Leiðinlegt að stærsta verkefnið á markaðnum fari til Bretlands í ójafnri keppni Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. maí 2020 11:22 Valgeir Magnússon, stjórnarformaður Pipar/TBWA. Aðsend Valgeir Magnússon, stjórnarformaður íslensku auglýsingastofunnar Pipar/TBWA, segir það leiðinlegt, og skjóta skökku við, að stærsta verkefni á Íslandsmarkaði hafi fallið í skaut breskrar auglýsingastofu, einkum í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi á íslenskum vinnumarkaði. Þá telur hann að keppnin um útboðið hafi ekki verið jöfn. Þetta kom fram í máli Valgeirs í umræðuþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ríkið mun verja einum og hálfum milljarði í markaðsátak erlendis, sem ber heitið „Ísland – saman í sókn“, til að kynna Ísland sem áfangastað fyrir ferðamenn. Verkefnið er hluti af mótvægisaðgerðum stjórnvalda vegna faraldurs kórónuveiru. Íslandsstofa tilkynnti í gær að herferðin, upp á um 300 milljónir króna af heildarfénu, hefði fallið í skaut bresku auglýsingastofunnar M&C Saatchi, í samstarfi við íslensku auglýsingastofuna Peel. Tillaga M&C Saatchi hefði hlotið hæstu einkunn valnefndar sem fór yfir innsendar tillögur. Ekki tapsár heldur stolt Tillaga M&C Saatchi hlaut 87,17 stig af hundrað mögulegum, samkvæmt frétt Túrista. Íslenska auglýsingastofan Pipar/TBWA kom næst í röðinni með 86,35 stig. Sáralitlu munaði því á einkunnum stofanna tveggja. „Það er leiðinlegt að þetta stærsta verkefni sem er í boði á Íslandsmarkaði skuli enda í Bretlandi, í verkefni sem heitir Ísland saman í sókn,“ sagði Valgeir Magnússon, framkvæmdastjóri Pipar/TBWA í Bítinu í morgun. Þau hjá Pipar væru þó ekki tapsár yfir niðurstöðunni heldur frekar stolt af því að vera á pari við Saatchi, eina stærstu auglýsingastofu í heimi, í einkunnagjöf. Valgeir mat það þó sem svo að keppnin um útboðið hefði ekki verið jöfn. „En svo er liður þarna sem er fjárhagsliðurinn. Og þar er ekki jafnræði. Vegna þess að það á að gefa verð með virðisaukaskatti og erlent fyrirtæki borgar ekki vask af sölu á þjónustu til Íslands, þannig að það munar strax 20 prósentum. Af þessum 300 milljónum sem vinnuútboðið er munar 60 milljónum, sem er beinn virðisaukaskattur sem við hefðum þurft að borga af þessari upphæð en Saatchi þarf ekki að gera. Þarna er einhver skekkja í reikningsdæminu sem veldur því að þetta er ekki alveg jöfn keppni.“ Valgeir kvaðst þó ekki vita hvort verðið hafi verið úrslitaþátturinn í einkunnagjöfinni. „En þegar munar svona litlu þá eru hugmyndirnar báðar mjög góðar.“ Skjáskot úr myndbandinu Inspired by Iceland, markaðsátaki sem farið var í eftir eldgosið í Eyjafjallajökli 2010. Engar skatttekjur frá Bretlandi Valgeir sagði að það skyti jafnframt skökku við að erlent fyrirtæki fái þetta umfangsmikla verkefni í ljósi stöðunnar sem nú er uppi á íslenskum vinnumarkaði. „En hefði alltaf verið hægt að hugsa einhvern veginn, ókei, eigum við að senda þessar 300 milljónir úr landi í verkefni sem er til að byggja upp íslenskt efnahagslíf? Skatttekjurnar af því ef verkefnið hefði verið unnið hjá okkur eru sirka 150 milljónir en verður núll hinum megin,“ sagði Valgeir. Verkefni frá ferðaþjónustunni hefðu verið mikilvæg tekjulind fyrir til dæmis Pipar. Þessi verkefni hefðu algjörlega þurrkast út og starfsmenn, sem hafa einbeitt sér að þeim, verið settir á hlutabótaleið stjórnvalda. Valgeir sagði að kraftar þessara starfsmanna hefðu nýst vel í auglýsingaherferðinni nú. „Við verðum ekkert endalaust á ríkisstyrk til að halda svoleiðis deild úti.“ Frestur til að kæra ákvörðun nefndarinnar, sem skipuð er fulltrúum ferðamálaráðherra, Samtökum ferðaþjónustunnar, Reykjavíkurborgar, markaðsstofa, og Íslandsstofu, er tíu dagar. Valgeir sagði að Pipar væri nú að skoða hvort ákvörðunin verði kærð. „Við erum ekkert að gagnrýna Íslandsstofu fyrir að þessi stofa hafi verið valin. Við getum bara gagnrýnt misvægið í útboðinu, að það eigi að bjóða verð með virðisaukaskatti. Það er ósanngjarnt,“ sagði Valgeir. „Persónulega þykir mér að íslenskt fyrirtæki hefði frekar átt að njóta vafans. En Ríkiskaup sitja uppi með að það var hugsanlega ekki jafnræði í útboðinu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Auglýsinga- og markaðsmál Ferðamennska á Íslandi Bítið Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Fleiri fréttir Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Sjá meira
Valgeir Magnússon, stjórnarformaður íslensku auglýsingastofunnar Pipar/TBWA, segir það leiðinlegt, og skjóta skökku við, að stærsta verkefni á Íslandsmarkaði hafi fallið í skaut breskrar auglýsingastofu, einkum í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi á íslenskum vinnumarkaði. Þá telur hann að keppnin um útboðið hafi ekki verið jöfn. Þetta kom fram í máli Valgeirs í umræðuþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ríkið mun verja einum og hálfum milljarði í markaðsátak erlendis, sem ber heitið „Ísland – saman í sókn“, til að kynna Ísland sem áfangastað fyrir ferðamenn. Verkefnið er hluti af mótvægisaðgerðum stjórnvalda vegna faraldurs kórónuveiru. Íslandsstofa tilkynnti í gær að herferðin, upp á um 300 milljónir króna af heildarfénu, hefði fallið í skaut bresku auglýsingastofunnar M&C Saatchi, í samstarfi við íslensku auglýsingastofuna Peel. Tillaga M&C Saatchi hefði hlotið hæstu einkunn valnefndar sem fór yfir innsendar tillögur. Ekki tapsár heldur stolt Tillaga M&C Saatchi hlaut 87,17 stig af hundrað mögulegum, samkvæmt frétt Túrista. Íslenska auglýsingastofan Pipar/TBWA kom næst í röðinni með 86,35 stig. Sáralitlu munaði því á einkunnum stofanna tveggja. „Það er leiðinlegt að þetta stærsta verkefni sem er í boði á Íslandsmarkaði skuli enda í Bretlandi, í verkefni sem heitir Ísland saman í sókn,“ sagði Valgeir Magnússon, framkvæmdastjóri Pipar/TBWA í Bítinu í morgun. Þau hjá Pipar væru þó ekki tapsár yfir niðurstöðunni heldur frekar stolt af því að vera á pari við Saatchi, eina stærstu auglýsingastofu í heimi, í einkunnagjöf. Valgeir mat það þó sem svo að keppnin um útboðið hefði ekki verið jöfn. „En svo er liður þarna sem er fjárhagsliðurinn. Og þar er ekki jafnræði. Vegna þess að það á að gefa verð með virðisaukaskatti og erlent fyrirtæki borgar ekki vask af sölu á þjónustu til Íslands, þannig að það munar strax 20 prósentum. Af þessum 300 milljónum sem vinnuútboðið er munar 60 milljónum, sem er beinn virðisaukaskattur sem við hefðum þurft að borga af þessari upphæð en Saatchi þarf ekki að gera. Þarna er einhver skekkja í reikningsdæminu sem veldur því að þetta er ekki alveg jöfn keppni.“ Valgeir kvaðst þó ekki vita hvort verðið hafi verið úrslitaþátturinn í einkunnagjöfinni. „En þegar munar svona litlu þá eru hugmyndirnar báðar mjög góðar.“ Skjáskot úr myndbandinu Inspired by Iceland, markaðsátaki sem farið var í eftir eldgosið í Eyjafjallajökli 2010. Engar skatttekjur frá Bretlandi Valgeir sagði að það skyti jafnframt skökku við að erlent fyrirtæki fái þetta umfangsmikla verkefni í ljósi stöðunnar sem nú er uppi á íslenskum vinnumarkaði. „En hefði alltaf verið hægt að hugsa einhvern veginn, ókei, eigum við að senda þessar 300 milljónir úr landi í verkefni sem er til að byggja upp íslenskt efnahagslíf? Skatttekjurnar af því ef verkefnið hefði verið unnið hjá okkur eru sirka 150 milljónir en verður núll hinum megin,“ sagði Valgeir. Verkefni frá ferðaþjónustunni hefðu verið mikilvæg tekjulind fyrir til dæmis Pipar. Þessi verkefni hefðu algjörlega þurrkast út og starfsmenn, sem hafa einbeitt sér að þeim, verið settir á hlutabótaleið stjórnvalda. Valgeir sagði að kraftar þessara starfsmanna hefðu nýst vel í auglýsingaherferðinni nú. „Við verðum ekkert endalaust á ríkisstyrk til að halda svoleiðis deild úti.“ Frestur til að kæra ákvörðun nefndarinnar, sem skipuð er fulltrúum ferðamálaráðherra, Samtökum ferðaþjónustunnar, Reykjavíkurborgar, markaðsstofa, og Íslandsstofu, er tíu dagar. Valgeir sagði að Pipar væri nú að skoða hvort ákvörðunin verði kærð. „Við erum ekkert að gagnrýna Íslandsstofu fyrir að þessi stofa hafi verið valin. Við getum bara gagnrýnt misvægið í útboðinu, að það eigi að bjóða verð með virðisaukaskatti. Það er ósanngjarnt,“ sagði Valgeir. „Persónulega þykir mér að íslenskt fyrirtæki hefði frekar átt að njóta vafans. En Ríkiskaup sitja uppi með að það var hugsanlega ekki jafnræði í útboðinu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Auglýsinga- og markaðsmál Ferðamennska á Íslandi Bítið Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Fleiri fréttir Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Sjá meira