Jeppa stolið af lækni í smáíbúðahverfinu Eiður Þór Árnason skrifar 5. apríl 2020 18:17 Margrét var skiljanlega í áfalli þegar hún áttaði sig á því hvað hafði gerst. Aðsend Margrét Lára Jónsdóttir, læknir hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, lenti í þeirri miður skemmtilegu lífreynslu að jeppanum hennar var stolið. Svo virðist sem að hann hafi verið tekinn einhvern tímann í nótt en Margrét sá hann síðast í gærkvöldi þegar hún fór út í göngutúr. Mikið álag er á heilsugæslunni þessa dagana líkt og annars staðar í heilbrigðiskerfinu vegna faraldurs kórónuveirunnar. Hún segir atvikið eiga sér stað á sérstaklega óheppilegum tíma í ljósi þess að hún notaði fjölskyldubílinn til þess að komast til og frá vinnu. Uppfært klukkan 20:15: Jeppinn er kominn í leitirnar. „Ég vildi bara að fréttin yrði uppfærð svo að ég yrði ekki tekin á morgun á leiðinni í vinnuna,“ sagði Margrét kímin í samtali við Vísi og glöð eftir að hafa fengið símtal frá lögreglunni. Veit ekki hvernig aðilanum tókst að taka bílinn Í samtali við Vísi segist Margrét hafa vaknað upp við einhvern umgang snemma í morgun en ekki litið út fyrr en um ellefuleytið. Þá var jeppinn horfinn. Hún var skiljanlega í áfalli þegar hún áttaði sig á því hvað hafði gerst. „Það var frekar fúlt að lenda í þessu. Ég bjóst ekki við því að þetta myndi gerast í þessu hverfi og líka miðað við að það var stormur í nótt.“ Hún veit ekki hvernig aðilanum tókst að komast inn í bifreiðina og koma henni í gang en segist hafa heyrt að það séu ýmsar leiðir til þess. „Mann grunar náttúrlega að þetta sé einhver sem er mjög illa staddur í lífinu sem er á þessum stað í vonda veðrinu.“ Hvetur fólk til að hafa augun opin Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu og hvetur Margrét fólk til þess að hafa augun opin fyrir jeppanum sem er með bílnúmerið PS-L03. Um er að ræða Toyota Land Cruiser sem var staðsettur fyrir utan íbúð hennar í Hæðargarði í Reykjavík áður en hann hvarf. Þeir sem verða hans varir eru beðnir um að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Margrét vonar að jeppinn komist sem fyrst í leitirnar og í sem bestu ásigkomulagi. Á meðan hefur faðir hennar og tengdamóðir boðið fram bíla sína á meðan þau eru í verndarsóttkví. Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira
Margrét Lára Jónsdóttir, læknir hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, lenti í þeirri miður skemmtilegu lífreynslu að jeppanum hennar var stolið. Svo virðist sem að hann hafi verið tekinn einhvern tímann í nótt en Margrét sá hann síðast í gærkvöldi þegar hún fór út í göngutúr. Mikið álag er á heilsugæslunni þessa dagana líkt og annars staðar í heilbrigðiskerfinu vegna faraldurs kórónuveirunnar. Hún segir atvikið eiga sér stað á sérstaklega óheppilegum tíma í ljósi þess að hún notaði fjölskyldubílinn til þess að komast til og frá vinnu. Uppfært klukkan 20:15: Jeppinn er kominn í leitirnar. „Ég vildi bara að fréttin yrði uppfærð svo að ég yrði ekki tekin á morgun á leiðinni í vinnuna,“ sagði Margrét kímin í samtali við Vísi og glöð eftir að hafa fengið símtal frá lögreglunni. Veit ekki hvernig aðilanum tókst að taka bílinn Í samtali við Vísi segist Margrét hafa vaknað upp við einhvern umgang snemma í morgun en ekki litið út fyrr en um ellefuleytið. Þá var jeppinn horfinn. Hún var skiljanlega í áfalli þegar hún áttaði sig á því hvað hafði gerst. „Það var frekar fúlt að lenda í þessu. Ég bjóst ekki við því að þetta myndi gerast í þessu hverfi og líka miðað við að það var stormur í nótt.“ Hún veit ekki hvernig aðilanum tókst að komast inn í bifreiðina og koma henni í gang en segist hafa heyrt að það séu ýmsar leiðir til þess. „Mann grunar náttúrlega að þetta sé einhver sem er mjög illa staddur í lífinu sem er á þessum stað í vonda veðrinu.“ Hvetur fólk til að hafa augun opin Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu og hvetur Margrét fólk til þess að hafa augun opin fyrir jeppanum sem er með bílnúmerið PS-L03. Um er að ræða Toyota Land Cruiser sem var staðsettur fyrir utan íbúð hennar í Hæðargarði í Reykjavík áður en hann hvarf. Þeir sem verða hans varir eru beðnir um að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Margrét vonar að jeppinn komist sem fyrst í leitirnar og í sem bestu ásigkomulagi. Á meðan hefur faðir hennar og tengdamóðir boðið fram bíla sína á meðan þau eru í verndarsóttkví.
Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira