Af hverju leggst veiran harðar á karla en konur? Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. maí 2020 11:29 Franskur karlmaður sprittar sig áður en hann gengur inn í búð. Ein tilgáta um kynjamuninn snýr að því hvort karlar þvoi sér e.t.v. minna um hendurnar en konur. Vísir/getty Ýmislegt bendir til þess að karlar séu í meiri hættu á að veikjast alvarlega af kórónuveirunni. Ný bresk rannsókn sýnir fram á að karlmenn þar í landi áttu talsvert meira á hættu að látast úr veirunni en konur. En hvað veldur þessum kynjamun? Þessu reynir Arnar Pálsson, erfðafræðingur og prófessor í lífupplýsingafræði við Háskóla Íslands, að svara í ítarlegri grein á Vísindavefnum sem birtist í dag. Ljóst er að ýmislegt hefur áhrif á það hversu alvarlega fólk veikist af kórónuveirunni. Undirliggjandi sjúkdómar og aldur eru til að mynda þættir sem skipta máli í því samhengi, líkt og talsvert hefur verið fjallað um. Fyrstu tölur um dauðsföll af völdum veirunnar bentu jafnframt til þess að karlar væru í meiri hættu á að veikjast alvarlega af Covid-19 en konur. Þetta virðist rétt, að því er fram kemur í svari Arnars, en ekki er vitað hvort aðeins kynið sé þar áhrifaþáttur. Karlkyns öryggisverðir og kokkar í mestri hættu Lagt er mat á ýmsa áhættuþætti í OpenSAFELY, nýrri breskri rannsókn, þar sem greind voru gögn í sjúkraskrám sautján milljón Breta. Þessi gögn voru svo samþætt við lista yfir andlát af völdum Covid-19 og byggir á dánartíðni á tímabilinu 1. febrúar 2020 til 25. apríl 2020. Sky-fréttastofan greindi frá niðurstöðum rannsóknarinnar á vef sínum í gær. Þar var því slegið upp að karlkyns öryggisverðir, kokkar og leigubílstjórar væru á meðal þeirra sem líklegastir væru til að látast úr Covid-19. Enn fremur sýna niðurstöðurnar að hætta á andláti sýktra karlmanna var um tvöföld umfram kvenna. „Margar aðrar rannsóknir og greiningar hafa gefið svipað mynstur í mismunandi löndum, þó matið á áhættuaukningunni sé mismunandim“ segir í svari Arnars. Arnar Pálsson, erfðafræðingur og prófessor í lífupplýsingafræði.Vísir/Þorbjörn Þórðarson Handþvottur og ónæmiskerfið En hvað skýrir þennan kynjamun? „Svarið er enn á huldu. Mögulega er munurinn vegna ytri aðstæðna, umhverfis í sinni víðustu mynd, eða innri þátta, það er erfða og lífeðlisfræði. Eins gæti verið um samspil umhverfis og erfða að ræða,“ skrifar Arnar. Þannig gæti verið að kynjamunurinn skýrist af félagslegum, menningarlegum eða atferlislegum þáttum að hluta. „Margar mismunandi tilgátur hafa verið settar fram. Hittast karlar oftar utan heimilis? Eru þeir með viðkvæmari öndunarfæri vegna vinnuumhverfis eða lifnaðarhátta? Þvo þeir sér sjaldnar um hendur og sýkjast því af stærri skammti af veirunni? Reykja karlmenn aðeins meira en konur og einnig oftar? Eðli málsins samkvæmt er mjög erfitt að meta þessa þætti, eins og umhverfisþætti almennt. Stóra áskorunin er að þættirnir skipta hundruðum og jafnvel þúsundum og mælingar á þeim eru mikilli óvissu háðar. Lífeðlisfræðilega eru konur og karlar þó ólík um marga þætti,“ segir í svari Arnars. Þá snúa margar tilgátur um mun á áhrifum veirunnar eftir kynjum um ónæmiskerfið. „Ein er sú að mismunur í sterabúskap karla og kvenna geti haft ólík áhrif á ónæmiskerfið. Önnur tilgáta er að vegna þess að X-litningar bera gen sem tengjast ónæmiskerfinu séu konur betur varðar með sín tvö eintök af þeim litningi. Því til stuðnings er sú staðreynd að genin fyrir ónæmisviðtakana TLR7 og TLR8 eru á X-litningi karla. Þessir viðtakar binda einþátta RNA úr veirum og ræsa ónæmiskerfið. Erfðaefni veirunnar sem veldur COVID-19 er einmitt á því formi,“ skrifar Arnar. Svar Arnars á Vísindavefnum má nálgast í heild hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fleiri deyja á dvalarheimilum en sjúkrahúsum á Bretlandi Rúmlega 40 þúsund manns hafa nú dáið vegna Covid-19 á Bretlandi. Það er hæsta talan í Evrópu og eingöngu hafa fleiri dáið í Bandaríkjunum, eða minnst 80.684. 12. maí 2020 10:56 Vísar gagnrýni á bug varðandi nýja eins metra reglu Enn dregur úr útbreiðslu kórónuveirunnar í Danmörku, þrátt fyrir að slakað hafi verið á takmörkunum í dönsku samfélagi. 12. maí 2020 10:26 Gekk út af blaðamannafundi eftir að hafa rifist við fréttamenn Donald Trump, Bandaríkjaforseti, gekk út af blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. 