Sveigjanleiki fyrir fólk og fyrirtæki Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 3. apríl 2020 12:00 Í síðustu viku samþykkti borgarráð einróma 13 tillögur til að bregðast við efnahagslegum áhrifum Covid-19 faraldursins. Í gær stóðum við saman um að breyta reglum borgarinnar um innheimtu. Með þeim eru tekin stór skref til að auka sveigjanleika á greiðslufrestum, bæði fyrir fólk og fyrirtæki og styðja þannig bæði borgarbúa og atvinnulífið í borginni til að takast á við alvarlegar efnahagslegar afleiðingar faraldursins. Við munum halda áfram að fylgjast með hvernig aðstæður þróast og bregðast við. En þetta eru skrefin sem við tókum í gær: Seinkun eindaga vegna þjónustu borgarinnar Hægt verður að óska eftir að eindagar reikninga vegna þjónustu borgarinnar verði seinkað um allt að tvo mánuði. Þetta þýðir að reikningar vegna þjónustu sem borgin veitir munu berast á saman tíma og venjulega. En í stað þess að eindagi reiknings verði 30 dögum eftir gjalddaga, verður hann 90 dögum síðar. Dráttarvextir munu ekki reiknast af þessum 90 dögum. Þannig er hægt að fresta greiðslu í þrjá mánuði t.d. af leikskólagjöldum, hádegismat grunnskóla og heimaþjónustu. Það eru ýmis gjöld á umhverfis- og skipulagssviði sem þarf að greiða áður en þjónusta er veitt og verður ekki hægt að óska eftir seinkun á eindaga á þeim reikningum. Greiðsludreifing frestaðra reikninga Við vitum að það getur skapað nýjan vanda að fresta öllum reikningum og eiga svo í vændum marga ógreidda reikninga þegar efnahagurinn vonandi vænkast. Því hefur verið ákveðið að bjóða upp á að dreifa greiðslum á þeim reikningum sem hefur verið heimilt að fresta, til allt að sex mánaða frá því að eindagi rennur upp. Lægri mánaðarleg greiðslubyrði fasteignagjalda Ákveðið hefur verið að létta mánaðarlega greiðslubyrði, bæði heimila og fyrirtækja. Tveir nýir gjalddagar, þann 1. nóvember og 1. desember munu bætast við og verða upphæðir gjalddaga frá 1. maí endurreiknaðar. Með þessu verður mánaðarleg greiðslubyrði um 25% lægri en ella. Þetta á bæði við fasteignaskatta og öll gjöld sem innheimt eru með fasteignasköttum, svo sem sorphirðugjald og endurvinnslugjald. Leigutakar fá frestun á leigugreiðslum Leigutakar hjá Reykjavíkurborg, sem hafa orðið fyrir verulegu tekjufalli, munu geta óskað eftir frestun á leigugreiðslum fyrir mánuðina mars-júní. Eindagi þessara gjalddaga verður þess í stað 15. janúar 2021. Þetta mun einnig eiga við þá sem leigja frá eignasjóði húsnæði í eigu annarra, ef þeir leigusalar samþykkja að fresta leigu til Reykjavíkurborgar til sama tíma. Frestun á fasteignagjöldum á atvinnuhúsnæði Eins og áður hefur verið kynnt munu fyrirtæki geta frestað allt að þremur gjalddögum fasteignaskatta og -gjalda um allt að þrjá mánuði, að uppfylltum skilyrðum. Leiðbeiningar um hvernig sækja má um frestun greiðslna og greiðsludreifingu má finna á vef Reykjavíkurborgar. Viðbrögð fyrirtækja borgarinnar Fyrirtæki borgarinnar eru einnig að skoða hvernig hægt er að bregðast við til að aðstoða fólk og fyrirtæki. Faxaflóahafnir, þar sem ég sit í stjórn, hafa t.d. samþykkt að leigjendur þeirra geta frestað leigugreiðslum, allt að þriggja mánaða, til janúar á næsta ári, ef þeir geta sýnt fram á verulegt tekjutap. Leigjendur Faxaflóahafna eru margir hverjir fyrirtæki sem þjónusta ferðamenn og hafa orðið fyrir verulegu höggi. Einnig verða farþegagjöld smærri útgerðarfyrirtækja í hvalaskoðun, sjóstangaveiði og náttúruskoðun lækkuð. Við munum halda áfram að fylgjast með þróun aðstæðna hjá einstaklingum, fjölskyldum og atvinnulífinu næstu misseri og bregðast við ef þörf krefur. Reykjavíkurborg vill standa þétt við bakið á borgarbúum og atvinnulífinu í borginni á þessum óvissutímum, stytta niðursveifluna eins og kostur er, verja lífskjör borgarbúa og styðja við atvinnulífið. Við þurfum að standa saman á þessum undarlegu tímum og verjast brimsköflunum, svo mest við megum. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar í borginni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Reykjavík Vinnumarkaður Borgarstjórn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku samþykkti borgarráð einróma 13 tillögur til að bregðast við efnahagslegum áhrifum Covid-19 faraldursins. Í gær stóðum við saman um að breyta reglum borgarinnar um innheimtu. Með þeim eru tekin stór skref til að auka sveigjanleika á greiðslufrestum, bæði fyrir fólk og fyrirtæki og styðja þannig bæði borgarbúa og atvinnulífið í borginni til að takast á við alvarlegar efnahagslegar afleiðingar faraldursins. Við munum halda áfram að fylgjast með hvernig aðstæður þróast og bregðast við. En þetta eru skrefin sem við tókum í gær: Seinkun eindaga vegna þjónustu borgarinnar Hægt verður að óska eftir að eindagar reikninga vegna þjónustu borgarinnar verði seinkað um allt að tvo mánuði. Þetta þýðir að reikningar vegna þjónustu sem borgin veitir munu berast á saman tíma og venjulega. En í stað þess að eindagi reiknings verði 30 dögum eftir gjalddaga, verður hann 90 dögum síðar. Dráttarvextir munu ekki reiknast af þessum 90 dögum. Þannig er hægt að fresta greiðslu í þrjá mánuði t.d. af leikskólagjöldum, hádegismat grunnskóla og heimaþjónustu. Það eru ýmis gjöld á umhverfis- og skipulagssviði sem þarf að greiða áður en þjónusta er veitt og verður ekki hægt að óska eftir seinkun á eindaga á þeim reikningum. Greiðsludreifing frestaðra reikninga Við vitum að það getur skapað nýjan vanda að fresta öllum reikningum og eiga svo í vændum marga ógreidda reikninga þegar efnahagurinn vonandi vænkast. Því hefur verið ákveðið að bjóða upp á að dreifa greiðslum á þeim reikningum sem hefur verið heimilt að fresta, til allt að sex mánaða frá því að eindagi rennur upp. Lægri mánaðarleg greiðslubyrði fasteignagjalda Ákveðið hefur verið að létta mánaðarlega greiðslubyrði, bæði heimila og fyrirtækja. Tveir nýir gjalddagar, þann 1. nóvember og 1. desember munu bætast við og verða upphæðir gjalddaga frá 1. maí endurreiknaðar. Með þessu verður mánaðarleg greiðslubyrði um 25% lægri en ella. Þetta á bæði við fasteignaskatta og öll gjöld sem innheimt eru með fasteignasköttum, svo sem sorphirðugjald og endurvinnslugjald. Leigutakar fá frestun á leigugreiðslum Leigutakar hjá Reykjavíkurborg, sem hafa orðið fyrir verulegu tekjufalli, munu geta óskað eftir frestun á leigugreiðslum fyrir mánuðina mars-júní. Eindagi þessara gjalddaga verður þess í stað 15. janúar 2021. Þetta mun einnig eiga við þá sem leigja frá eignasjóði húsnæði í eigu annarra, ef þeir leigusalar samþykkja að fresta leigu til Reykjavíkurborgar til sama tíma. Frestun á fasteignagjöldum á atvinnuhúsnæði Eins og áður hefur verið kynnt munu fyrirtæki geta frestað allt að þremur gjalddögum fasteignaskatta og -gjalda um allt að þrjá mánuði, að uppfylltum skilyrðum. Leiðbeiningar um hvernig sækja má um frestun greiðslna og greiðsludreifingu má finna á vef Reykjavíkurborgar. Viðbrögð fyrirtækja borgarinnar Fyrirtæki borgarinnar eru einnig að skoða hvernig hægt er að bregðast við til að aðstoða fólk og fyrirtæki. Faxaflóahafnir, þar sem ég sit í stjórn, hafa t.d. samþykkt að leigjendur þeirra geta frestað leigugreiðslum, allt að þriggja mánaða, til janúar á næsta ári, ef þeir geta sýnt fram á verulegt tekjutap. Leigjendur Faxaflóahafna eru margir hverjir fyrirtæki sem þjónusta ferðamenn og hafa orðið fyrir verulegu höggi. Einnig verða farþegagjöld smærri útgerðarfyrirtækja í hvalaskoðun, sjóstangaveiði og náttúruskoðun lækkuð. Við munum halda áfram að fylgjast með þróun aðstæðna hjá einstaklingum, fjölskyldum og atvinnulífinu næstu misseri og bregðast við ef þörf krefur. Reykjavíkurborg vill standa þétt við bakið á borgarbúum og atvinnulífinu í borginni á þessum óvissutímum, stytta niðursveifluna eins og kostur er, verja lífskjör borgarbúa og styðja við atvinnulífið. Við þurfum að standa saman á þessum undarlegu tímum og verjast brimsköflunum, svo mest við megum. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar í borginni.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar