Neita að draga morðákæru á hendur rússnesku systrunum til baka Atli Ísleifsson skrifar 14. maí 2020 08:36 Angelina Khachaturyan mætir fyrir dómara í Moskvu í september 2018. Getty Rannsakendur rússneskra lögregluyfirvalda hafa neitað að draga morðákæru á hendur þremur rússneskum systrum, sem grunaðar eru um að hafa drepið ofbeldisfullan föður sinn, til baka. Óvissa er um framhald málsins sem vakið hefur mikla athygli í landinu. Saksóknaraembættið komst að þeirri niðurstöðu fyrr á árinu að Khachaturyan-systurnar hafi þurft að þola langvarandi líkamlegt og kynferðislegt ofbaldi af hálfu föður síns. Því væri rétt að líta á drápið sem „nauðsynlega sjálfsvörn“. Almennt hafði verið litið á að með því væri málinu líklegast lokið, en einn verjandi kvennanna segir nú að rannsakendur hafi hafnað afstöðu saksóknara. Beittu hníf, hamri og piparúða Khachaturyan-systurnar, þær Maria, Angelina og Krestina, stungu 57 ára gamlan föður sinn til bana í júlí 2018 þar sem hann lá sofandi, en systurnar voru þá sautján, átján og nítján ára gamlar. Sjá einnig:Gætu fellt niður morðákæru á hendur rússneskum systrum Beittu þær hnífi, hamri og piparúða í árásinni, en faðirinn hafði þá beitt systurnar ofbeldi og misnotað þær kynferðislega um árabil. Sögðu þær einnig að hann hafi oft haldið þeim föngnum á heimilinu í langan tíma í senn. Málið hefur vakið mikla athygli í Rússlandi síðustu ár.Getty Gætu átt yfir höfðu sér tuttugu ára dóm Málið hefur vakið mikla athygli í Rússlandi og beint sjónum að stöðu kvenna og hvaða úrræði væru í boði fyrir konur sem verða fyrir ofbeldi af hálfu fjölskyldumeðlims. Vegna málsins hefur mikið verið þrýst á að herða viðurlög vegna heimilsofbeldis í landinu. Tvær elstu systurnar gætu átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi vegna drápsins, fari svo að málið fari fyrir dóm. Systurnar dvelja nú á ólíkum stöðum, eru frjálsar ferða sinna, en þeim er hins vegar meinað að ræða hver við aðra, við fjölmiðla eða aðra sem málinu tengjast. Rússland Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Rannsakendur rússneskra lögregluyfirvalda hafa neitað að draga morðákæru á hendur þremur rússneskum systrum, sem grunaðar eru um að hafa drepið ofbeldisfullan föður sinn, til baka. Óvissa er um framhald málsins sem vakið hefur mikla athygli í landinu. Saksóknaraembættið komst að þeirri niðurstöðu fyrr á árinu að Khachaturyan-systurnar hafi þurft að þola langvarandi líkamlegt og kynferðislegt ofbaldi af hálfu föður síns. Því væri rétt að líta á drápið sem „nauðsynlega sjálfsvörn“. Almennt hafði verið litið á að með því væri málinu líklegast lokið, en einn verjandi kvennanna segir nú að rannsakendur hafi hafnað afstöðu saksóknara. Beittu hníf, hamri og piparúða Khachaturyan-systurnar, þær Maria, Angelina og Krestina, stungu 57 ára gamlan föður sinn til bana í júlí 2018 þar sem hann lá sofandi, en systurnar voru þá sautján, átján og nítján ára gamlar. Sjá einnig:Gætu fellt niður morðákæru á hendur rússneskum systrum Beittu þær hnífi, hamri og piparúða í árásinni, en faðirinn hafði þá beitt systurnar ofbeldi og misnotað þær kynferðislega um árabil. Sögðu þær einnig að hann hafi oft haldið þeim föngnum á heimilinu í langan tíma í senn. Málið hefur vakið mikla athygli í Rússlandi síðustu ár.Getty Gætu átt yfir höfðu sér tuttugu ára dóm Málið hefur vakið mikla athygli í Rússlandi og beint sjónum að stöðu kvenna og hvaða úrræði væru í boði fyrir konur sem verða fyrir ofbeldi af hálfu fjölskyldumeðlims. Vegna málsins hefur mikið verið þrýst á að herða viðurlög vegna heimilsofbeldis í landinu. Tvær elstu systurnar gætu átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi vegna drápsins, fari svo að málið fari fyrir dóm. Systurnar dvelja nú á ólíkum stöðum, eru frjálsar ferða sinna, en þeim er hins vegar meinað að ræða hver við aðra, við fjölmiðla eða aðra sem málinu tengjast.
Rússland Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira