Fleiri gerendur heimilisofbeldis leita sér aðstoðar: Hræddir við að misstíga sig Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. apríl 2020 19:00 Fleiri ný mál koma nú inn á borð Heimilisfriðar, meðferðarúrræðis fyrir gerendur heimilisofbeldis. Þá leitar fólk, sem áður hefur verið í meðferð, sér aðstoðar í auknum mæli – hrætt við að misstíga sig. Heimilisfriður er meðferðarúrrði fyrir gerendur heimilisofbeldis. Í meðferðinni er miðað við að gerendur viðurkenni ábyrgð á hegðun sinni og vinni að breytingum. Á tímum kórónuveirufaraldursins hafa sálfræðingar hjá Heimilisfriði fundið fyrir auknum þunga. „Bæði hjá þeim sem hafa verið hjá okkur og þeim sem eru í meðferð, hafa verið um skemmri eða lengri tíma. Maður finnur að það er að þyngjast róðurinn, það er erfiðari undiraldan og það er aukning á nýjum málum,“ segir Andrés Proppé Ragnarsson, sálfræðingur hjá Heimilisfriði. Ákveðið hefur verið að auka þjónustu um páskana til að bregðast við. Opið verður fyrir síma á dagvinnutíma um pásakana. Andrés segir að nú sé mikið um að fólk, sem áður hefur leitað sér aðstoðar vegna ofbeldishegðunar, hafi samband. „Það er að hringja, passa sig meira, koma oftar, vilja koma oftar og hraðar. Þau hafa áhyggjur af því að nú þegar spennan er meiri, yfirvofandi óvissa, þá er hættara við að þeir gera eitthvað sem þau verða mjög ósátt við,“ segir Andrés. Þá sé alveg ljóst að aukning hafi orðið á heimilisofbeldismálum á síðustu vikum. Það sjáist á fjölda nýrra skjólstæðinga. „Auðvitað er ég áhyggjufullur. Það eru auðvitað merki sem við erum að sjá sem eru ekki góð,“ segir Andrés og bætir við að áfengisnotkun sé áhyggjuefni. „Við vitum það að þegar svona er þá er alltaf hætta, fólk er meira heima að líta á þetta sem einhvern allsherjar frítíma þar sem við erum að nota áfengi mikið meira en áður og því fylgja bara ákveðnar áhættur, sérstaklega í kring um ofbeldishegðun,“ segir Andrés. Fjölskyldumál Félagsmál Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Nokkrar konur sem beittar eru heimilisofbeldi telja sig fastar á heimilinu með börnin Nokkur dæmi eru um að konur, sem orðið hafa fyrir heimilisofbeldi og leitað til Bjarkarhlíðar, telji sig fastar á heimilinu ásamt börnum sínum vegna covid-faraldursins. Þeim þyki ekki eiga við sig að fara í Kvennaathvarfið. 7. apríl 2020 19:00 Lamdi konuna sína úti á götu Íbúar í lítilli götu í Vesturbænum í Reykjavík urðu vitni að því um kvöldmatarleytið í gær þegar ung kona kom hlaupandi undan manni sínum, óttaslegin og grátandi. 7. apríl 2020 11:30 Tvö andlát rannsökuð sem sakamál: Aukin hætta á heimilisofbeldi á tímum COVID-19 Tveir karlmenn eru í haldi lögreglu vegna láts konu um sextugt í heimahúsi í Hafnarfirði í nótt. Þriðji karlmaðurinn er í gæsluvarðhaldi í tengslum við lát konu í Sandgerði fyrir rúmri viku. 6. apríl 2020 19:29 Mest lesið Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
