Óttast aukið heimilisofbeldi og hafa sérstakar áhyggjur af stöðu barna Sylvía Hall og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 4. apríl 2020 22:52 Heimilisofbeldi hefur aukist um allt að fjörutíu prósent í öðrum löndum þegar djúpstæður vandi steðjar að og óttast lögreglan að þróunin hér gæti orðið svipuð í ljósi faraldursins. Þóra Jónasdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að huga þurfi sérstaklega að stöðu barna. Samkvæmt afbrotatölfræði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem birtist um mánaðamótin fjölgaði tilkynningum um heimilisofbeldi milli mánaða. Þróun tilkynninga um heimilisofbeldi er þó innan útreiknaðra marka síðustu tólf mánuði. Lögreglan óttast þó að heimilisofbeldi fari vaxandi í ljósi stöðunnar í samfélaginu. „Við höfum áhyggjur af því. Samanber tölur frá öðrum löndum þá hefur það orðið vaxandi heimilisofbeldi, allt upp í þrjátíu til fjörutíu prósent aukning. Við höfum vissulega áhyggjur af því líka á Íslandi,“ segir Þóra Jónasdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn. Slík þróun verði gjarnan þegar krísuástand ríkir í samfélaginu. „Í hruninu þá var aukning í heimilisofbeldismálum þannig við höfum áhyggjur af því og við fylgjumst grannt með því hvort það sé aukning hjá okkur og munum vera vakandi fyrir því. Við erum að reyna að bregðast við þessu líka, að reyna að stíga inn í áður en frekar verður.“ Lögreglan bregðist meðal annars við með vitundarvakningu. „Við sendum út smá myndskeið og þá skiptir máli að nákominn eða aðrir hafi samband við hugsanlegan þolanda heimilisofbeldis.“ Þá sé hægt að nálgast upplýsingar á heimasíðu lögreglunnar og hjá öðrum fagaðilum. Aukin félagsleg einangrun skapi sérstaka hættu og geti gert stöðuna erfiðari en ella. „Kannski eru ekki að koma til okkar tilkynningar sem slíkar. Þess vegna skiptir gríðarlega miklu máli að við sem borgarar séum vakandi fyrir þessu og tilkynnum ef að grunur er um slíkt,“ segir Þóra. „Við höfum vissulega líka áhyggjur af börnunum sem búa við heimilisofbeldi að horfa upp á ofbeldi á heimilunum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Sjaldan meiri hætta á ofbeldi gegn börnum Ofbeldi gegn börnum getur aukist við aðstæður eins og nú eru í þjóðfélaginu að sögn barnamálaráðherra. Hann hefur ráðist í aðgerðir til að fækka slíkum tilfellum. Börn á Akureyri geta með rafrænum hætti sjálf tilkynnt um ofbeldi gegn sér eða öðrum. 1. apríl 2020 19:45 Helmingi fleiri karlar leita til Bjarkarhlíðar vegna ofbeldis Sjötíu og einn karl hefur leitað til Bjarkarhlíðar vegna ofbeldis það sem af er ári en það eru helmingi fleiri karlar en allt árið í fyrra. Verkefnastýra Bjarkarhlíðar segir að karlarnir kæri síður ofbeldið þar sem þeir óttist viðbrögð samfélagsins. 8. september 2019 19:00 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Sjá meira
Heimilisofbeldi hefur aukist um allt að fjörutíu prósent í öðrum löndum þegar djúpstæður vandi steðjar að og óttast lögreglan að þróunin hér gæti orðið svipuð í ljósi faraldursins. Þóra Jónasdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að huga þurfi sérstaklega að stöðu barna. Samkvæmt afbrotatölfræði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem birtist um mánaðamótin fjölgaði tilkynningum um heimilisofbeldi milli mánaða. Þróun tilkynninga um heimilisofbeldi er þó innan útreiknaðra marka síðustu tólf mánuði. Lögreglan óttast þó að heimilisofbeldi fari vaxandi í ljósi stöðunnar í samfélaginu. „Við höfum áhyggjur af því. Samanber tölur frá öðrum löndum þá hefur það orðið vaxandi heimilisofbeldi, allt upp í þrjátíu til fjörutíu prósent aukning. Við höfum vissulega áhyggjur af því líka á Íslandi,“ segir Þóra Jónasdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn. Slík þróun verði gjarnan þegar krísuástand ríkir í samfélaginu. „Í hruninu þá var aukning í heimilisofbeldismálum þannig við höfum áhyggjur af því og við fylgjumst grannt með því hvort það sé aukning hjá okkur og munum vera vakandi fyrir því. Við erum að reyna að bregðast við þessu líka, að reyna að stíga inn í áður en frekar verður.“ Lögreglan bregðist meðal annars við með vitundarvakningu. „Við sendum út smá myndskeið og þá skiptir máli að nákominn eða aðrir hafi samband við hugsanlegan þolanda heimilisofbeldis.“ Þá sé hægt að nálgast upplýsingar á heimasíðu lögreglunnar og hjá öðrum fagaðilum. Aukin félagsleg einangrun skapi sérstaka hættu og geti gert stöðuna erfiðari en ella. „Kannski eru ekki að koma til okkar tilkynningar sem slíkar. Þess vegna skiptir gríðarlega miklu máli að við sem borgarar séum vakandi fyrir þessu og tilkynnum ef að grunur er um slíkt,“ segir Þóra. „Við höfum vissulega líka áhyggjur af börnunum sem búa við heimilisofbeldi að horfa upp á ofbeldi á heimilunum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Sjaldan meiri hætta á ofbeldi gegn börnum Ofbeldi gegn börnum getur aukist við aðstæður eins og nú eru í þjóðfélaginu að sögn barnamálaráðherra. Hann hefur ráðist í aðgerðir til að fækka slíkum tilfellum. Börn á Akureyri geta með rafrænum hætti sjálf tilkynnt um ofbeldi gegn sér eða öðrum. 1. apríl 2020 19:45 Helmingi fleiri karlar leita til Bjarkarhlíðar vegna ofbeldis Sjötíu og einn karl hefur leitað til Bjarkarhlíðar vegna ofbeldis það sem af er ári en það eru helmingi fleiri karlar en allt árið í fyrra. Verkefnastýra Bjarkarhlíðar segir að karlarnir kæri síður ofbeldið þar sem þeir óttist viðbrögð samfélagsins. 8. september 2019 19:00 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Sjá meira
Sjaldan meiri hætta á ofbeldi gegn börnum Ofbeldi gegn börnum getur aukist við aðstæður eins og nú eru í þjóðfélaginu að sögn barnamálaráðherra. Hann hefur ráðist í aðgerðir til að fækka slíkum tilfellum. Börn á Akureyri geta með rafrænum hætti sjálf tilkynnt um ofbeldi gegn sér eða öðrum. 1. apríl 2020 19:45
Helmingi fleiri karlar leita til Bjarkarhlíðar vegna ofbeldis Sjötíu og einn karl hefur leitað til Bjarkarhlíðar vegna ofbeldis það sem af er ári en það eru helmingi fleiri karlar en allt árið í fyrra. Verkefnastýra Bjarkarhlíðar segir að karlarnir kæri síður ofbeldið þar sem þeir óttist viðbrögð samfélagsins. 8. september 2019 19:00
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent