Segist búa yfir sönnun um að Rússar hafi hakkað skrifstofu hennar Atli Ísleifsson skrifar 14. maí 2020 08:01 Angela Merkel Þýskalandskanslari í þýska þinginu í gær. Getty Angela Merkel Þýskalandskanslari hefur staðfest að fulltrúar leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) hafi brotist inn í tölvukerfi hennar árið 2015. Merkel var spurð út í frétt þýsks tímarits um að GRU hafi komist yfir tölvupósta frá kjördæmisskrifstofu hennar í tölvuárás árið 2015, í þýska þinginu í gær. Merkel sagði málið „valda sér sárauka“ og lýsti tölvuárásinni sem „svívirðilegri“. Merkel sagðist engu að síður halda áfram að „leggja sig alla fram við að tryggja góð samskipti við Rússland“. Rússar hafna því að bera ábyrgð Tímaritið Spiegel segir frá árásinni þar sem fram kemur að ráðist hafi verið á tölvur í þýska þinginu. Einnig var ráðist á tölvukerfi ríkisstjórnar landsins árið 2018 og þá bárust óstaðfestar fréttir um að rússneskir hakkarar hafi þar einnig borið ábyrgð. Rússneska ríkisstjórnin hefur hafnað því að hafa staðið fyrir tölvuárásum á þýska þingið. Spiegel gefur í fréttinni ekki upp heimildarmenn sína, en þar eru hakkararnir sagðir hafa komist yfir tölvupósta úr tveimur tölvupóstsinnhólfum á skrifstofu Merkel. Eru póstarnir sagðir hafa verið frá 2012 til 2015. Skýr sönnunargögn Árið 2016 sakaði leyniþjónusta Þýskalands opinberlega hóp hakkara, sem sagður er starfa fyrir rússnesk stjórnvöld, um tölvuárásina. Hópurinn, sem ýmist gengur undir nafninu Fancy Bear eða APT28, er einnig talinn bera ábyrgð á tölvuárásum í tengslum við bandarísku forsetakosningarnar 2016. „Ég reyni á hverjum degi að koma á betri samskiptum við Rússa. Hins vegar eru svo skýr sönnunargögn um að rússneskir aðilar standi að þessu,“ á Merkel að hafa sagt, að því er fram kemur í frétt BBC. Þýskaland Tölvuárásir Rússland Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Angela Merkel Þýskalandskanslari hefur staðfest að fulltrúar leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) hafi brotist inn í tölvukerfi hennar árið 2015. Merkel var spurð út í frétt þýsks tímarits um að GRU hafi komist yfir tölvupósta frá kjördæmisskrifstofu hennar í tölvuárás árið 2015, í þýska þinginu í gær. Merkel sagði málið „valda sér sárauka“ og lýsti tölvuárásinni sem „svívirðilegri“. Merkel sagðist engu að síður halda áfram að „leggja sig alla fram við að tryggja góð samskipti við Rússland“. Rússar hafna því að bera ábyrgð Tímaritið Spiegel segir frá árásinni þar sem fram kemur að ráðist hafi verið á tölvur í þýska þinginu. Einnig var ráðist á tölvukerfi ríkisstjórnar landsins árið 2018 og þá bárust óstaðfestar fréttir um að rússneskir hakkarar hafi þar einnig borið ábyrgð. Rússneska ríkisstjórnin hefur hafnað því að hafa staðið fyrir tölvuárásum á þýska þingið. Spiegel gefur í fréttinni ekki upp heimildarmenn sína, en þar eru hakkararnir sagðir hafa komist yfir tölvupósta úr tveimur tölvupóstsinnhólfum á skrifstofu Merkel. Eru póstarnir sagðir hafa verið frá 2012 til 2015. Skýr sönnunargögn Árið 2016 sakaði leyniþjónusta Þýskalands opinberlega hóp hakkara, sem sagður er starfa fyrir rússnesk stjórnvöld, um tölvuárásina. Hópurinn, sem ýmist gengur undir nafninu Fancy Bear eða APT28, er einnig talinn bera ábyrgð á tölvuárásum í tengslum við bandarísku forsetakosningarnar 2016. „Ég reyni á hverjum degi að koma á betri samskiptum við Rússa. Hins vegar eru svo skýr sönnunargögn um að rússneskir aðilar standi að þessu,“ á Merkel að hafa sagt, að því er fram kemur í frétt BBC.
Þýskaland Tölvuárásir Rússland Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira