Þorbjörg Sigríður fyllir skarð Þorsteins í þingflokki Viðreisnar Atli Ísleifsson skrifar 8. apríl 2020 08:45 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir hefur starfað sem saksóknari hjá embætti ríkissaksóknara. Viðreisn Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, saksóknari hjá embætti ríkissaksóknara og varaþingmaður, mun taka við sæti Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar, þegar hann lætur af þingmennsku þann 14. apríl næstkomandi. Þorsteinn greindi forseta Alþingis frá því í gær og svo opinberlega í morgun að hann hugðist segja af sér þingmennsku og hverfa aftur til starfa í atvinnulífinu síðar í mánuðinum. Hann mun einnig láta af varaformennsku í flokknum. Í tilkynningu frá Viðreisn kemur fram að Þorbjörg sé lögfræðingur að mennt frá Háskóla Íslands, auk þess að hafa lokið framhaldsnámi í lögfræði frá Columbia í New York. Hún var aðstoðarmaður Þorsteins Víglundssonar þegar hann gegndi embætti félags- og jafnréttismálaráðherra, auk þess að hafa verið pistlahöfundur á Fréttablaðinu. Þorsteinn Víglundsson.Vísir/vilhelm Hefur gaman af krefjandi verkefnum Haft eftir Þorbjörgu að hún hafi gaman af krefjandi verkefnum, komi úr þannig starfsumhverfi og finnist spennandi að fá núna að takast á við verkefni Alþingis. „Ég trúi á að hlutirnir sem máli skipta í lífinu eigi það sameiginlegt að vera krefjandi. Þingflokkur Viðreisnar er skemmtilegur og sterkur hópur, sem mér finnst frábært að verða núna hluti af. Auðvitað er síðan sérstakt að taka sæti á Alþingi með þau verkefni sem koma í kjölfar þess að faraldur er að breyta heiminum. Mér hefur fundist samstaða og samkennd einkenna fyrstu skref. Og ætla að leggja mitt af mörkum með þessi stef að leiðarljósi og frjálslyndar áherslur Viðreisnar.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Vont að sjá góðan liðsfélaga fara af þingi Einnig er haft eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar, að sér þyki að sjálfsögðu vont að sjá góðan liðsfélaga fara af þingi en á sama tíma sé spennandi að fá öfluga og reynslumikla manneskju sem hún viti að hafi bæði kraftinn og hjartað á réttum stað. „Þingflokkur Viðreisnar vinnur áfram þétt saman að þeim mikilvægu málum sem á okkur brenna. Við Þorsteinn höfum átt langt og farsælt samstarf og hann er einn af mínum nánari vinum. Um leið og ég sé eftir Þorsteini af þinginu hlakka ég til samstarfs við Þorbjörgu, sem nú kemur inn í þingflokkinn með mikilvæga reynslu sem ég veit að mun nýtast okkur,” er haft eftir Þorgerði Katrínu. Vistaskipti Viðreisn Alþingi Tengdar fréttir Þorsteinn Víglundsson segir af sér þingmennsku Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku og sem varavormaður flokksins. 8. apríl 2020 08:09 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, saksóknari hjá embætti ríkissaksóknara og varaþingmaður, mun taka við sæti Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar, þegar hann lætur af þingmennsku þann 14. apríl næstkomandi. Þorsteinn greindi forseta Alþingis frá því í gær og svo opinberlega í morgun að hann hugðist segja af sér þingmennsku og hverfa aftur til starfa í atvinnulífinu síðar í mánuðinum. Hann mun einnig láta af varaformennsku í flokknum. Í tilkynningu frá Viðreisn kemur fram að Þorbjörg sé lögfræðingur að mennt frá Háskóla Íslands, auk þess að hafa lokið framhaldsnámi í lögfræði frá Columbia í New York. Hún var aðstoðarmaður Þorsteins Víglundssonar þegar hann gegndi embætti félags- og jafnréttismálaráðherra, auk þess að hafa verið pistlahöfundur á Fréttablaðinu. Þorsteinn Víglundsson.Vísir/vilhelm Hefur gaman af krefjandi verkefnum Haft eftir Þorbjörgu að hún hafi gaman af krefjandi verkefnum, komi úr þannig starfsumhverfi og finnist spennandi að fá núna að takast á við verkefni Alþingis. „Ég trúi á að hlutirnir sem máli skipta í lífinu eigi það sameiginlegt að vera krefjandi. Þingflokkur Viðreisnar er skemmtilegur og sterkur hópur, sem mér finnst frábært að verða núna hluti af. Auðvitað er síðan sérstakt að taka sæti á Alþingi með þau verkefni sem koma í kjölfar þess að faraldur er að breyta heiminum. Mér hefur fundist samstaða og samkennd einkenna fyrstu skref. Og ætla að leggja mitt af mörkum með þessi stef að leiðarljósi og frjálslyndar áherslur Viðreisnar.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Vont að sjá góðan liðsfélaga fara af þingi Einnig er haft eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar, að sér þyki að sjálfsögðu vont að sjá góðan liðsfélaga fara af þingi en á sama tíma sé spennandi að fá öfluga og reynslumikla manneskju sem hún viti að hafi bæði kraftinn og hjartað á réttum stað. „Þingflokkur Viðreisnar vinnur áfram þétt saman að þeim mikilvægu málum sem á okkur brenna. Við Þorsteinn höfum átt langt og farsælt samstarf og hann er einn af mínum nánari vinum. Um leið og ég sé eftir Þorsteini af þinginu hlakka ég til samstarfs við Þorbjörgu, sem nú kemur inn í þingflokkinn með mikilvæga reynslu sem ég veit að mun nýtast okkur,” er haft eftir Þorgerði Katrínu.
Vistaskipti Viðreisn Alþingi Tengdar fréttir Þorsteinn Víglundsson segir af sér þingmennsku Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku og sem varavormaður flokksins. 8. apríl 2020 08:09 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson segir af sér þingmennsku Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku og sem varavormaður flokksins. 8. apríl 2020 08:09