ESB segir neytendur eiga skýlausan rétt á endurgreiðslu fyrir ferðir sem falla niður Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. maí 2020 11:03 Forseti framkvæmdastjórnar ESB, Ursula Von der Leyen og Didier Reynders sem hefur málefni dómstóla og neytenda á sinni könnu innan framkvæmdastjórnarinnar. EPA/OLIVIER HOSLET Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirstrikar að flugfélög og seljendur pakkaferða verði að endurgreiða farþegum sínum falli ferðir þeirra niður, óski þeir þess. Ekki sé heimilt að veita þeim aðeins inneignarnótu sem þó stendur til að gera að meira aðlaðandi valkosti. „Evrópskir neytendur geta verið fullvissir um það að framkvæmdastjórnin mun ekki grafa undan endurgreiðsluréttindum þeirra vegna ferðalaga,“ segir Didier Reynders sem hefur neytendamál á sinni könnu hjá framkvæmdastjórninni. ESB hefur verið undir miklum þrýstingi frá flugfélögum um alla álfuna sem hafa ekki sagst geta endurgreitt farþegum sínum vegna þeirra fjölda ferða sem felldar hafa verið niður í kórónuveirufaraldrinum. Gengið hafi á lausafé flugfélagana sem geti því ekki lengur nálgast fjármuni til að greiða farþegum. Að þeirra mati væri heillavænlegra að gefa bara út inneignarnótur sem farþegar geta innleyst þegar betur árar. Farþegar hafa þó margir verið ragir við að þiggja boðið enda hafa þeir litla vissu um að flugfélög lifi faraldurinn af. Hægt verði að fá inneignarnótur endurgreiddar Haft er eftir fyrrnefndum Reynders í yfirlýsingu sem framkvæmdastjórn ESB sendi frá sér í dag að ekki standi til að hvika frá endurgreiðslureglum, þrátt fyrir harmakvein flugfélaganna. Ætlunin sé jafnframt að gera inneignarnótur að girnilegri kosti fyrir neytendur. Inneignarnóturnar muni þannig njóta gjaldþrotaverndar, þannig að hægt verði að nota þær þó svo að flugfélagið eða ferðaskrifstofan sem verslað var við fari í þrot. Séu þær ekki nýttar í eitt ár eftir útgáfu geti neytandinn farið fram á að fá peninga í staðinn. Inneignarnóturnar eigi að vera sveigjanlegar og framseljanlegar. Yfirlýsingu framkvæmdastjórnarinnar má nálgast í heild sinni hér. Þar er jafnframt drepið á úrræðum sem eiga að styrkja lausafjárstöðu ferðaþjónustufyrirtækja - ekki síst til að tryggja að þau geti uppfyllt fyrrnefndar endurgreiðslur. Að sama skapi má þar sjá hvernig framkvæmdastjórnin ætlar sér að vinda ofan af ferðatakmörkunum í álfunni. Neytendur Evrópusambandið Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirstrikar að flugfélög og seljendur pakkaferða verði að endurgreiða farþegum sínum falli ferðir þeirra niður, óski þeir þess. Ekki sé heimilt að veita þeim aðeins inneignarnótu sem þó stendur til að gera að meira aðlaðandi valkosti. „Evrópskir neytendur geta verið fullvissir um það að framkvæmdastjórnin mun ekki grafa undan endurgreiðsluréttindum þeirra vegna ferðalaga,“ segir Didier Reynders sem hefur neytendamál á sinni könnu hjá framkvæmdastjórninni. ESB hefur verið undir miklum þrýstingi frá flugfélögum um alla álfuna sem hafa ekki sagst geta endurgreitt farþegum sínum vegna þeirra fjölda ferða sem felldar hafa verið niður í kórónuveirufaraldrinum. Gengið hafi á lausafé flugfélagana sem geti því ekki lengur nálgast fjármuni til að greiða farþegum. Að þeirra mati væri heillavænlegra að gefa bara út inneignarnótur sem farþegar geta innleyst þegar betur árar. Farþegar hafa þó margir verið ragir við að þiggja boðið enda hafa þeir litla vissu um að flugfélög lifi faraldurinn af. Hægt verði að fá inneignarnótur endurgreiddar Haft er eftir fyrrnefndum Reynders í yfirlýsingu sem framkvæmdastjórn ESB sendi frá sér í dag að ekki standi til að hvika frá endurgreiðslureglum, þrátt fyrir harmakvein flugfélaganna. Ætlunin sé jafnframt að gera inneignarnótur að girnilegri kosti fyrir neytendur. Inneignarnóturnar muni þannig njóta gjaldþrotaverndar, þannig að hægt verði að nota þær þó svo að flugfélagið eða ferðaskrifstofan sem verslað var við fari í þrot. Séu þær ekki nýttar í eitt ár eftir útgáfu geti neytandinn farið fram á að fá peninga í staðinn. Inneignarnóturnar eigi að vera sveigjanlegar og framseljanlegar. Yfirlýsingu framkvæmdastjórnarinnar má nálgast í heild sinni hér. Þar er jafnframt drepið á úrræðum sem eiga að styrkja lausafjárstöðu ferðaþjónustufyrirtækja - ekki síst til að tryggja að þau geti uppfyllt fyrrnefndar endurgreiðslur. Að sama skapi má þar sjá hvernig framkvæmdastjórnin ætlar sér að vinda ofan af ferðatakmörkunum í álfunni.
Neytendur Evrópusambandið Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira