Vernd barna - þú skiptir sköpum Heiða Björg Pálmadóttir og Páll Ólafsson skrifa 3. apríl 2020 12:30 Börn á tímum kórónaveiru Börn virðast ekki vera sérstaklega næm fyrir kórónaveirunni en þau eru samt sem áður viðkvæmur hópur sem huga þarf að vegna faraldursins. Félagsleg einangrun er einn af fylgifiskum veirunnar. Nauðsynleg í sóttvarnarskyni en getur verið börnum skaðleg og jafnvel hættuleg. Erfiðara er fyrir skóla, heilbrigðisstarfsfólk, ættingja, vini og nágranna að fylgjast með líðan og stöðu barna á sama tíma og kvíði, álag og streita eykst hjá foreldrum. Þetta ástand eykur líkur á ofbeldi og vanrækslu og börn eiga erfiðara með að láta vita ef eitthvað er að. Hvað er til ráða? Nú skiptir mjög miklu máli að samfélagið allt taki sig saman með það að markmiði að vernda börnin okkar. Við getum tilkynnt um slæmar aðstæður barns með símtali við Neyðarlínuna 112 sem hefur beina tengingu við allar barnaverndarnefndir landsins. Barnaverndin er opin allan sólarhringinn. Íslendingar búa við þá gæfu að hafa lög um almenna tilkynningarskyldu í landinu. Þetta þýðir að okkur öllum er skylt að láta barnaverndarnefnd vita ef við höfum áhyggjur af því að barn búi við óviðunandi aðstæður. Á sama tíma tryggja lögin einstaklingum nafnleynd þegar þeir tilkynna. Þið vinir og ættingjar, sem hafið áhyggjur af barni á heimili sínu, hikið ekki við að hafa samband og koma áhyggjum ykkar á framfæri. Sama gildir um kunningja, samstarfsfólk, nágranna og aðra sem kunna að hafa upplýsingar um aðstæður barna. Þið þurfið ekki að rannsaka málið eða vera alveg viss í ykkar sök áður en þið hafið samband við 112, það er hlutverk barnaverndar að komast að því hvort áhyggjurnar eru á rökum reistar. Stundum höldum við að einhver annar hafi tilkynnt. Tilkynnum samt og gerum það aftur ef þörf er á. Fleiri tilkynningar geta gefið skýrari mynd af aðstæðum barns. Foreldrar, sem upplifa erfiðleika, eru að missa tökin, geta ekki komið rétt fram við börnin sín. Þið eigið bakland í barnaverndinni. Þið getið haft samband og leitað aðstoðar. Barnavernd er stuðningur fyrir foreldra. Síðast en ekki síst, börn sem eru hrædd eða eru í aðstæðum þar sem þið eru ekki örugg – þið getið haft samband við 112. Barnaverndin er ykkar stuðningsaðili. Við stöndum vaktina Neyðarlínan 112 tekur við símtölum allan sólarhringinn og um allt land standa barnaverndarnefndir vaktina og eru tilbúnar að bregðast við þegar tilkynningar koma. Þær geta brugðist við hvenær sem er sólarhringsins ef barn er í hættu eða þörf er á tafarlausum viðbrögðum. Hér skiptir engu þó að einstaklingar á heimili séu í sóttkví eða einangrun, öllum málum er sinnt. Meðferðarkerfi Barnaverndarstofu stendur líka vaktina og er undir það búið að sinna börnum í sóttkví eða einangrun. Vert er að þakka þessari framvarðarsveit barnaverndar hjá ríki og sveitarfélögum sem hefur staðið vörð um þau börn sem standa höllustum fæti í dag og mun standa hann áfram þar til lífið færist í eðlilegt horf – og áfram eftir það. Saman getum við sem samfélag haldið verndarhendi yfir börnunum okkar. Börnin treysta á okkur. Við treystum á ykkur. Við erum öll barnavernd. Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu Páll Ólafsson, sviðsstjóri ráðgjafar- og fræðslusviðs Barnaverndarstofu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Börn á tímum kórónaveiru Börn virðast ekki vera sérstaklega næm fyrir kórónaveirunni en þau eru samt sem áður viðkvæmur hópur sem huga þarf að vegna faraldursins. Félagsleg einangrun er einn af fylgifiskum veirunnar. Nauðsynleg í sóttvarnarskyni en getur verið börnum skaðleg og jafnvel hættuleg. Erfiðara er fyrir skóla, heilbrigðisstarfsfólk, ættingja, vini og nágranna að fylgjast með líðan og stöðu barna á sama tíma og kvíði, álag og streita eykst hjá foreldrum. Þetta ástand eykur líkur á ofbeldi og vanrækslu og börn eiga erfiðara með að láta vita ef eitthvað er að. Hvað er til ráða? Nú skiptir mjög miklu máli að samfélagið allt taki sig saman með það að markmiði að vernda börnin okkar. Við getum tilkynnt um slæmar aðstæður barns með símtali við Neyðarlínuna 112 sem hefur beina tengingu við allar barnaverndarnefndir landsins. Barnaverndin er opin allan sólarhringinn. Íslendingar búa við þá gæfu að hafa lög um almenna tilkynningarskyldu í landinu. Þetta þýðir að okkur öllum er skylt að láta barnaverndarnefnd vita ef við höfum áhyggjur af því að barn búi við óviðunandi aðstæður. Á sama tíma tryggja lögin einstaklingum nafnleynd þegar þeir tilkynna. Þið vinir og ættingjar, sem hafið áhyggjur af barni á heimili sínu, hikið ekki við að hafa samband og koma áhyggjum ykkar á framfæri. Sama gildir um kunningja, samstarfsfólk, nágranna og aðra sem kunna að hafa upplýsingar um aðstæður barna. Þið þurfið ekki að rannsaka málið eða vera alveg viss í ykkar sök áður en þið hafið samband við 112, það er hlutverk barnaverndar að komast að því hvort áhyggjurnar eru á rökum reistar. Stundum höldum við að einhver annar hafi tilkynnt. Tilkynnum samt og gerum það aftur ef þörf er á. Fleiri tilkynningar geta gefið skýrari mynd af aðstæðum barns. Foreldrar, sem upplifa erfiðleika, eru að missa tökin, geta ekki komið rétt fram við börnin sín. Þið eigið bakland í barnaverndinni. Þið getið haft samband og leitað aðstoðar. Barnavernd er stuðningur fyrir foreldra. Síðast en ekki síst, börn sem eru hrædd eða eru í aðstæðum þar sem þið eru ekki örugg – þið getið haft samband við 112. Barnaverndin er ykkar stuðningsaðili. Við stöndum vaktina Neyðarlínan 112 tekur við símtölum allan sólarhringinn og um allt land standa barnaverndarnefndir vaktina og eru tilbúnar að bregðast við þegar tilkynningar koma. Þær geta brugðist við hvenær sem er sólarhringsins ef barn er í hættu eða þörf er á tafarlausum viðbrögðum. Hér skiptir engu þó að einstaklingar á heimili séu í sóttkví eða einangrun, öllum málum er sinnt. Meðferðarkerfi Barnaverndarstofu stendur líka vaktina og er undir það búið að sinna börnum í sóttkví eða einangrun. Vert er að þakka þessari framvarðarsveit barnaverndar hjá ríki og sveitarfélögum sem hefur staðið vörð um þau börn sem standa höllustum fæti í dag og mun standa hann áfram þar til lífið færist í eðlilegt horf – og áfram eftir það. Saman getum við sem samfélag haldið verndarhendi yfir börnunum okkar. Börnin treysta á okkur. Við treystum á ykkur. Við erum öll barnavernd. Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu Páll Ólafsson, sviðsstjóri ráðgjafar- og fræðslusviðs Barnaverndarstofu
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar