að konur, sem orðið hafa fyrir heimilisofbeldi og leitað til Bjarkarhlíðar, telji sig fastar á heimilinu ásamt börnum sínum vegna covid-faraldursins. Þeim þyki ekki eiga við sig að fara í Kvennaathvarfið. 7. apríl 2020 19:00 Lamdi konuna sína úti á götu Íbúar í lítilli götu í Vesturbænum í Reykjavík urðu vitni að því um kvöldmatarleytið í gær þegar ung kona kom hlaupandi undan manni sínum, óttaslegin og grátandi. 7. apríl 2020 11:30 Tvö andlát rannsökuð sem sakamál: Aukin hætta á heimilisofbeldi á tímum COVID-19 Tveir karlmenn eru í haldi lögreglu vegna láts konu um sextugt í heimahúsi í Hafnarfirði í nótt. Þriðji karlmaðurinn er í gæsluvarðhaldi í tengslum við lát konu í Sandgerði fyrir rúmri viku. 6. apríl 2020 19:29 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Fleiri ný mál koma nú inn á borð Heimilisfriðar, meðferðarúrræðis fyrir gerendur heimilisofbeldis. Þá leitar fólk, sem áður hefur verið í meðferð, sér aðstoðar í auknum mæli – hrætt við að misstíga sig. Heimilisfriður er meðferðarúrrði fyrir gerendur heimilisofbeldis. Í meðferðinni er miðað við að gerendur viðurkenni ábyrgð á hegðun sinni og vinni að breytingum. Á tímum kórónuveirufaraldursins hafa sálfræðingar hjá Heimilisfriði fundið fyrir auknum þunga. „Bæði hjá þeim sem hafa verið hjá okkur og þeim sem eru í meðferð, hafa verið um skemmri eða lengri tíma. Maður finnur að það er að þyngjast róðurinn, það er erfiðari undiraldan og það er aukning á nýjum málum,“ segir Andrés Proppé Ragnarsson, sálfræðingur hjá Heimilisfriði. Ákveðið hefur verið að auka þjónustu um páskana til að bregðast við. Opið verður fyrir síma á dagvinnutíma um pásakana. Andrés segir að nú sé mikið um að fólk, sem áður hefur leitað sér aðstoðar vegna ofbeldishegðunar, hafi samband. „Það er að hringja, passa sig meira, koma oftar, vilja koma oftar og hraðar. Þau hafa áhyggjur af því að nú þegar spennan er meiri, yfirvofandi óvissa, þá er hættara við að þeir gera eitthvað sem þau verða mjög ósátt við,“ segir Andrés. Þá sé alveg ljóst að aukning hafi orðið á heimilisofbeldismálum á síðustu vikum. Það sjáist á fjölda nýrra skjólstæðinga. „Auðvitað er ég áhyggjufullur. Það eru auðvitað merki sem við erum að sjá sem eru ekki góð,“ segir Andrés og bætir við að áfengisnotkun sé áhyggjuefni. „Við vitum það að þegar svona er þá er alltaf hætta, fólk er meira heima að líta á þetta sem einhvern allsherjar frítíma þar sem við erum að nota áfengi mikið meira en áður og því fylgja bara ákveðnar áhættur, sérstaklega í kring um ofbeldishegðun,“ segir Andrés.
Fjölskyldumál Félagsmál Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Nokkrar konur sem beittar eru heimilisofbeldi telja sig fastar á heimilinu með börnin Nokkur dæmi eru um að konur, sem orðið hafa fyrir heimilisofbeldi og leitað til Bjarkarhlíðar, telji sig fastar á heimilinu ásamt börnum sínum vegna covid-faraldursins. Þeim þyki ekki eiga við sig að fara í Kvennaathvarfið. 7. apríl 2020 19:00 Lamdi konuna sína úti á götu Íbúar í lítilli götu í Vesturbænum í Reykjavík urðu vitni að því um kvöldmatarleytið í gær þegar ung kona kom hlaupandi undan manni sínum, óttaslegin og grátandi. 7. apríl 2020 11:30 Tvö andlát rannsökuð sem sakamál: Aukin hætta á heimilisofbeldi á tímum COVID-19 Tveir karlmenn eru í haldi lögreglu vegna láts konu um sextugt í heimahúsi í Hafnarfirði í nótt. Þriðji karlmaðurinn er í gæsluvarðhaldi í tengslum við lát konu í Sandgerði fyrir rúmri viku. 6. apríl 2020 19:29 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Nokkrar konur sem beittar eru heimilisofbeldi telja sig fastar á heimilinu með börnin Nokkur dæmi eru um að konur, sem orðið hafa fyrir heimilisofbeldi og leitað til Bjarkarhlíðar, telji sig fastar á heimilinu ásamt börnum sínum vegna covid-faraldursins. Þeim þyki ekki eiga við sig að fara í Kvennaathvarfið. 7. apríl 2020 19:00
Lamdi konuna sína úti á götu Íbúar í lítilli götu í Vesturbænum í Reykjavík urðu vitni að því um kvöldmatarleytið í gær þegar ung kona kom hlaupandi undan manni sínum, óttaslegin og grátandi. 7. apríl 2020 11:30
Tvö andlát rannsökuð sem sakamál: Aukin hætta á heimilisofbeldi á tímum COVID-19 Tveir karlmenn eru í haldi lögreglu vegna láts konu um sextugt í heimahúsi í Hafnarfirði í nótt. Þriðji karlmaðurinn er í gæsluvarðhaldi í tengslum við lát konu í Sandgerði fyrir rúmri viku. 6. apríl 2020 19:29