Segist búa yfir sönnun um að Rússar hafi hakkað skrifstofu hennar Atli Ísleifsson skrifar 14. maí 2020 08:01 Angela Merkel Þýskalandskanslari í þýska þinginu í gær. Getty Angela Merkel Þýskalandskanslari hefur staðfest að fulltrúar leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) hafi brotist inn í tölvukerfi hennar árið 2015. Merkel var spurð út í frétt þýsks tímarits um að GRU hafi komist yfir tölvupósta frá kjördæmisskrifstofu hennar í tölvuárás árið 2015, í þýska þinginu í gær. Merkel sagði málið „valda sér sárauka“ og lýsti tölvuárásinni sem „svívirðilegri“. Merkel sagðist engu að síður halda áfram að „leggja sig alla fram við að tryggja góð samskipti við Rússland“. Rússar hafna því að bera ábyrgð Tímaritið Spiegel segir frá árásinni þar sem fram kemur að ráðist hafi verið á tölvur í þýska þinginu. Einnig var ráðist á tölvukerfi ríkisstjórnar landsins árið 2018 og þá bárust óstaðfestar fréttir um að rússneskir hakkarar hafi þar einnig borið ábyrgð. Rússneska ríkisstjórnin hefur hafnað því að hafa staðið fyrir tölvuárásum á þýska þingið. Spiegel gefur í fréttinni ekki upp heimildarmenn sína, en þar eru hakkararnir sagðir hafa komist yfir tölvupósta úr tveimur tölvupóstsinnhólfum á skrifstofu Merkel. Eru póstarnir sagðir hafa verið frá 2012 til 2015. Skýr sönnunargögn Árið 2016 sakaði leyniþjónusta Þýskalands opinberlega hóp hakkara, sem sagður er starfa fyrir rússnesk stjórnvöld, um tölvuárásina. Hópurinn, sem ýmist gengur undir nafninu Fancy Bear eða APT28, er einnig talinn bera ábyrgð á tölvuárásum í tengslum við bandarísku forsetakosningarnar 2016. „Ég reyni á hverjum degi að koma á betri samskiptum við Rússa. Hins vegar eru svo skýr sönnunargögn um að rússneskir aðilar standi að þessu,“ á Merkel að hafa sagt, að því er fram kemur í frétt BBC. Þýskaland Tölvuárásir Rússland Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Angela Merkel Þýskalandskanslari hefur staðfest að fulltrúar leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) hafi brotist inn í tölvukerfi hennar árið 2015. Merkel var spurð út í frétt þýsks tímarits um að GRU hafi komist yfir tölvupósta frá kjördæmisskrifstofu hennar í tölvuárás árið 2015, í þýska þinginu í gær. Merkel sagði málið „valda sér sárauka“ og lýsti tölvuárásinni sem „svívirðilegri“. Merkel sagðist engu að síður halda áfram að „leggja sig alla fram við að tryggja góð samskipti við Rússland“. Rússar hafna því að bera ábyrgð Tímaritið Spiegel segir frá árásinni þar sem fram kemur að ráðist hafi verið á tölvur í þýska þinginu. Einnig var ráðist á tölvukerfi ríkisstjórnar landsins árið 2018 og þá bárust óstaðfestar fréttir um að rússneskir hakkarar hafi þar einnig borið ábyrgð. Rússneska ríkisstjórnin hefur hafnað því að hafa staðið fyrir tölvuárásum á þýska þingið. Spiegel gefur í fréttinni ekki upp heimildarmenn sína, en þar eru hakkararnir sagðir hafa komist yfir tölvupósta úr tveimur tölvupóstsinnhólfum á skrifstofu Merkel. Eru póstarnir sagðir hafa verið frá 2012 til 2015. Skýr sönnunargögn Árið 2016 sakaði leyniþjónusta Þýskalands opinberlega hóp hakkara, sem sagður er starfa fyrir rússnesk stjórnvöld, um tölvuárásina. Hópurinn, sem ýmist gengur undir nafninu Fancy Bear eða APT28, er einnig talinn bera ábyrgð á tölvuárásum í tengslum við bandarísku forsetakosningarnar 2016. „Ég reyni á hverjum degi að koma á betri samskiptum við Rússa. Hins vegar eru svo skýr sönnunargögn um að rússneskir aðilar standi að þessu,“ á Merkel að hafa sagt, að því er fram kemur í frétt BBC.
Þýskaland Tölvuárásir Rússland Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira