Hvetur Íslendinga til að fara að tilmælum þríeykisins Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. apríl 2020 18:22 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var gestur Bítisins á dögunum. Vísir/Vilhelm Forseta Íslands segist þykja gaman að sjá hvað Íslendingar eru tilbúnir að treysta framvarðasveit landsins í baráttunni gegn kórónuveirunni, eins og kannannir MMR og Gallup hafa t.a.m. borið með sér. Hann biðlar til landsmanna að fara að tilmælum þríeykisins svokallaða, allir vilji jú vera hluti af lausninni en ekki vandanum. „Það sem ég kann svo vel að meta er að fólk er reiðubúið að treysta okkar framvarðasveit. Ekki bara af því að þau hafa einhverjar gráður eða vegna þess að þau geta kallað sig sérfræðinga heldur vegna þess að fólk skilur, sér og veit að fólk er að reyna að gera sitt besta í fordæmalausum aðstæðum,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Vísar hann þar m.a. til þeirra Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknir, Ölmu Möller landlæknis og Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns, sem hafa borið hitann og þungann af daglegum upplýsingafundum vegna yfirstandandi farsóttar. Forsetinn segir að þó svo að landsmenn hafi heilt yfir staðið sig „sæmilega“ að fara að öllum tilmælum og leiðbeiningum er ljóst að betur má ef duga skal. „Svona hugsunarháttur gengur ekki“ Nefnir Guðni í því samhengi veðurhvellinn um síðustu helgi, þegar björgunarsveitir þurftu að bjarga um 100 Íslendingum sem lentu í vandræðum á ferð sinni um landið - þó svo að landsmenn hafi verið hvattir til að halda sig heima. Forsetinn telur þessa hegðun ekki til eftirbreytni. „Þá erum við að auka á vandann og nægur er hann samt. Við eigum að vera hluti lausnarinnar, við eigum ekki að vera hluti vandans,“ segir Guðni. Það sé því mikilvægt að fólk haldi ekki að ekkert komi fyrir það. „Það hlýtur nú að sleppa að ég, sem ætla ekki að skapa nein vandræði, leyfi mér að fara örsnöggt upp í bústað eða af því taginu,“ nefnir Guðni sem dæmi, sem segist þó eiga erfitt með að skipa fullorðnu fólki fyrir. „Svona hugsunarháttur gengur ekki ef að allir ætla að fara þá leiðina.“ Hér að neðan má heyra viðtal Reykjavík síðdegis við Guðna í heild sinni. Þar ræðir hann m.a. um áhrif veirunnar á störf embættisins, mikilvægi hóflegs kvíða og gerir orð Víðis Reynissonar á upplýsingafundi dagsins að sínum þegar hann segir: „Hegðum okkur bara almennilega. Þetta er ekki flóknara.“ Forseti Íslands Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Hundrað Íslendingum bjargað í samkomubanni: „Er þetta ekki komið gott?“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn minnti enn og aftur á tilmæli almannavarna þess efnis að fólk haldi sig heima um páskana. 6. apríl 2020 15:45 Fólk hefur setið fast í bílum frá miðnætti og hægt gengur að ná til þeirra vegna ófærðar Vonskuveður er á landinu í dag og ófært víða um land. 5. apríl 2020 11:44 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Sjá meira
Forseta Íslands segist þykja gaman að sjá hvað Íslendingar eru tilbúnir að treysta framvarðasveit landsins í baráttunni gegn kórónuveirunni, eins og kannannir MMR og Gallup hafa t.a.m. borið með sér. Hann biðlar til landsmanna að fara að tilmælum þríeykisins svokallaða, allir vilji jú vera hluti af lausninni en ekki vandanum. „Það sem ég kann svo vel að meta er að fólk er reiðubúið að treysta okkar framvarðasveit. Ekki bara af því að þau hafa einhverjar gráður eða vegna þess að þau geta kallað sig sérfræðinga heldur vegna þess að fólk skilur, sér og veit að fólk er að reyna að gera sitt besta í fordæmalausum aðstæðum,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Vísar hann þar m.a. til þeirra Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknir, Ölmu Möller landlæknis og Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns, sem hafa borið hitann og þungann af daglegum upplýsingafundum vegna yfirstandandi farsóttar. Forsetinn segir að þó svo að landsmenn hafi heilt yfir staðið sig „sæmilega“ að fara að öllum tilmælum og leiðbeiningum er ljóst að betur má ef duga skal. „Svona hugsunarháttur gengur ekki“ Nefnir Guðni í því samhengi veðurhvellinn um síðustu helgi, þegar björgunarsveitir þurftu að bjarga um 100 Íslendingum sem lentu í vandræðum á ferð sinni um landið - þó svo að landsmenn hafi verið hvattir til að halda sig heima. Forsetinn telur þessa hegðun ekki til eftirbreytni. „Þá erum við að auka á vandann og nægur er hann samt. Við eigum að vera hluti lausnarinnar, við eigum ekki að vera hluti vandans,“ segir Guðni. Það sé því mikilvægt að fólk haldi ekki að ekkert komi fyrir það. „Það hlýtur nú að sleppa að ég, sem ætla ekki að skapa nein vandræði, leyfi mér að fara örsnöggt upp í bústað eða af því taginu,“ nefnir Guðni sem dæmi, sem segist þó eiga erfitt með að skipa fullorðnu fólki fyrir. „Svona hugsunarháttur gengur ekki ef að allir ætla að fara þá leiðina.“ Hér að neðan má heyra viðtal Reykjavík síðdegis við Guðna í heild sinni. Þar ræðir hann m.a. um áhrif veirunnar á störf embættisins, mikilvægi hóflegs kvíða og gerir orð Víðis Reynissonar á upplýsingafundi dagsins að sínum þegar hann segir: „Hegðum okkur bara almennilega. Þetta er ekki flóknara.“
Forseti Íslands Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Hundrað Íslendingum bjargað í samkomubanni: „Er þetta ekki komið gott?“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn minnti enn og aftur á tilmæli almannavarna þess efnis að fólk haldi sig heima um páskana. 6. apríl 2020 15:45 Fólk hefur setið fast í bílum frá miðnætti og hægt gengur að ná til þeirra vegna ófærðar Vonskuveður er á landinu í dag og ófært víða um land. 5. apríl 2020 11:44 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Sjá meira
Hundrað Íslendingum bjargað í samkomubanni: „Er þetta ekki komið gott?“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn minnti enn og aftur á tilmæli almannavarna þess efnis að fólk haldi sig heima um páskana. 6. apríl 2020 15:45
Fólk hefur setið fast í bílum frá miðnætti og hægt gengur að ná til þeirra vegna ófærðar Vonskuveður er á landinu í dag og ófært víða um land. 5. apríl 2020 11:44