Fleiri ný mál koma nú inn á borð Heimilisfriðar, meðferðarúrræðis fyrir gerendur heimilisofbeldis. Þá leitar fólk, sem áður hefur verið í meðferð, sér aðstoðar í auknum mæli – hrætt við að misstíga sig. Heimilisfriður er meðferðarúrrði fyrir gerendur heimilisofbeldis. Í meðferðinni er miðað við að gerendur viðurkenni ábyrgð á hegðun sinni og vinni að breytingum. Á tímum kórónuveirufaraldursins hafa sálfræðingar hjá Heimilisfriði fundið fyrir auknum þunga. „Bæði hjá þeim sem hafa verið hjá okkur og þeim sem eru í meðferð, hafa verið um skemmri eða lengri tíma. Maður finnur að það er að þyngjast róðurinn, það er erfiðari undiraldan og það er aukning á nýjum málum,“ segir Andrés Proppé Ragnarsson, sálfræðingur hjá Heimilisfriði. Ákveðið hefur verið að auka þjónustu um páskana til að bregðast við. Opið verður fyrir síma á dagvinnutíma um pásakana. Andrés segir að nú sé mikið um að fólk, sem áður hefur leitað sér aðstoðar vegna ofbeldishegðunar, hafi samband. „Það er að hringja, passa sig meira, koma oftar, vilja koma oftar og hraðar. Þau hafa áhyggjur af því að nú þegar spennan er meiri, yfirvofandi óvissa, þá er hættara við að þeir gera eitthvað sem þau verða mjög ósátt við,“ segir Andrés. Þá sé alveg ljóst að aukning hafi orðið á heimilisofbeldismálum á síðustu vikum. Það sjáist á fjölda nýrra skjólstæðinga. „Auðvitað er ég áhyggjufullur. Það eru auðvitað merki sem við erum að sjá sem eru ekki góð,“ segir Andrés og bætir við að áfengisnotkun sé áhyggjuefni. „Við vitum það að þegar svona er þá er alltaf hætta, fólk er meira heima að líta á þetta sem einhvern allsherjar frítíma þar sem við erum að nota áfengi mikið meira en áður og því fylgja bara ákveðnar áhættur, sérstaklega í kring um ofbeldishegðun,“ segir Andrés.
Fjölskyldumál Félagsmál Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Nokkrar konur sem beittar eru heimilisofbeldi telja sig fastar á heimilinu með börnin Nokkur dæmi eru um að konur, sem orðið hafa fyrir heimilisofbeldi og leitað til Bjarkarhlíðar, telji sig fastar á heimilinu ásamt börnum sínum vegna covid-faraldursins. Þeim þyki ekki eiga við sig að fara í Kvennaathvarfið. 7. apríl 2020 19:00 Lamdi konuna sína úti á götu Íbúar í lítilli götu í Vesturbænum í Reykjavík urðu vitni að því um kvöldmatarleytið í gær þegar ung kona kom hlaupandi undan manni sínum, óttaslegin og grátandi. 7. apríl 2020 11:30 Tvö andlát rannsökuð sem sakamál: Aukin hætta á heimilisofbeldi á tímum COVID-19 Tveir karlmenn eru í haldi lögreglu vegna láts konu um sextugt í heimahúsi í Hafnarfirði í nótt. Þriðji karlmaðurinn er í gæsluvarðhaldi í tengslum við lát konu í Sandgerði fyrir rúmri viku. 6. apríl 2020 19:29 Mest lesið Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
Nokkrar konur sem beittar eru heimilisofbeldi telja sig fastar á heimilinu með börnin Nokkur dæmi eru um að konur, sem orðið hafa fyrir heimilisofbeldi og leitað til Bjarkarhlíðar, telji sig fastar á heimilinu ásamt börnum sínum vegna covid-faraldursins. Þeim þyki ekki eiga við sig að fara í Kvennaathvarfið. 7. apríl 2020 19:00
Lamdi konuna sína úti á götu Íbúar í lítilli götu í Vesturbænum í Reykjavík urðu vitni að því um kvöldmatarleytið í gær þegar ung kona kom hlaupandi undan manni sínum, óttaslegin og grátandi. 7. apríl 2020 11:30
Tvö andlát rannsökuð sem sakamál: Aukin hætta á heimilisofbeldi á tímum COVID-19 Tveir karlmenn eru í haldi lögreglu vegna láts konu um sextugt í heimahúsi í Hafnarfirði í nótt. Þriðji karlmaðurinn er í gæsluvarðhaldi í tengslum við lát konu í Sandgerði fyrir rúmri viku. 6. apríl 2020 19:29