Kortavelta í mars sýnir vel áhrif samkomubanns Eiður Þór Árnason skrifar 8. apríl 2020 08:23 Kortavelta snyrti- og rakarastofa hrundi á einni nóttu. Rannsóknasetur verslunarinnar Greiðslukortavelta Íslendinga dróst saman um 12,5% í mars síðastliðnum samanborið við mars í fyrra en netverslun ríflega tvöfaldaðist á milli ára. Á sama tíma sáust tekjur snyrti- og rakarastofa hverfa yfir nótt. Kortavelta í verslun er í heildina nær óbreytt frá sama mánuði í fyrra en þjónustuflokkarnir taka höggið, er fram kemur í tölum sem Rannsóknasetur verslunarinnar tekur saman. Netverslun jókst um 111% á milli ára og var í stöðugum vexti allan mánuðinn. Netverslun í mars 2020 nam 1,7 milljarði samanborið við rúmar 800 milljónir í mars 2019. Hér má sjá þróun netverslunar í marsmánuði sem hlutfall af verslun í heild.Rannsóknasetur verslunarinnar Í mars jókst kortavelta í dagvöruverslunum og stórmörkuðum um tæp 12% á milli ára. Rannsóknasetrið telur að hér hafi áhrif að neysla í mötuneytum fyrirtækja og á veitingahúsum hafi minnkað til muna sem hafi líklega orðið til þess að þau kaup færist í kaup einstaklinga í matvöruverslunum. Kortavelta í áfengisverslun jókst um 22% Kortavelta í lyfja-, heilsu og snyrtivöruverslunum jókst um 18% á milli ára, og um heil 177% á netinu frá mars í fyrra. Loks jókst kortavelta í áfengisverslun um tæp 22% á milli ára og nam 2,2 milljörðum í mars síðastliðnum. Í raftækjaverslun jókst kortavelta í mars um 29% samanborið við sama mánuð í fyrra og nam tæpum tveimur milljörðum. Þá jókst kortavelta í byggingavöruverslun um 9% og nam 2,1 milljarði í liðnum marsmánuði. Þar að auki dróst eldsneytissala saman um 19% á milli ára í mars og nam 3,8 milljörðum í mánuðinum sem leið. Þjónustugreinar taka högg Innlend kortavelta veitingastaða dróst saman um 31% í mars á meðan menningartengd þjónusta svo sem söfn, tónleikastaðir, leikhús og bíó dróst saman um 32% samkvæmt kortaveltutölunum. Kortavelta snyrtistofa og áþekkra aðila dróst saman um 24% í mánuðinum sem leið en starfsemi þessara aðila var bönnuð með hertu samkomubanni þann 24. mars. Mikill samdráttur var í innlendri kortaveltu í flokkum ferðaþjónustu. Þannig minnkaði innlend kortavelta gistiþjónustu um 46% og ferðaskrifstofa um 82% í mars. Á sama tíma jókst innlend velta bílaleiga um 5,6% á milli ára. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Samkomubann á Íslandi Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Samstarf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Fleiri fréttir Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Sjá meira
Greiðslukortavelta Íslendinga dróst saman um 12,5% í mars síðastliðnum samanborið við mars í fyrra en netverslun ríflega tvöfaldaðist á milli ára. Á sama tíma sáust tekjur snyrti- og rakarastofa hverfa yfir nótt. Kortavelta í verslun er í heildina nær óbreytt frá sama mánuði í fyrra en þjónustuflokkarnir taka höggið, er fram kemur í tölum sem Rannsóknasetur verslunarinnar tekur saman. Netverslun jókst um 111% á milli ára og var í stöðugum vexti allan mánuðinn. Netverslun í mars 2020 nam 1,7 milljarði samanborið við rúmar 800 milljónir í mars 2019. Hér má sjá þróun netverslunar í marsmánuði sem hlutfall af verslun í heild.Rannsóknasetur verslunarinnar Í mars jókst kortavelta í dagvöruverslunum og stórmörkuðum um tæp 12% á milli ára. Rannsóknasetrið telur að hér hafi áhrif að neysla í mötuneytum fyrirtækja og á veitingahúsum hafi minnkað til muna sem hafi líklega orðið til þess að þau kaup færist í kaup einstaklinga í matvöruverslunum. Kortavelta í áfengisverslun jókst um 22% Kortavelta í lyfja-, heilsu og snyrtivöruverslunum jókst um 18% á milli ára, og um heil 177% á netinu frá mars í fyrra. Loks jókst kortavelta í áfengisverslun um tæp 22% á milli ára og nam 2,2 milljörðum í mars síðastliðnum. Í raftækjaverslun jókst kortavelta í mars um 29% samanborið við sama mánuð í fyrra og nam tæpum tveimur milljörðum. Þá jókst kortavelta í byggingavöruverslun um 9% og nam 2,1 milljarði í liðnum marsmánuði. Þar að auki dróst eldsneytissala saman um 19% á milli ára í mars og nam 3,8 milljörðum í mánuðinum sem leið. Þjónustugreinar taka högg Innlend kortavelta veitingastaða dróst saman um 31% í mars á meðan menningartengd þjónusta svo sem söfn, tónleikastaðir, leikhús og bíó dróst saman um 32% samkvæmt kortaveltutölunum. Kortavelta snyrtistofa og áþekkra aðila dróst saman um 24% í mánuðinum sem leið en starfsemi þessara aðila var bönnuð með hertu samkomubanni þann 24. mars. Mikill samdráttur var í innlendri kortaveltu í flokkum ferðaþjónustu. Þannig minnkaði innlend kortavelta gistiþjónustu um 46% og ferðaskrifstofa um 82% í mars. Á sama tíma jókst innlend velta bílaleiga um 5,6% á milli ára.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Samkomubann á Íslandi Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Samstarf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Fleiri fréttir Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur