Rétti dómaranum tönnina sína og hélt svo áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2020 10:30 Brasilíumaðurinn Glover Teixeira fagnar sigrinum á Anthony Smith í nótt. Getty/Douglas P. DeFelice Glover Texeira er kannski orðinn fertugur en hann gefur ekkert í búrinu og sýndi það heldur betur í sigri sínum á Anthony „Ljónshjarta“ Smith í UFC bardaga í nótt. Glover Texeira og Anthony Smith mættust þá í Jacksonville í Flórída fylki í Bandaríkjunum þar sem UFC hefur fundið sér samastað í kórónuveirufaraldrinum. Brasilíumaðurinn Glover Texeira er á miklu skriði og nálgast nú titilbardaga eftir fjórða sigurinn í röð. Það þurfti að stoppa bardaganna í fimmtu lotu en þá hafði Glover Texeira farið ansi illa með Anthony Smith. Hér fyrir neðan má sjá upptalningu á meiðslum Smith í þessum bardaga. Anthony Smith confirmed losing permanent teeth, among other injuries suffered at #UFCJax(via @arielhelwani) pic.twitter.com/c4V5wjFhrx— ESPN MMA (@espnmma) May 14, 2020 Hann nefbrotnaði, augntóftarbeinið brotnaði og hann missti tvær tennur. Önnur þeirra var framtönn en hin var baka til. Anthony Smith er níu árum yngri og byrjaði bardagann betur en Glover Texeira en bardaginn snerist í lok annarrar lotu eftir stórsókn frá Texeira. Anthony hefur gælunafnið „Ljónshjarta“ og hann stóð undir nafni í nótt með því að gefast aldrei upp í bardaganum þrátt fyrir að það væri farið að sjá verulega á honum. "My teeth are falling out." #UFCJAX pic.twitter.com/FPeJ9181j0— UFC (@ufc) May 14, 2020 Anthony „Ljónshjarta“ hætti ekki einu sinni þegar hann missti tvær tennur í bardaganum. Hann meira að segja rétti dómaranum aðra tönnina á meðan það var verið að lumbra á honum. Hér fyrir neðan er Smith nýbúinn að láta dómarann fá tönnina og Texeira biður hann afsökunar á barsmíðunum. Þeir eru greinilega ágætir vinir þrátt fyrir allt saman. Part of the job You'll never hear a more honest fight exchange. #UFCJAX pic.twitter.com/EBJgVJmRcx— UFC (@ufc) May 14, 2020 „Ég náði ekki að halda munnstykkinu inni af því að það vantaði tönnina. Ég horfði þá niður og sá að tönnin mín var á dúknum. Ég tók hana upp og rétti dómaranum hans,“ sagði Anthony Smith í smáskilaboðum til Ariel Helwani, hins heimsþekkta MMA blaðamanns. „Þetta snýst ekki um hvernig þú slærð heldur hversu fast þú slærð og að þú sækir alltaf fram. Það er það sem þetta snýst um,“ sagði Glover Teixeira eftir bardagann. MMA Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjá meira
Glover Texeira er kannski orðinn fertugur en hann gefur ekkert í búrinu og sýndi það heldur betur í sigri sínum á Anthony „Ljónshjarta“ Smith í UFC bardaga í nótt. Glover Texeira og Anthony Smith mættust þá í Jacksonville í Flórída fylki í Bandaríkjunum þar sem UFC hefur fundið sér samastað í kórónuveirufaraldrinum. Brasilíumaðurinn Glover Texeira er á miklu skriði og nálgast nú titilbardaga eftir fjórða sigurinn í röð. Það þurfti að stoppa bardaganna í fimmtu lotu en þá hafði Glover Texeira farið ansi illa með Anthony Smith. Hér fyrir neðan má sjá upptalningu á meiðslum Smith í þessum bardaga. Anthony Smith confirmed losing permanent teeth, among other injuries suffered at #UFCJax(via @arielhelwani) pic.twitter.com/c4V5wjFhrx— ESPN MMA (@espnmma) May 14, 2020 Hann nefbrotnaði, augntóftarbeinið brotnaði og hann missti tvær tennur. Önnur þeirra var framtönn en hin var baka til. Anthony Smith er níu árum yngri og byrjaði bardagann betur en Glover Texeira en bardaginn snerist í lok annarrar lotu eftir stórsókn frá Texeira. Anthony hefur gælunafnið „Ljónshjarta“ og hann stóð undir nafni í nótt með því að gefast aldrei upp í bardaganum þrátt fyrir að það væri farið að sjá verulega á honum. "My teeth are falling out." #UFCJAX pic.twitter.com/FPeJ9181j0— UFC (@ufc) May 14, 2020 Anthony „Ljónshjarta“ hætti ekki einu sinni þegar hann missti tvær tennur í bardaganum. Hann meira að segja rétti dómaranum aðra tönnina á meðan það var verið að lumbra á honum. Hér fyrir neðan er Smith nýbúinn að láta dómarann fá tönnina og Texeira biður hann afsökunar á barsmíðunum. Þeir eru greinilega ágætir vinir þrátt fyrir allt saman. Part of the job You'll never hear a more honest fight exchange. #UFCJAX pic.twitter.com/EBJgVJmRcx— UFC (@ufc) May 14, 2020 „Ég náði ekki að halda munnstykkinu inni af því að það vantaði tönnina. Ég horfði þá niður og sá að tönnin mín var á dúknum. Ég tók hana upp og rétti dómaranum hans,“ sagði Anthony Smith í smáskilaboðum til Ariel Helwani, hins heimsþekkta MMA blaðamanns. „Þetta snýst ekki um hvernig þú slærð heldur hversu fast þú slærð og að þú sækir alltaf fram. Það er það sem þetta snýst um,“ sagði Glover Teixeira eftir bardagann.
MMA Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjá meira