Nágrannar árásarmannsins í Nova Scotia segjast hafa látið lögreglu vita að hann væri hættulegur Andri Eysteinsson skrifar 13. maí 2020 23:02 Frá minnisvarða um lögreglukonuna Heidi Stevenson á sem var ein 22 sem létust í árás Wortman Getty/ Tim Krochak Nágrannar Gabriels Wortman, mannsins sem varð 22 að bana í Kanada í apríl, segjast hafa tilkynnt Wortman til lögreglu vegna ofbeldishneigðar og byssueignar hans og segja lögregluna ekki sinnt útköllunum nógu vel. Guardian greinir frá. Gabriel Wortman, 51 árs gamall kanadískur ríkisborgari gekk berserksgang á milli bæjanna Portapique og Enfield í Nova Scotia í Kanada 18. til 19. apríl síðastliðinn. Wortman sem var klæddur í lögreglubúning og ók bíl sem útbúinn hafði verið til þess að líkjast lögreglubíl kveikti elda og myrti alls tuttugu og tvo. Í fyrstu myrti hann fólk sem Wortman hafði einhverja tengingu við en með tímanum urðu drápin handahófskennd. Á meðal hinna látnu var lögreglukonan Heidi Stevenson. Um er að ræða versta fjöldamorð í nútímasögu Kanada. Síðan að morðin voru framin hefur lögregla í Novia Scotia yfirheyrt ættingja, vini og nágranna Wortman með það að markmiði að komast að því hvers vegna Wortman framdi voðaverkin. Fyrrum nágrannakona Wortman segir í viðtali við kanadíska miðla að Wortman hafi beitt kærustu sína ofbeldi árið 2013 og hafi nágrannar kallað til lögreglu. „Ég hringdi í lögregluna og sagði þeim að hann væri ofbeldisfullur og ætti stórt safn ólöglegra skotvopna,“ sagði Brenda Forbes og bætti við að Wortman hefði sjálfur sýnt Forbes hjónunum safnið. „Lögreglan sagðist lítið geta gert. Þeir gætu fylgst með honum en lítið annað væri í stöðunni,“ sagði Forbes. Forbes hjónin segjast þá hafa flutt í burtu frá Nova Scotia að mestu leyti af ótta við hegðum og ofbeldishneigð árásarmannsins Wortman. Kanada Tengdar fréttir Flúði kærasta sinn skömmu áður en hann skaut 22 til bana Maðurinn sem framdi mannskæðustu árás í sögu Kanada um síðustu helgi réðst á kærustu sína áður en hann hélt út og skaut 22 til bana. 24. apríl 2020 18:01 „Martröð í helvíti“: Lögreglan í Kanada gagnrýnd fyrir að gefa ekki út viðvörun Forsvarsmenn lögreglunnar í Kanada segja að undirbúningur fyrir viðvörun til almennings hafi staðið yfir þegar Gabriel Wortman var skotinn til bana um helgina. Hann hafði þá skotið minnst 22 til bana á rúmum þrettán klukkustundum og á mjög stóru svæði í mannskæðustu árás landsins. 22. apríl 2020 23:25 Mannskæðasta árás Kanada: Eldar sem árásarmaðurinn kveikti gera rannsakendum erfitt fyrir Lögreglan í Kanada segir minnst átján vera látna eftir árásirnar á Nova Scotia í Kanada um helgina. 20. apríl 2020 20:36 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
Nágrannar Gabriels Wortman, mannsins sem varð 22 að bana í Kanada í apríl, segjast hafa tilkynnt Wortman til lögreglu vegna ofbeldishneigðar og byssueignar hans og segja lögregluna ekki sinnt útköllunum nógu vel. Guardian greinir frá. Gabriel Wortman, 51 árs gamall kanadískur ríkisborgari gekk berserksgang á milli bæjanna Portapique og Enfield í Nova Scotia í Kanada 18. til 19. apríl síðastliðinn. Wortman sem var klæddur í lögreglubúning og ók bíl sem útbúinn hafði verið til þess að líkjast lögreglubíl kveikti elda og myrti alls tuttugu og tvo. Í fyrstu myrti hann fólk sem Wortman hafði einhverja tengingu við en með tímanum urðu drápin handahófskennd. Á meðal hinna látnu var lögreglukonan Heidi Stevenson. Um er að ræða versta fjöldamorð í nútímasögu Kanada. Síðan að morðin voru framin hefur lögregla í Novia Scotia yfirheyrt ættingja, vini og nágranna Wortman með það að markmiði að komast að því hvers vegna Wortman framdi voðaverkin. Fyrrum nágrannakona Wortman segir í viðtali við kanadíska miðla að Wortman hafi beitt kærustu sína ofbeldi árið 2013 og hafi nágrannar kallað til lögreglu. „Ég hringdi í lögregluna og sagði þeim að hann væri ofbeldisfullur og ætti stórt safn ólöglegra skotvopna,“ sagði Brenda Forbes og bætti við að Wortman hefði sjálfur sýnt Forbes hjónunum safnið. „Lögreglan sagðist lítið geta gert. Þeir gætu fylgst með honum en lítið annað væri í stöðunni,“ sagði Forbes. Forbes hjónin segjast þá hafa flutt í burtu frá Nova Scotia að mestu leyti af ótta við hegðum og ofbeldishneigð árásarmannsins Wortman.
Kanada Tengdar fréttir Flúði kærasta sinn skömmu áður en hann skaut 22 til bana Maðurinn sem framdi mannskæðustu árás í sögu Kanada um síðustu helgi réðst á kærustu sína áður en hann hélt út og skaut 22 til bana. 24. apríl 2020 18:01 „Martröð í helvíti“: Lögreglan í Kanada gagnrýnd fyrir að gefa ekki út viðvörun Forsvarsmenn lögreglunnar í Kanada segja að undirbúningur fyrir viðvörun til almennings hafi staðið yfir þegar Gabriel Wortman var skotinn til bana um helgina. Hann hafði þá skotið minnst 22 til bana á rúmum þrettán klukkustundum og á mjög stóru svæði í mannskæðustu árás landsins. 22. apríl 2020 23:25 Mannskæðasta árás Kanada: Eldar sem árásarmaðurinn kveikti gera rannsakendum erfitt fyrir Lögreglan í Kanada segir minnst átján vera látna eftir árásirnar á Nova Scotia í Kanada um helgina. 20. apríl 2020 20:36 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
Flúði kærasta sinn skömmu áður en hann skaut 22 til bana Maðurinn sem framdi mannskæðustu árás í sögu Kanada um síðustu helgi réðst á kærustu sína áður en hann hélt út og skaut 22 til bana. 24. apríl 2020 18:01
„Martröð í helvíti“: Lögreglan í Kanada gagnrýnd fyrir að gefa ekki út viðvörun Forsvarsmenn lögreglunnar í Kanada segja að undirbúningur fyrir viðvörun til almennings hafi staðið yfir þegar Gabriel Wortman var skotinn til bana um helgina. Hann hafði þá skotið minnst 22 til bana á rúmum þrettán klukkustundum og á mjög stóru svæði í mannskæðustu árás landsins. 22. apríl 2020 23:25
Mannskæðasta árás Kanada: Eldar sem árásarmaðurinn kveikti gera rannsakendum erfitt fyrir Lögreglan í Kanada segir minnst átján vera látna eftir árásirnar á Nova Scotia í Kanada um helgina. 20. apríl 2020 20:36