Ótímabær opnun gæti leitt til óþarfa dauðsfalla Kjartan Kjartansson skrifar 12. maí 2020 22:48 Fauci bar vitni í gegnum fjarfundarbúnað fyrir heilbrigðisnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag. Vísir/EPA Einn helsti yfirmaður sóttvarna í Bandaríkjunum sagði Bandaríkjaþingi í dag að verði takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins aflétt of snemma gæti það leitt til frekari útbreiðslu veirunnar og óþarfa dauðsfalla. Fjöldi ríkja er byrjaðu að slaka á aðgerðum eða hafa það í hyggju, meðal annars að áeggjan Donalds Trump forseta. Fleiri en áttatíu þúsund manns eru látnir af völdum faraldursins í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir að sérfræðingar telji að ekki yfirvöld séu ekki nægilega undirbúin hvað varðar skimun, smitrakningu og sóttkví eru einstök ríki þegar byrjuð að létta á takmörkunum eins og tilmælum um að fólk haldi sig heima. Anthony Fauci, forstöðumaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, bar vitni fyrir nefnd öldungadeildarþingmanna í dag að Bandaríkin væru á réttri leið en það þýði þó ekki að yfirvöld séu nú með fulla stjórn á faraldrinum. Hvatti Fauci ríkisstjórnir til þess að fara að ráðum lýðheilsusérfræðinga um að bíða þar til nýjum smitum byrjar að fækka áður en slakað verður á aðgerðum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Það er raunveruleg hætta á að þú komir af stað hópsýkingu sem þú getur kannski ekki stjórnað og getur á þversagnarkenndan hátt kostað þig, ekki aðeins leiðir það til þjáningar og dauða sem hægt væri að forðast heldur gæti það jafnvel verið bakslag á leiðinni að ná efnahagsbata,“ varaði Fauci við en hann er sjálfur í sjálfskipaðri sóttkví eftir að tveir starfsmenn Hvíta hússins greindust smitaðir af veirunni í síðustu viku. Trump forseti hefur hvatt ríki áfram í að slaka á takmörkunum til þess að koma hjólum atvinnulífsins aftur af stað. Forsetanum og ráðgjöfum hans er enda mikið í mun að efnahagslífið takið við sér því þeir höfðu reiknað með því að sterk staða bandaríska hagkerfisins fyrir faraldurinn yrði sterkustu rök Trump fyrir endurkjöri í kosningum í haust. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Fauci og félagar í sóttkví Dr. Anthony Fauci og tveir aðrir háttsettir meðlimir smitvarnarteymis Hvíta hússins ákváðu að faraí sóttkví eftir að þeir komust í tæri við einstakling sem smitaður var af kórónuveirunni. Þeir munu áfram sinna störfum sínum í fjarvinnu. 10. maí 2020 08:42 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Einn helsti yfirmaður sóttvarna í Bandaríkjunum sagði Bandaríkjaþingi í dag að verði takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins aflétt of snemma gæti það leitt til frekari útbreiðslu veirunnar og óþarfa dauðsfalla. Fjöldi ríkja er byrjaðu að slaka á aðgerðum eða hafa það í hyggju, meðal annars að áeggjan Donalds Trump forseta. Fleiri en áttatíu þúsund manns eru látnir af völdum faraldursins í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir að sérfræðingar telji að ekki yfirvöld séu ekki nægilega undirbúin hvað varðar skimun, smitrakningu og sóttkví eru einstök ríki þegar byrjuð að létta á takmörkunum eins og tilmælum um að fólk haldi sig heima. Anthony Fauci, forstöðumaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, bar vitni fyrir nefnd öldungadeildarþingmanna í dag að Bandaríkin væru á réttri leið en það þýði þó ekki að yfirvöld séu nú með fulla stjórn á faraldrinum. Hvatti Fauci ríkisstjórnir til þess að fara að ráðum lýðheilsusérfræðinga um að bíða þar til nýjum smitum byrjar að fækka áður en slakað verður á aðgerðum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Það er raunveruleg hætta á að þú komir af stað hópsýkingu sem þú getur kannski ekki stjórnað og getur á þversagnarkenndan hátt kostað þig, ekki aðeins leiðir það til þjáningar og dauða sem hægt væri að forðast heldur gæti það jafnvel verið bakslag á leiðinni að ná efnahagsbata,“ varaði Fauci við en hann er sjálfur í sjálfskipaðri sóttkví eftir að tveir starfsmenn Hvíta hússins greindust smitaðir af veirunni í síðustu viku. Trump forseti hefur hvatt ríki áfram í að slaka á takmörkunum til þess að koma hjólum atvinnulífsins aftur af stað. Forsetanum og ráðgjöfum hans er enda mikið í mun að efnahagslífið takið við sér því þeir höfðu reiknað með því að sterk staða bandaríska hagkerfisins fyrir faraldurinn yrði sterkustu rök Trump fyrir endurkjöri í kosningum í haust.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Fauci og félagar í sóttkví Dr. Anthony Fauci og tveir aðrir háttsettir meðlimir smitvarnarteymis Hvíta hússins ákváðu að faraí sóttkví eftir að þeir komust í tæri við einstakling sem smitaður var af kórónuveirunni. Þeir munu áfram sinna störfum sínum í fjarvinnu. 10. maí 2020 08:42 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Fauci og félagar í sóttkví Dr. Anthony Fauci og tveir aðrir háttsettir meðlimir smitvarnarteymis Hvíta hússins ákváðu að faraí sóttkví eftir að þeir komust í tæri við einstakling sem smitaður var af kórónuveirunni. Þeir munu áfram sinna störfum sínum í fjarvinnu. 10. maí 2020 08:42