12. maí 2020 08:26 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Ýmislegt bendir til þess að karlar séu í meiri hættu á að veikjast alvarlega af kórónuveirunni. Ný bresk rannsókn sýnir fram á að karlmenn þar í landi áttu talsvert meira á hættu að látast úr veirunni en konur. En hvað veldur þessum kynjamun? Þessu reynir Arnar Pálsson, erfðafræðingur og prófessor í lífupplýsingafræði við Háskóla Íslands, að svara í ítarlegri grein á Vísindavefnum sem birtist í dag. Ljóst er að ýmislegt hefur áhrif á það hversu alvarlega fólk veikist af kórónuveirunni. Undirliggjandi sjúkdómar og aldur eru til að mynda þættir sem skipta máli í því samhengi, líkt og talsvert hefur verið fjallað um. Fyrstu tölur um dauðsföll af völdum veirunnar bentu jafnframt til þess að karlar væru í meiri hættu á að veikjast alvarlega af Covid-19 en konur. Þetta virðist rétt, að því er fram kemur í svari Arnars, en ekki er vitað hvort aðeins kynið sé þar áhrifaþáttur. Karlkyns öryggisverðir og kokkar í mestri hættu Lagt er mat á ýmsa áhættuþætti í OpenSAFELY, nýrri breskri rannsókn, þar sem greind voru gögn í sjúkraskrám sautján milljón Breta. Þessi gögn voru svo samþætt við lista yfir andlát af völdum Covid-19 og byggir á dánartíðni á tímabilinu 1. febrúar 2020 til 25. apríl 2020. Sky-fréttastofan greindi frá niðurstöðum rannsóknarinnar á vef sínum í gær. Þar var því slegið upp að karlkyns öryggisverðir, kokkar og leigubílstjórar væru á meðal þeirra sem líklegastir væru til að látast úr Covid-19. Enn fremur sýna niðurstöðurnar að hætta á andláti sýktra karlmanna var um tvöföld umfram kvenna. „Margar aðrar rannsóknir og greiningar hafa gefið svipað mynstur í mismunandi löndum, þó matið á áhættuaukningunni sé mismunandim“ segir í svari Arnars. Arnar Pálsson, erfðafræðingur og prófessor í lífupplýsingafræði.Vísir/Þorbjörn Þórðarson Handþvottur og ónæmiskerfið En hvað skýrir þennan kynjamun? „Svarið er enn á huldu. Mögulega er munurinn vegna ytri aðstæðna, umhverfis í sinni víðustu mynd, eða innri þátta, það er erfða og lífeðlisfræði. Eins gæti verið um samspil umhverfis og erfða að ræða,“ skrifar Arnar. Þannig gæti verið að kynjamunurinn skýrist af félagslegum, menningarlegum eða atferlislegum þáttum að hluta. „Margar mismunandi tilgátur hafa verið settar fram. Hittast karlar oftar utan heimilis? Eru þeir með viðkvæmari öndunarfæri vegna vinnuumhverfis eða lifnaðarhátta? Þvo þeir sér sjaldnar um hendur og sýkjast því af stærri skammti af veirunni? Reykja karlmenn aðeins meira en konur og einnig oftar? Eðli málsins samkvæmt er mjög erfitt að meta þessa þætti, eins og umhverfisþætti almennt. Stóra áskorunin er að þættirnir skipta hundruðum og jafnvel þúsundum og mælingar á þeim eru mikilli óvissu háðar. Lífeðlisfræðilega eru konur og karlar þó ólík um marga þætti,“ segir í svari Arnars. Þá snúa margar tilgátur um mun á áhrifum veirunnar eftir kynjum um ónæmiskerfið. „Ein er sú að mismunur í sterabúskap karla og kvenna geti haft ólík áhrif á ónæmiskerfið. Önnur tilgáta er að vegna þess að X-litningar bera gen sem tengjast ónæmiskerfinu séu konur betur varðar með sín tvö eintök af þeim litningi. Því til stuðnings er sú staðreynd að genin fyrir ónæmisviðtakana TLR7 og TLR8 eru á X-litningi karla. Þessir viðtakar binda einþátta RNA úr veirum og ræsa ónæmiskerfið. Erfðaefni veirunnar sem veldur COVID-19 er einmitt á því formi,“ skrifar Arnar. Svar Arnars á Vísindavefnum má nálgast í heild hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fleiri deyja á dvalarheimilum en sjúkrahúsum á Bretlandi Rúmlega 40 þúsund manns hafa nú dáið vegna Covid-19 á Bretlandi. Það er hæsta talan í Evrópu og eingöngu hafa fleiri dáið í Bandaríkjunum, eða minnst 80.684. 12. maí 2020 10:56 Vísar gagnrýni á bug varðandi nýja eins metra reglu Enn dregur úr útbreiðslu kórónuveirunnar í Danmörku, þrátt fyrir að slakað hafi verið á takmörkunum í dönsku samfélagi. 12. maí 2020 10:26 Gekk út af blaðamannafundi eftir að hafa rifist við fréttamenn Donald Trump, Bandaríkjaforseti, gekk út af blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. 12. maí 2020 08:26 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Fleiri deyja á dvalarheimilum en sjúkrahúsum á Bretlandi Rúmlega 40 þúsund manns hafa nú dáið vegna Covid-19 á Bretlandi. Það er hæsta talan í Evrópu og eingöngu hafa fleiri dáið í Bandaríkjunum, eða minnst 80.684. 12. maí 2020 10:56
Vísar gagnrýni á bug varðandi nýja eins metra reglu Enn dregur úr útbreiðslu kórónuveirunnar í Danmörku, þrátt fyrir að slakað hafi verið á takmörkunum í dönsku samfélagi. 12. maí 2020 10:26
Gekk út af blaðamannafundi eftir að hafa rifist við fréttamenn Donald Trump, Bandaríkjaforseti, gekk út af blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. 12. maí 2020 08:26