Dana White reddar einkaeyju fyrir UFC bardaga í hverri viku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. apríl 2020 10:00 Dana White, forseti UFC, ætlar ekki að láta neitt stoppa sig eða næsta bardagakvöld. EPA/SHAWN THEW Dana White, forseti UFC, ætlar ekki að gefa það upp á bátinn að halda UFC bardagakvöld þrátt fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar út um allan heim. Hann telur sig nú vera búinn að finna lausnina. Mikil pressa hefur verið á UFC um að fresta bardagakvöldum sínum og nú síðast þurfti Dana White að finna nýjan mann í næsta stóra bardaga af því að Khabib Nurmagomedov afboðaði sig. Khabib er fastur í Rússlandi vegna veirunnar og komst hvergi. Það verður því ekkert að bardaga Khabib og Tony Ferguson á UFC 249 sem fara á fram 18. apríl næstkomandi. Kvöldið er samt enn á dagskrá en enginn veit enn hvar það fer fram. Tony Ferguson mætir þar Justin Gaethje. Dana is taking the UFC to the islands pic.twitter.com/nIp1XeshMW— ESPN MMA (@espnmma) April 7, 2020 Dana White er að hugsa út fyrir kassann og það má vissulega sjá á þessum nýjustu fréttum úr hans búðum. Dana White sagði TMZ frá næstu skrefum hjá UFC varðandi UFC 249 bardagakvöldið. Dana White segist þar vera mjög nálægt því að redda einkaeyju þar sem hann getur boðið upp á sín bardagakvöld. Hann myndi síðan fljúga með bardagakappana á staðinn í einkaflugvélum. Meðal þeirra sem berjast á UFC 249 og hugsanlega á þessari einkaeyju eru Rose Namajunas á móti Jessicu Andrade annars vegar og Francis Ngannou á móti Jairzinho Rozenstruik hins vegar. Greg Hardy, Ray Borg og Jeremy Stephens munu einnig berjast þetta hugsanlega sögulega kvöld. Dana White Securing Private Island for UFC Fights, 'Fights Every Week' https://t.co/EFpSkJvBEv— TMZ (@TMZ) April 7, 2020 Dana White lofar því að það verði passað vel upp á heilsu allra og að hver einasti verði skoðaður vel áður en sá hinn sami fái leyfi til að koma inn í salinn. Þessi bardagaeyja hljómar vissulega spennandi en eins og er þá veit enginn hvar hún er ekki einu sinni í hvaða heimsálfu hún er. Dana White segist hins vera við það að ganga frá samningum og því má búast við frekari fréttum fljótlega enda er bara aðeins ellefu dagar í UFC 249 bardagakvöldið. MMA Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Félögin spá Víkingum titlinum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Eins og draumur að rætast“ „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Sjá meira
Dana White, forseti UFC, ætlar ekki að gefa það upp á bátinn að halda UFC bardagakvöld þrátt fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar út um allan heim. Hann telur sig nú vera búinn að finna lausnina. Mikil pressa hefur verið á UFC um að fresta bardagakvöldum sínum og nú síðast þurfti Dana White að finna nýjan mann í næsta stóra bardaga af því að Khabib Nurmagomedov afboðaði sig. Khabib er fastur í Rússlandi vegna veirunnar og komst hvergi. Það verður því ekkert að bardaga Khabib og Tony Ferguson á UFC 249 sem fara á fram 18. apríl næstkomandi. Kvöldið er samt enn á dagskrá en enginn veit enn hvar það fer fram. Tony Ferguson mætir þar Justin Gaethje. Dana is taking the UFC to the islands pic.twitter.com/nIp1XeshMW— ESPN MMA (@espnmma) April 7, 2020 Dana White er að hugsa út fyrir kassann og það má vissulega sjá á þessum nýjustu fréttum úr hans búðum. Dana White sagði TMZ frá næstu skrefum hjá UFC varðandi UFC 249 bardagakvöldið. Dana White segist þar vera mjög nálægt því að redda einkaeyju þar sem hann getur boðið upp á sín bardagakvöld. Hann myndi síðan fljúga með bardagakappana á staðinn í einkaflugvélum. Meðal þeirra sem berjast á UFC 249 og hugsanlega á þessari einkaeyju eru Rose Namajunas á móti Jessicu Andrade annars vegar og Francis Ngannou á móti Jairzinho Rozenstruik hins vegar. Greg Hardy, Ray Borg og Jeremy Stephens munu einnig berjast þetta hugsanlega sögulega kvöld. Dana White Securing Private Island for UFC Fights, 'Fights Every Week' https://t.co/EFpSkJvBEv— TMZ (@TMZ) April 7, 2020 Dana White lofar því að það verði passað vel upp á heilsu allra og að hver einasti verði skoðaður vel áður en sá hinn sami fái leyfi til að koma inn í salinn. Þessi bardagaeyja hljómar vissulega spennandi en eins og er þá veit enginn hvar hún er ekki einu sinni í hvaða heimsálfu hún er. Dana White segist hins vera við það að ganga frá samningum og því má búast við frekari fréttum fljótlega enda er bara aðeins ellefu dagar í UFC 249 bardagakvöldið.
MMA Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Félögin spá Víkingum titlinum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Eins og draumur að rætast“ „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Sjá meira