Hugsaði það versta en segir verkinn aldrei hafa verið það mikinn Anton Ingi Leifsson skrifar 6. apríl 2020 20:00 Ómar Ingi hefur farið með íslenska landsliðinu á þrjú stórmót. vísir/getty Ómar Ingi Magnússon, landsliðsmaður í handbolta og leikmaður Álaborgar í dönsku úrvalsdeildinni, segir að hugurinn hafi leitað í það að hann myndi ekki snúa handbolta aftur en segir hins vegar að verkurinn hafi aldrei verið svo mikill. Skömmu áður en kórónuveirufaraldurinn stöðvaði danska handboltann eins og margar aðrar íþróttir spilaði Ómar sinn fyrsta handboltaleik í átta mánuði. Hann hafði glímt við meiðsli á höfði. Hann var til viðtals í Sportinu í dag þar sem hann ræddi við Henry Birgi Gunnarsson. „Þetta var öðruvísi fyrst og fremst. Þetta var ekki eitthvað sem maður er vanur að lenda í og skrýtin meiðsli. Þetta eru meiðsli sem maður þurfti bara að ganga í gegnum eins og allt annað og svo betur fer tókst það,“ sagði Ómar Ingi. „Síðan náði ég að spila í mánuð áður en það stoppaði allt aftur. Þetta hefur verið sérstakt tímabil en gott að vera kominn á skrið aftur.“ Hann segir að hann hafi hugsað út í það versta; að hann myndi aldrei snúa aftur á handboltavöllinn en segir að allir þeir sem hann hafi talað við hafi sagt honum að þetta myndi allt fara vel að endingu. „Maður hugsaði það alveg en mér fannst þetta aldrei vera það mikill verkur sem ég var með að ég myndi ekki geta spilað aftur. Þeir sem ég talaði við sögðu að það væri aldrei spurning um hvort ég myndi koma aftur, heldur bara hvenær.“ Selfyssingurinn segir að tilfinningin að snúa aftur á völlinn hafi verið ólýsanleg. „Það var frábært. Það var algjör snilld. Það er yndislegt að komast aftur í boltann og venjulegt líf. Það hefur ekki komið neitt bakslag og ég var búinn að æfa stigvaxandi í nokkra mánuði áður en ég steig inn á völlinn.“ Klippa: Sportið í dag - Ómar Ingi um höfuðmeiðslin Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Danski handboltinn Sportið í dag Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Sport Fleiri fréttir Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Sjá meira
Ómar Ingi Magnússon, landsliðsmaður í handbolta og leikmaður Álaborgar í dönsku úrvalsdeildinni, segir að hugurinn hafi leitað í það að hann myndi ekki snúa handbolta aftur en segir hins vegar að verkurinn hafi aldrei verið svo mikill. Skömmu áður en kórónuveirufaraldurinn stöðvaði danska handboltann eins og margar aðrar íþróttir spilaði Ómar sinn fyrsta handboltaleik í átta mánuði. Hann hafði glímt við meiðsli á höfði. Hann var til viðtals í Sportinu í dag þar sem hann ræddi við Henry Birgi Gunnarsson. „Þetta var öðruvísi fyrst og fremst. Þetta var ekki eitthvað sem maður er vanur að lenda í og skrýtin meiðsli. Þetta eru meiðsli sem maður þurfti bara að ganga í gegnum eins og allt annað og svo betur fer tókst það,“ sagði Ómar Ingi. „Síðan náði ég að spila í mánuð áður en það stoppaði allt aftur. Þetta hefur verið sérstakt tímabil en gott að vera kominn á skrið aftur.“ Hann segir að hann hafi hugsað út í það versta; að hann myndi aldrei snúa aftur á handboltavöllinn en segir að allir þeir sem hann hafi talað við hafi sagt honum að þetta myndi allt fara vel að endingu. „Maður hugsaði það alveg en mér fannst þetta aldrei vera það mikill verkur sem ég var með að ég myndi ekki geta spilað aftur. Þeir sem ég talaði við sögðu að það væri aldrei spurning um hvort ég myndi koma aftur, heldur bara hvenær.“ Selfyssingurinn segir að tilfinningin að snúa aftur á völlinn hafi verið ólýsanleg. „Það var frábært. Það var algjör snilld. Það er yndislegt að komast aftur í boltann og venjulegt líf. Það hefur ekki komið neitt bakslag og ég var búinn að æfa stigvaxandi í nokkra mánuði áður en ég steig inn á völlinn.“ Klippa: Sportið í dag - Ómar Ingi um höfuðmeiðslin Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Danski handboltinn Sportið í dag Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Sport Fleiri fréttir Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Sjá meira