29 dagar í Pepsi Max: Enginn skorað meira en Hilmar Árni síðan hann fór til Stjörnunnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. maí 2020 12:00 Hilmar Árni er sparkviss með afbrigðum. vísir/daníel Síðan Hilmar Árni Halldórsson gekk í raðir Stjörnunnar frá Leikni R. fyrir tímabilið 2016 hefur enginn skorað fleiri mörk í efstu deild en hann. Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 29 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Í dag ætlum við að skoða tímabil Hilmars Árna Halldórssonar í Stjörnunni en síðan hann gekk í raðir Garðabæjarliðsins hefur hann skorað 46 mörk í Pepsi Max-deildinni, fleiri en nokkur annar. Eftir að hafa leikið með Leikni allan sinn feril samdi Hilmar Árni við Stjörnuna fyrir tímabilið 2016. Sumarið á undan hafði hann skorað fjögur mörk í 22 leikjum með Leikni í efstu deild. Á sínu fyrsta tímabili (2016) með Stjörnunni skoraði Hilmar Árni sjö mörk í 20 deildarleikjum. Sumarið 2017 skoraði hann tíu mörk í 22 deildarleikjum. Árið 2018 skoraði Hilmar Árni sextán mörk í 22 deildarleikjum og fékk silfurskóinn. Hann skoraði einu marki minna en Patrick Pedersen hjá Val. Aldrei hefur miðjumaður skorað jafn mörg mörk á einu tímabili í efstu deild á Íslandi. Í fyrra skoraði Hilmar Árni svo þrettán mörk, einu minna en markakóngurinn Gary Martin. Hilmari Árna vantar tíu mörk til að ná Halldóri Orra Björnssyni sem er markahæsti leikmaður Stjörnunnar í efstu deild. Halldór Orri gekk aftur í raðir Stjörnunnar í vetur. Steven Lennon, framherji FH, hefur skorað næstflest mörk í Pepsi Max-deildinni undanfarin fjögur ár, eða 43 mörk. Þrátt fyrir að hafa aðeins spilað eitt heilt tímabil og tvö hálf hefur Pedersen skorað 31 mark. Pepsi Max-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir 30 dagar í Pepsi Max: 62 ár síðan að efsta deildin byrjaði síðast í júní Vísir telur niður í fyrsta leik Íslandsmótsins í knattspyrnu 2020. 14. maí 2020 12:00 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Sjá meira
Síðan Hilmar Árni Halldórsson gekk í raðir Stjörnunnar frá Leikni R. fyrir tímabilið 2016 hefur enginn skorað fleiri mörk í efstu deild en hann. Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 29 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Í dag ætlum við að skoða tímabil Hilmars Árna Halldórssonar í Stjörnunni en síðan hann gekk í raðir Garðabæjarliðsins hefur hann skorað 46 mörk í Pepsi Max-deildinni, fleiri en nokkur annar. Eftir að hafa leikið með Leikni allan sinn feril samdi Hilmar Árni við Stjörnuna fyrir tímabilið 2016. Sumarið á undan hafði hann skorað fjögur mörk í 22 leikjum með Leikni í efstu deild. Á sínu fyrsta tímabili (2016) með Stjörnunni skoraði Hilmar Árni sjö mörk í 20 deildarleikjum. Sumarið 2017 skoraði hann tíu mörk í 22 deildarleikjum. Árið 2018 skoraði Hilmar Árni sextán mörk í 22 deildarleikjum og fékk silfurskóinn. Hann skoraði einu marki minna en Patrick Pedersen hjá Val. Aldrei hefur miðjumaður skorað jafn mörg mörk á einu tímabili í efstu deild á Íslandi. Í fyrra skoraði Hilmar Árni svo þrettán mörk, einu minna en markakóngurinn Gary Martin. Hilmari Árna vantar tíu mörk til að ná Halldóri Orra Björnssyni sem er markahæsti leikmaður Stjörnunnar í efstu deild. Halldór Orri gekk aftur í raðir Stjörnunnar í vetur. Steven Lennon, framherji FH, hefur skorað næstflest mörk í Pepsi Max-deildinni undanfarin fjögur ár, eða 43 mörk. Þrátt fyrir að hafa aðeins spilað eitt heilt tímabil og tvö hálf hefur Pedersen skorað 31 mark.
Pepsi Max-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir 30 dagar í Pepsi Max: 62 ár síðan að efsta deildin byrjaði síðast í júní Vísir telur niður í fyrsta leik Íslandsmótsins í knattspyrnu 2020. 14. maí 2020 12:00 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Sjá meira
30 dagar í Pepsi Max: 62 ár síðan að efsta deildin byrjaði síðast í júní Vísir telur niður í fyrsta leik Íslandsmótsins í knattspyrnu 2020. 14. maí 2020 12:00