Svona var blaðamannafundurinn um afléttingu ferðatakmarkana Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. maí 2020 14:14 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra boðar til blaðamannafundar í dag um afléttingu ferðatakmarkana. Fundurinn verður í Safnahúsinu við Hverfisgötu og hefst hann klukkan 15:00. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Bein útsending verður af fundinum hér á Vísi, Bylgjunni og sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi. Þá verður textalýsing í boði hér að neðan fyrir þá sem geta ekki hlustað á það sem fram kemur á fundinum. Uppfært: Hér má sjá upptöku af fundinum í heild sinni. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir verða viðstödd fundinn og veita fjölmiðlum viðtöl. Ekki hefur verið gefið út hvað nákvæmlega muni felast í þeim tilslökunum á ferðatakmörkunum sem forsætisráðherra hyggst kynna á fundinum á eftir. Tillögur stýrihóps um afléttingu ferðatakmarkana, sem og breytingar á reglum um sóttkví, voru á dagskrá ríkisstjórnarfundar í morgun. Hópurinn skilaði tillögum sínum í gær. Fram kom í máli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í gær vegna kórónuveirunnar að hann myndi leggja til við heilbrigðisráðherra að þær ferðatakmarkanir sem nú eru í gildi vegna faraldurs kórónuveiru gildi áfram eftir 15. maí; líklega mánuð til viðbótar, þ.e. til 15. júní. Ekki væri þó loku fyrir það skotið að fyrirkomulaginu yrði breytt áður en mánuðurinn er úti. Núverandi fyrirkomulag er í gildi til 15. maí. Fyrirkomulagið kveður á um bann við komum ríkisborgara utan EES og EFTA til landsins. Þá er öllum þeim sem hingað koma skylt að sæta tveggja vikna sóttkví.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra boðar til blaðamannafundar í dag um afléttingu ferðatakmarkana. Fundurinn verður í Safnahúsinu við Hverfisgötu og hefst hann klukkan 15:00. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Bein útsending verður af fundinum hér á Vísi, Bylgjunni og sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi. Þá verður textalýsing í boði hér að neðan fyrir þá sem geta ekki hlustað á það sem fram kemur á fundinum. Uppfært: Hér má sjá upptöku af fundinum í heild sinni. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir verða viðstödd fundinn og veita fjölmiðlum viðtöl. Ekki hefur verið gefið út hvað nákvæmlega muni felast í þeim tilslökunum á ferðatakmörkunum sem forsætisráðherra hyggst kynna á fundinum á eftir. Tillögur stýrihóps um afléttingu ferðatakmarkana, sem og breytingar á reglum um sóttkví, voru á dagskrá ríkisstjórnarfundar í morgun. Hópurinn skilaði tillögum sínum í gær. Fram kom í máli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í gær vegna kórónuveirunnar að hann myndi leggja til við heilbrigðisráðherra að þær ferðatakmarkanir sem nú eru í gildi vegna faraldurs kórónuveiru gildi áfram eftir 15. maí; líklega mánuð til viðbótar, þ.e. til 15. júní. Ekki væri þó loku fyrir það skotið að fyrirkomulaginu yrði breytt áður en mánuðurinn er úti. Núverandi fyrirkomulag er í gildi til 15. maí. Fyrirkomulagið kveður á um bann við komum ríkisborgara utan EES og EFTA til landsins. Þá er öllum þeim sem hingað koma skylt að sæta tveggja vikna sóttkví.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vill að ferðatakmörkunum verði aflétt tafarlaust Sigríður Á. Andersen telur jafnframt að það henti ekki Íslandi að loka landamærum vegna faraldurs kórónuveiru, sem hún kveður umdeilda aðgerð, og segir lokunina stuðla að fátækt. 12. maí 2020 13:10 Ríkisstjórnin kynnir breytingar á ferðatakmörkunum síðar í dag Ríkisstjórnin hyggst boða til blaðamannafundar síðar í dag þar sem kynntar verða breytingar á ferðatakmörkunum sem tengjast kórónuveirufaraldrinum. 12. maí 2020 12:17 Sjá fram á lengri kórónuveirukreppu Forsvarsmenn fyrirtækja innan vébanda Samtaka atvinnulífsins áætla að frekari uppsagnir séu væntanlegar og að kórónuveirukreppan verði lengri en þeir töldu. 12. maí 2020 09:38 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Vill að ferðatakmörkunum verði aflétt tafarlaust Sigríður Á. Andersen telur jafnframt að það henti ekki Íslandi að loka landamærum vegna faraldurs kórónuveiru, sem hún kveður umdeilda aðgerð, og segir lokunina stuðla að fátækt. 12. maí 2020 13:10
Ríkisstjórnin kynnir breytingar á ferðatakmörkunum síðar í dag Ríkisstjórnin hyggst boða til blaðamannafundar síðar í dag þar sem kynntar verða breytingar á ferðatakmörkunum sem tengjast kórónuveirufaraldrinum. 12. maí 2020 12:17
Sjá fram á lengri kórónuveirukreppu Forsvarsmenn fyrirtækja innan vébanda Samtaka atvinnulífsins áætla að frekari uppsagnir séu væntanlegar og að kórónuveirukreppan verði lengri en þeir töldu. 12. maí 2020 09:38